Sunnudagur, 6. október 2019
Gréta og óttinn við afhjúpun
Gréta trúir á manngert veður. Hún er andlit og leiðtogi hamfarasinna, þeirra sem trúa að heimurinn sé um það bil að farast vegna loftslags af mannavöldum.
Svo eru hinir, sem ekki trúa á manngert veður, og telja að maðurinn hafi lítil sem engin áhrif á loftslag jarðarinnar.
Í grunninn eru þessir tveir hópar sem eru fylgjendur og andstæðingar Grétu Thunberg.
Hvor hópurinn skyldi óttast meira afhjúpun Grétu?
Svarið liggur í augum uppi. Trúarhópurinn skelfur á beinunum að sannfæringarmáttur sænska unglingsins gufi upp. Til að auka kynngikraf Grétu er hún gerð að fórnarlambi. Píslarvætti er einkenni trúarbragða.
Gréta er viðkunnaleg sænsk stúlka á röngum stað á réttum tíma. Eftirspurn er eftir mannkynsfrelsara og sú sænska er framboðið.
Gréta er fulltrúi þeirra afneita upplýsingunni. Kjarni upplýsingarinnar er að krefjast sannana fyrir staðhæfingum um heiminn. Trúin á manngert veðurfar byggir á spádómum um framtíðina, rétt eins og kenningar Jesú og Múhameðs. Raunveruleikinn sýnir að spálíkön trúarhópsins standast ekki.
Maður þarf ekki að vera snillingur til að sjá í hendi sér að allt mun þetta enda í tárum. En það má vona að Grétu verði ekki förnað. Hún fái að vaza úr grasi og verða fullorðinn þroskaður einstaklingur. Það er ekki fallega gert að gera ungling að mannkynsfrelsara.
![]() |
Feðraveldið að míga í brækurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)