Miðvikudagur, 1. maí 2019
Flugviskubit, sjálfspíning og valdsýki
Flugviskubit heitir samviskubitið sem lofthitasinni fær þegar hann tekur flugið, segir einn slíkur í samtali við RÚV.
Ein miðstöð lofthitasinna, Guardian, segir að til að bjarga jörðinni verðum við að tortíma kapítalisma. Íslenskt stef sömu hugsunar kemur frá Landvernd sem vill að ríkisstjórnin lýsi yfir neyðarástandi vegna þess að lofthiti á Íslandi gæti orðið sá sami og hann var við landnám. ,,Neyðin" á Íslandi fyrir þúsund árum fólst meðal annars í því að við sigldum til Grænlands og stofnuðum þar nýlendur og einhverjir fáeinir reyndu fyrir sér á Vínlandi. Feðgarnir Eiríkur og Leifur þjáðust ábyggilega af siglviskubiti enda þurfti að fella tré til að smíða knörr.
Félagssálfræði lofthitasinna tekur á sig æ skýrari mynd. Þeir eru þjakaðir af sjálfspíningu og valdsýki. Söguleg hliðstæða er til dæmis Girolamo Savonarola sem bannaði gleði og sagði fólki að skammast sín fyrir tilveruna. Savonarola var menntamaður sem vissi upp á hár hvernig menn ættu að haga sér. Um tíma fékk hann fylgi og völd. Til lengdar þraut almenning þolinmæðina og gerði brennu úr kappanum.
Sjálfspíning og valdsýki haldast oft í hendur sökum þess að fólki sem ekki líður vel í eigin skinni getur ekki unnt öðrum bærilegs lífs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. maí 2019
Ný sjálfstæðisbarátta: Mogginn og ASÍ í sama liði
Leiðari Morgunblaðsins leggur út af umsögn ASÍ um orkupakkann. Ásælni ESB annars vegar og hins vegar peningamanna í auðlindir þjóðarinnar breyta víglínum stjórnmálanna.
Gegnheill sjálfstæðismaður eins og Gunnar Rögnvaldsson er ekkert að skafa af hlutunum: vald er sótt til útlanda til einkavæða auðlindir almennings.
Fréttablaðið, trútt uppruna sínum sem málgagn auðmanna, skrifar hvern leiðarann á fætur öðrum til stuðnings orkupakkanum.
Sál Sjálfstæðisflokksins er í húfi. Er móðurflokkur íslenskra stjórnmála genginn fyrir björg auðmanna og erlendra hagsmuna eða er hann enn þjóðarflokkur?
Á meðan mest mæðir á ráðherrum og þingliði Sjálfstæðisflokksins eru aðrir flokkar stikkfrí. En aðeins á yfirborðinu. Orkupakkamálið er orðið það stórt að sitthvað mun undan láta áður en yfir lýkur.
![]() |
Þriðji orkupakkinn feigðarflan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)