ASÍ missir kjölfestuna - verkó sundrast

Forseti ASÍ er flćmdur úr embćtti af herskáum félögum sem berjast undir rauđum fána sósíalisma. Gylfi Arnbjörnsson er í áratug búinn ađ vera kjölfesta ASÍ og tók verkalýđshreyfinguna í gegnum brimskafl hrunsins.

Herskáu sósíalistarnir njóta einskins trúnađar úti í samfélaginu og lítils í verkalýđshreyfingunni sjálfri. Ţeir komust til valda vegna sinnuleysis almennra félagsmanna ađ kjósa sér forystu.

Brotthvarf Gylfa er fyrsta áţreifanlega merkiđ um sundrungu verkalýđshreyfingarinnar. Heildarsamtökin missa kröftugan og raunsćjan talsmann sem fipađist ađeins í einu máli, sem ţó var verulega stórt; afstöđunni til ESB.


mbl.is Gylfi ekki áfram forseti ASÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krónan gerir vaxtabreytingar óţarfar

Dollarinn kostađi undir 100 krónum fyrir ári. Í dag er hann tíu krónum dýrari. Útflutningsgreinar fá í kringum tíu prósent afkomubata og ţađ dregur úr kaupum á erlendri vöru og ţjónustu.

Ađlögun krónunnar ađ breyttum efnahagsađstćđum, minni aukningu ferđamanna, gerir vaxtalćkkun óţarfa. 

Vaxtalćkkun kćmi ađeins til greina ef yfirstandandi ţensla snýst í samdrátt. Ef atvinnuleysi fer yfir 5 prósent í einhver misseri mćtti athuga vaxtalćkkun.

Vextir eru ţađ lágir núna ađ almennir bankavextir halda ekki í verđbólgu, sem ţó er lág.

Látum krónuna, nćst mikilvćgustu stofnun landsins á eftir lýđveldinu, finna jafnvćgiđ í efnahagslífinu.


mbl.is Lán til heimila í erlendum myntum nćr engin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Landamćri og hópsálin

Hvert okkar óttast snertingu ókunnugra. Mađurinn ţarf mörk milli sín og annarra. Ósjálfráđ viđbrögđ, ţegar viđ óvart rekumst á annađ fólk, er ađ biđjast afsökunar. Ţađ er ađeins ţegar múgur myndast ađ viđ afklćđumst óttanum enda erum viđ orđin hluti af hópsál.

Á ţessa leiđ skrifar nóbelsverđlaunahöfundurinn Elias Canetti í bókinni Múgur og máttur

Umrćđan um öryggi landamćra, bćđi í Bandaríkjunum og í Evrópu, snertir andstćđurnar í greiningu Canetti. Í einn stađ viljum viđ mörk milli okkar og annarra en í annan stađ verđur reglulega til múgur sem andmćlir ţeirri sérvisku.

Múgur samtímans, hópsálin, verđur til á samfélagsmiđlum. Eitt einkenni múgsins, sagđi Canetti fyrir bráđum 60 árum, er hvatvísi. En mikilvćgasta einkenniđ, ţađ sem skilgreinir múginn, er útrásin. Viđ útrásina fćr hópsálin afl til ađ láta til sín taka.

Í nettengdum heimi er hópsálin sjálfri sér lík, hvort heldur í Washington eđa Reykjavík. 


mbl.is Herra forseti átt ţú ekki börn?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 20. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband