Mánudagur, 18. nóvember 2019
Stasi-aðferðir Björns Leví og Pírata
Þingmaður Pírata opnar gagnasíðu þar sem fólki er boðið undir nafnleynd að saka samborgara sína um spillingu.
Í skjóli nafnleysis getur hver sem er sakað nafngreint fólk um að vera spillt.
Austur-þýska leyniþjónustan Stasi fullkomnaði aðferðir lögregluríkisins og safnaði ógrynni upplýsinga um ,,spillt viðhorf" í kommúnistaríkinu.
Björn Leví er á kaupi sem þingmaður á alþingi Íslendinga. Píratar fá ótaldar milljónir króna á ári i flokkssjóð - almenningur borgar.
Það er hvorki hlutverk Björns Leví né Pírata að safna gögnum um almenna borgara. Björn Leví og Píratar ættu að biðjast afsökunar og loka fyrir þessar ógeðfelldu njósnir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 18. nóvember 2019
Færri glæpir, fleiri dómsmál
Íslendingar fremja færri glæpi en almennt gengur og gerist. Á hinn bóginn eru rekin fleiri dómsmál hér en tíðkast á byggðum bólum.
Sú skýring er nærtæk að Íslendingar eru friðsamir en þrasgjarnir.
Lagaþrætur eru í Njálu, við tókum kristni eftir þras á þingi og heimtum fullveldi frá Dönum með argaþrasi í meira en hálfa öld. Gamall texti, sem Jón Sigurðsson fann á skjalasafni í Köben, Gamli sáttmáli, var rökvopnið sem beit.
Almennt gildir í siðuðu samfélagi að þras er huggulegra en glæpur.
![]() |
Óvenjumikill málafjöldi á fámennu landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. nóvember 2019
Forseti Namibíu grunar RÚV um græsku
RÚV setti fram ásakanir um spillingu ráðherra í Namibíu, sem ekki er hægt að sannreyna, rétt fyrir kosningar þar í landi. Hage Geingob, forseti Namibíu, grunar að tímasetning RÚV sé ekki tilviljun.
Það liggur fyrir að namibísk yfirvöld hafa rannsakað meinta spillingu ráðherrana i fimm ár. RÚV er heimildin.
Einnig liggur fyrir að RÚV beið í marga mánuði með að birta ásakanir um spillingu. Fram kemur í myndefni Kveiks-þáttarina að meintar sannanir fyrir spillingu liggja fyrir síðast liðið vor.
Samstarfsmaður RÚV, Kristinn Hrafnsson ritstjóri alþjóðlegu spillingarveitunnar Wikileaks, segir í viðtali á mbl.is að samstarfið við RÚV hafi byrjað haustið 2018. Kristinn talar um að brýnt sé að ,,matreiða og verka" ásakanir til að þær hafi áhrif.
Í spunafræðum er þekkt staðreynd að ásakanir um spillingu, settar fram rétt fyrir kosningar, ná hámarksáhrifum einmitt vegna þess að ekki vinnst tími til að sannreyna þær áður en almenningur greiðir atkvæði.
Í nafni gegnsæis og áreiðanleika þarf að fara í saumana á tilurð ásakana RÚV um mútur og spillinu í Samherja-Namibíumálinu. RÚV er opinber stofnun og er ætlað að þjóna Íslandi en ekki móta sérstaka utanríkisstefnu og hafa áhrif á þingkosningar í erlendum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hljóta að taka vel í óskir frá Namibíu um slíka rannsókn.
![]() |
Segir tímasetningu ásakananna grunsamlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)