Leiðari Mbl: 3% Sjálfstæðisflokkur?

Leiðari Morgunblaðsins í dag spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn fari sömu leið og Íhaldsflokkurinn í Dammörku:

Flokkn­um er nú spáð þriggja pró­senta fylgi í kosn­ing­un­um í næsta mánuði í Dan­mörku og því ekki úti­lokað að hann fái menn á þing.

Þegar stórt er spurt.


Katrín, fóstureyðing og rétturinn til lífs

,,Sjálf hefði hún [Katrín] viljað ganga lengra og treysta kon­um til fulls með því að hafa eng­in tíma­mörk á þung­un­ar­rofi."

Orð forsætisráðherra fela í sér að móðirin ein og alfarið ráði lífi einstaklings áður en klippt er á naflastrenginn. Kvenréttindi trompa mannhelgi.

Nýfætt barn er álíka ósjálfbjarga og fóstrið sem það var augnablikum áður. Hvers vegna má móðirin ekki eyða nýfæddu barni alveg eins og hún hefði leyfi til þess fram að fæðingu? Fæstar konur geta án utanaðkomandi aðstoðar fætt barn - hvað þá búið það til. Hvaðan kemur sá réttur að móðirin ein skuli ráða lífi einstaklings fram að fæðingu?

Mannhelgi getur ekki vikið fyrir kvenréttindum vegna þess að kynjaréttindi eru afleidd af mannhelgi. Án mannhelgi eru engin önnur réttindi. 


mbl.is Hefði sjálf viljað ganga lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áslaug Arna bregst hlutverki sínu

Þriðji orkupakkinn er hvergi nærri fullræddur þegar Áslaug Arna tekur málið úr nefnd til að fá það samþykkt með hraði.

Meðal þess sem ekki hefur verið rætt er orkusamband ESB, sem 3. orkupakkinn er hluti af. Ný skýrsla ESB liggur fyrir um orkusambandið, dagsett 9. apríl 2019. Áhrif orkusambands ESB á Ísland hafa ekki verið rædd vegna þess að Áslaug Arna og félagar hennar keppast við að gera orkupakkann að smámáli.

Í umsögn Samtaka iðnaðarins kemur fram ótti um áhrif næsta orkupakka ESB, s.k. ,,vetrarpakka". Engin umræða hefur farið fram um þann pakka, sem er þó handan við hornið. Ekki heldur er umræða um hvort samþykkt 3. orkupakkans feli í sér að við þurfum einnig að taka við þeim fjórða, - vetrarpakkanum.

Ekkert liggur á að samþykkja 3. orkupakkann. Hraðmeðferð Áslaugar Örnu og stjórnarmeirihlutans sýnir að yfirvöld óttast umræðuna. Það er ekki vel gott þegar stjórnvöld eru á flótta frá umbjóðendum sínum.


mbl.is Ekki verið að keyra málið í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband