Mánudagur, 12. ágúst 2019
Brexit, Hong Kong og yfirvofandi kreppa
Alþjóðahagkerfið stendur frammi fyrir kreppu, segir stórvesír í hagspeki. Með mínusvöxtum á evru-svæðinu eru hagfræðilögmál tekin úr sambandi, segir borgaraleg þýsk útgáfa; þetta getur ekki endað vel.
Eins og það sé ekki nóg að fjármálakerfið sé tilvistarvanda í annað sinn á tíu árum þá er alþjóðapólitíkin í uppnámi vegna fyrirsjáanlegrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína. Og síðustu vikur bætast við vandræðin í Hong Kong, sem varla munu hvetja kínversk stjórnvöld til að taka skref í frjálsræðisátt.
Alþjóðakerfið, sem komið var á laggirnar eftir seinna stríð, nýtur ekki sömu tiltrúar og áður. Lausn á milliríkjadeilum verður erfiðari og ókyrrt innanlandsástand í mörgum vestrænum ríkjum, þar sem áður ríkti stöðugleiki, eykur enn á óvissuna.
Óvissutímar eru spennandi en um leið ógnvekjandi.
![]() |
Öllu flugi frá Hong Kong aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)