Falsfréttir og frjáls vilji

Við eru ekki frjáls gerða okkar en lifum þó í þeirri blekkingu, sem auðveldar aðgang falsfrétta að vitund okkar og fær okkur að trúa falsinu. Á þessa lund virðast rök metsöluhöfundarins Yuval Noah Harari.

Samþætting líf- og upplýsingatækni gerir okkur varnarlaus gagnvart falsfréttum vegna þess að þær eru sérsniðnar að sjálfsímynd hvers og eins.

Frjáls vilji er lykilhugtak í þessari umræðu. Við þykjumst vita að frjáls vilji sé til. Maður velur sér ristað brauð eða morgunkorn, það er frjáls vilji í verki. Á hinn bóginn getum að aðeins valið milli kosta sem við vitum um. 

Í kjörklefanum eru takmarkaðir valkostir. Við merkjum ekki við framboðslista sem ekki er á kjörseðlinum.

Falsfréttir geta talið okkur trú um að færri eða fleiri kostir séu í boði og þannig haft áhrif á möguleika okkar til að iðka frjálsan vilja. En falsfréttir knýja okkur ekki að taka þennan eða hinn kostinn. Við tökum sjálf ákvörðun. Til þess þarf dómgreind. Falsfréttir taka ekki hana frá okkur. En við þurfum að halda dómgreindinni í æfingu með því að beita henni. Annars slævist hún.

Sljó dómgreind leggur trúnað á falsfréttir. Það eru ekki ný sannindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

"Sljó dómgreind leggur trúnað á falsfréttir. Það eru ekki ný sannindi"

Við lestur þessa bloggs og vísdómsorða, þá rifjast óneitanlega upp umsagnir þeirra Oliver Stone og Jesse Ventura varðandi opinberar skýringar á morði Kennedy´s Bandaríkjaforseta 1963.

Þeir einfaldlega sögðu báðir að þær skýringar mæltu gegn heilbrigðri skynsemi, eða "against common sense"

Þær eru fleirri stórfréttirnar og atburðir sem enn þykja góður og gegn sannleikur og er ég þar auðvitað helst með í huga tungl göngur Armstrong´s og félaga.

Það sorglega við aukna tækni á öllum sviðum, er að notkun falsfrétta verður sífellt algengari.

Jónatan Karlsson, 6.8.2018 kl. 16:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó svo að ekki sé um að ræða fals-fréttir að þá er alveg gríðalegt magn af óþarfa vitleysisgangi settur í loftið alla daga sem að leiðir ekki til neinnar framþróunnar en eyðileggur frekar huga og framþóun fólks.

t.d. Fjör-skyldan, Mótorsport og nær allt barnaefni sjónvarpsins.

Glæpaþættirnir koma á færiböndum inn í rúv-sjónvarp þar sem að er alltaf sama þemað; morð, myrkur, blóð, drulla og eymd.

Jón Þórhallsson, 6.8.2018 kl. 21:02

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að mínu mati á maður altaf að líta fréttir með krítiskum augum. Sérstaklega ef fréttirnar eru "að eigin skapi". Maður á að lesa skriftri "andstæðinganna", til að sjá andstæðar skoðanir.

Örn Einar Hansen, 6.8.2018 kl. 22:45

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fréttamiðlar flækja dómgreind mann þegar þeir birta skoðanir fólks eins og um frétt væri að ræða. 

Ragnhildur Kolka, 7.8.2018 kl. 09:59

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það stækkar óneitanlega sjóndeildarhringinn að skoða samhliða þeim hefðbundnu hér á skerinu aðra, t.a.m. www.russia-indider.com og CGTN sjónvarpsstöðina kínversku.

Jónatan Karlsson, 7.8.2018 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband