Stórmál en lítil frétt

Efnahagsmál, s.s. verðbólga og skattkerfi, og kjaramál voru til skamms tíma stórfréttir ár og síð í fjölmiðlum. Nú gerist það að lífskjarasamningar eru lögfestir og þjóðarbúið stendur aldrei betur með lágri verðbólgu og litlu atvinnuleysi.

En stóru fréttirnar verða að neðanmálsgreinum í fjölmiðlum.

Í fréttum er það helst að lögreglustjóri hættir og Jón Gnarr skáldar æskuminningu um rassskellingu.

Fjölmiðlar ávallt með aðalatriðin á hreinu.


mbl.is Frumvarp um þriggja þrepa skattkerfi samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% kennara eru konur, drengir læra ekki að lesa

Konur eru 80 prósent grunnskólakennara. Æ færri drengir læra að lesa, samkvæmt Pisa-rannsókn.

Kvennamenning grunnskólans með ,,yndislestri" virkar ekki fyrir stráka.

Er ekki kominn tími til að tengja?


mbl.is Staða íslenskra drengja enn verri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV svindlar tvöfalt

RÚV leggur leyndarhjúp yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Til að auka svigrúm til baktjaldamakks er umsóknarfrestur framlengdur.

Spillingin á RÚV er í skjóli einokunarstöðu. Þessi fjölmiðill er sá eini sem fjármagnaður er beint úr ríkissjóði. Aðrir fjölmiðlar eru við það að deyja drottni sínum en RÚV fær sinn hlut á þurru.

RÚV á vitanlega að leggja niður í núverandi mynd. Þá en ekki fyrr skapast svigrúm fyrir frjálsa fjölmiðlun.


mbl.is RÚV framlengir umsóknarfrestinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband