Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Liðakeppni í ljósmæðradeilunni
Í ljósmæðradeilunni eru tvö lið. Annað liðið er heildsteyptara og notar leikaðferðina ,,ekki má sprengja upp launastefnuna, það leiðir til verðbólgu og efnahagslegrar kollsteypu."
Hitt liðið er sundurlausara. Þar er m.a. að finna uppreisnarfólk úr almennu verkalýðshreyfingunni, stjórnarandstöðuna á þingi og ekki síst einstaklinga úr vinstrikreðsum.
Sundurlausa leikskipulagið hljómar svona: ,,látum almannatengla og samfélagsmiðlaumræðuna telja almenningi trú um að ljósmæður séu á vonarvöl - með 850 þús. á mánuði að meðaltali - og þá tekst okkur að sprengja í loft upp launastefnuna og ríkisstjórnina kannski í leiðinni."
Liðakeppnin í ljósmæðradeilunni er tvísýn.
![]() |
Skora á Bjarna að finna betri aðferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Sailsbury-eitrun án Rússa?
Rússum, Pútín forseta sérstaklega, var kennt um að eitra fyrir Skripal-feðginum í breska bænum Sailsbury. Par á fertugsaldri varð fyrir eitrun á svipuðum slóðum.
Eitrunin er stórfrétt. BBC sendir mann á vettvang og sýnishornum er hraðað á rannsóknastofur.
Sailsbury-eitrunin seinni gæti haft verulegar pólitískar afleiðingar. Annað tveggja gerist. Seinna eiturtilvikið staðfestir aðkomu Rússa, sem er ólíklegt, eða afsannar samsæriskenningu bresku ríkisstjórnarinnar, sem er líklegt. Þá verður spurt um pólitíska ábyrgð.
![]() |
Nýtt eitrunarmál í Salisbury |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Ljósmæður felldu 12% hækkun, forstöðumenn fá 10,8%
Ljósmæður felldu 12 prósent kauphækkun í vor, segir í Fréttablaðinu. Kjararáð veitti forstöðumönnum ríkisstofnana 10,8% prósent launahækkun.
Ljósmæður eru að meðaltali með 850 þús. kr. í mánaðarlaun. Tólf prósent ofan á það gera 950 þús. á mánuði.
En ljósmæður eru sem sé ,,að bugast". Margur launamaðurinn væri til í ,,að bugast" bæði fyrir og eftir hádegi fengi hann 850-950 þús. kr. í mánaðarlaun.
![]() |
Fengu um 10,8% hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)