Falsfréttir og frjáls vilji

Við eru ekki frjáls gerða okkar en lifum þó í þeirri blekkingu, sem auðveldar aðgang falsfrétta að vitund okkar og fær okkur að trúa falsinu. Á þessa lund virðast rök metsöluhöfundarins Yuval Noah Harari.

Samþætting líf- og upplýsingatækni gerir okkur varnarlaus gagnvart falsfréttum vegna þess að þær eru sérsniðnar að sjálfsímynd hvers og eins.

Frjáls vilji er lykilhugtak í þessari umræðu. Við þykjumst vita að frjáls vilji sé til. Maður velur sér ristað brauð eða morgunkorn, það er frjáls vilji í verki. Á hinn bóginn getum að aðeins valið milli kosta sem við vitum um. 

Í kjörklefanum eru takmarkaðir valkostir. Við merkjum ekki við framboðslista sem ekki er á kjörseðlinum.

Falsfréttir geta talið okkur trú um að færri eða fleiri kostir séu í boði og þannig haft áhrif á möguleika okkar til að iðka frjálsan vilja. En falsfréttir knýja okkur ekki að taka þennan eða hinn kostinn. Við tökum sjálf ákvörðun. Til þess þarf dómgreind. Falsfréttir taka ekki hana frá okkur. En við þurfum að halda dómgreindinni í æfingu með því að beita henni. Annars slævist hún.

Sljó dómgreind leggur trúnað á falsfréttir. Það eru ekki ný sannindi. 


Bloggfærslur 6. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband