Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Evra og dollar veikjast, krónan styrkist
Krónuhagkerfið fékk stuðningsyfirlýsingu með kaupum erlends fjárfestingasjóðs í Icelandair. Í framhaldi styrkist krónan bæði gagnvart evru og dollar, um 1,5 og 2 prósent. Sem eru all nokkrar sveiflur á einum degi.
Með krónu, sjálfstæða peningastefnu og traust ríkisfjármál eru okkur allir vegir færir.
Eins lengi og Samfylkingu og Viðreisn er haldið utan landsstjórnarinnar erum við í góðum málum.
![]() |
Icelandair hækkaði um 8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Stétt með stétt, Sólveig Anna
Ísland er stéttlaust samfélag. Börn þeirra tekjulægstu eiga sömu tækifæri og afkvæmi tekjuhárra að gera það úr lífi sínu sem hugurinn stendur til. Allir njóta sama menntakerfis og heilbrigðisþjónustu.
Bæði lágtekjufólk og hátekjumenn geta klúðrað lífi sínu, líkt og sumir kjósa. Og kenna auðvitað öllum öðrum um en sjálfum sér; fjölskyldunni eða ríkinu.
Þegar Sólveig Anna Eflingarformaður talar um sósíalisma og stéttabaráttu er hún út í móa með Gunnari Smára að fabúlera um hluti sem hvorugt veit neitt um. Fyrir skemmstu vildi Gunnar Smári að Íslandi yrði fylki í Noregi. Þar á undan var hann í þjónustu auðmanna, sem hann formælir núna.
Sólveig Anna ætti að skola af sér smáríska ruglið og horfa á hlutina eins og þeir eru.
![]() |
Upphaf nýrrar bylgju stéttabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Mjúk lending hagkerfisins
Eftir háflug hagkerfisins í 8 ár stefndi um tíma í harkalega lendingu þar sem hvorttveggja atvinnuleysi og verðbólga tækju stökk upp á við. Hættumerkin voru þrjú; gjaldþrot WOW, loðnubrestur og sósíalísk verkalýðshreyfing.
Síðustu daga eru þó ástæða til bjartsýni. Það verður samdráttur í einkaneyslu og hagkerfið kólnar. Atvinnuleysi sígur upp á við en hægt og fer varla yfir 3-4 prósent, nema á Suðurnesjum þar sem það mælist tímabundið í ESB-stærð eða 8-10 prósent.
Gengið heldur sjó, þökk sé Má við Kalkofnsveg, og feitur ríkissjóður Bjarna slakar á skattheimtunni.
Markaðurinn sér um að mæta helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lægri húsnæðiskostnað. Ragnar Þór og Sólveig Anna skynjuðu í tíma að almenningur afþakkaði Venesúela og gul frönsk vesti sem fyrirmynd.
Þegar allt er talið eru líkur á mjúkri lendingu hagkerfisins.
![]() |
Spá lækkun fasteignaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)