Fimmtudagur, 12. júlí 2018
Trump: flóttamenn yfirtaka Evrópu
Innflutningur fólks er mjög mikilvægur og ég sagði þeim í dag , ESB, Evrópusambandinu, að það væri eins gott að vera á varðbergi því innflytjendur séu að ná yfirráðum í Evrópu og það sé nauðsynlegt að vera mjög á varðbergi, sagði Trump við fréttamenn eftir fundinn í Brussel. Ég sagði þetta hátt og skýrt, bætti hann við.
Ofanritað er úr mbl.is-frétt. Til að hnykkja á skilaboðunum segir Trump að breska þjóðin, sem kaus Brexit, úrsögn úr ESB, sé á sínu bandi vegna flóttamannaumræðunnar.
Til að undirstrika áhrif Trump í Evrópu tilkynntu innanríkisráðherrar Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu samstarf um að loka landamærunum fyrir ólöglegum innflytjendum.
Fátt um fína drætti hjá fjölmenningarsinnum þessa dagana.
![]() |
Ég hef fulla trú á NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. júlí 2018
Landvinningar Nató í Úkraínu
Aðalfréttin á heimasíðu Nató er stuðningur bandalagsins við Kiev-stjórnina í Úkraínu. En Úkraína er ekki Nató-ríki. Kiev-stjórnin ræður vesturhluta landsins með stuðningi ESB, Nató og Bandaríkjanna. Austurhlutanum stjórna uppreisnarmenn með stuðningi Rússa.
Borgarastyrjöld er í Úkraínu frá ársbyrjun 2014 þegar forseti landsins var hrakinn frá völdum. Valdaræningjarnir voru studdir vesturveldunum en forsetinn, Viktor Janúkóvíts, hafði Rússa sem bakhjarla. Friðarsamkomulag kennt við Minsk I og II er ekki virt.
Í orði kveðnu er Nató varnarbandalag lýðræðisríkja. Landvinningar Nató í Úkraínu segja allt aðra sögu.
![]() |
Rússland sagt ógna öryggi og stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)