Mánudagur, 1. apríl 2019
Þorgerður Katrín talar eins og sósíalisti
Ríkið á að tryggja þeim störf sem áður unnu hjá WOW, segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar efnislega í gagnrýni sinni á stjórnvöld.
Viðreisn leikur iðulega tveim skjöldum. Segir í einu orðinu að atvinnulífið eigi að byggja á einkaframtaki en í hinu orðinu að ríkið eigi að skaffa vinnu og stýra tilveru fólks frá vöggu til grafar.
Á mannamáli heitir þetta tækifærismennska.
![]() |
Stórmál að fljúga með John og Rose heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. apríl 2019
Skúli, sósíalistar og fámennisvöld
Skúli í WOW hafði of mikil völd í samfélaginu, segir á RÚV. En hvað með þá örfáu sósíalista sem stefna efnahagslífinu í uppnám með verkföllum?
Aðeins örlítill minnihluti félagsmanna VR og Eflingar kaus þau Ragnar Þór og Sólveigu Önnu til forystu. Kjörsókn í þessum félögum er 5-10 prósent.
Það skýtur skökku við að gagnrýna fámennisvald sem býr til peninga og fer svo í gjaldþrot en sjá í gegnum fingur sér gagnvart fámennisvaldi býr eingöngu til eymd og leiðindi.
![]() |
Fundur hafinn hjá sáttasemjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. apríl 2019
WOW, verkó og ranghugmyndir
Góðæri elur á ranghugmyndum. Rekstur WOW gekk út á stöðuga aukningu ferðamanna. Kröfur verkó í kjarasamningum eru byggðar á þeirri forsendu að peningar vaxi á trjánum annars vegar og hins vegar að launþegar hafi setkið eftir í launaþróun.
Laun hafa hækkað nokkuð jafnt eftir hrun, sýna hagtölur, og þó hækkað heldur meira hjá tekjulágum en tekjuhæstu hópum.
Kreppa er harður veruleiki sem afhjúpar ranghugmyndir, en aðeins hjá þeim sem eru með dómgreindina í lagi. Hinir halda áfram að berja hausnum í steininn.
![]() |
Verkalýðshreyfingin með ranghugmyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)