Laugardagur, 9. mars 2019
Ónýta Evrópa og vonin í Afríku
Evrópa, í merkingunni Evrópusambandið, er við dauðans dyr segir Macron Frakklandsforseti í opnu bréfi til íbúa álfunnar. Bréfið er hvatning til að kjósa ,,rétt" til Evrópuþingsins.
Frelsi, vernd og framfarir skulu verða hornsteinar nýrrar Evrópu, segir Macron, en nefnir í leiðinni manngert veðurfar, sem honum tókst ekki einu sinni að selja samlöndum sínum, sbr. mótmæli gulvestunga í vetur.
Vinveittir álitsgjafar, t.d. á Guardian, segja viðbrögð við forsetabréfinu háðsglósur.
Utan Evrópu nefnir Macron eina heimsálfu aðra, Afríku. Hann hvetur til nánari samstarfs, á sviði efnahagsmála og menntunar.
Stór-Evrópusinnar í Brussel, menn eins og Guy Verhofstadt, gripu tillöguna á lofti og boða draumsýn um evró-afrískt efnahagsbandalag.
Síðast þegar Afríka spilaði rullu í evrópskum stjórnum, áratugina fyrir fyrra stríð, kepptust heimsveldin að leggja undir sig álfuna.
Að Afríka skuli verða von um endurnýjun Evrópusambandsins segir mikla sögu um örvæntinguna í Brussel, París og Berlín.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 9. mars 2019
Eitruð blanda: verkföll, engin loðna og færri ferðamenn
Sumarið verður sársaukafullt fyrir þjóðarbúið. Loðnan lætur ekki sjá sig, þar tapast milljarðar. WOW flytur færri ferðamenn til landsins og kannski alls enga. Verkföll sósíalista valda tjóni, bæði í bráð og lengd.
Einkaneysla dregst saman, fyrirtæki halda að sér höndum í mannaráðningum og tekjur ríkis og sveitarfélaga verða minni en áætlað var.
Sumarkreppan 2019 stafar af samspili náttúrulegra þátta, heimsku og pólitískra öfga.
![]() |
Segir Isavia skekkja samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)