Föstudagur, 14. september 2018
Skrípal og yfirvofandi rússnesk árás
Bretum hefur ekki tekist að sanna að rússnesk yfirvöld séu að baki eiturtilræðinu gegn Skrípal-feðginum í Sailsbury. Rússum tekst ekki að þvo hendur sínar af tilræðinu.
Í frásögn breskra yfirvalda er Skrípal-tilræðið neðanmálsgrein við stórsöguna um að Vestur-Evrópu, gott ef ekki Bandaríkjunum líka, stafi ógn af yfirvofandi árás frá Rússlandi. Líkt og Sovétríkin og kommúnismi væru enn við hestaheilsu.
Breskir fjölmiðlar, og vestrænir fjölmiðlar almennt, leggja trúnað á neðanmálsgreinina um Skrípal rétt eins og þeir kaupa tröllasöguna um útþenslu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna.
Ósannað er hvort neðanmálsgreinin sé rétt. En við vitum að tröllasagan er röng.
![]() |
Hæða viðtalið við tilræðismenn Skripals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 14. september 2018
Orkusamsæri í tveim þáttum á alþingi
Evrópusambandið hyggst sækja sér íhlutunarrétt í raforkumál á Íslandi. ESB ákvað einhliða að gera raforkumál hluta af EES-samningnum, sem Ísland á aðild að, og stýrir samskipum okkar við sambandið.
Ríkisstjórnin hyggst samþykkja fullveldisframsal í raforkumálum. Leikþáttur verður settur á svið þar sem fyrst eru sett lög um að sæstrengur til Evrópu sé háður samþykki alþingis. Þar með þykist meirihlutinn reisa skorður við ásælni ESB í íslenska raforku. Síðan verður framsal fullveldis viðurkennt með samþykkt þriðja orkupakka ESB.
Ísland á vitanlega ekki að samþykkja orkupakka ESB. Við eigum að halda raforkumálum, virkjun fallvatna, alfarið í íslenskum höndum.
![]() |
Þriðji orkupakkinn í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)