Forsetinn, Kolbrún og ómenning góða fólksins

Við erum íslensk af tungumálinu og búsetunni. Landið og tungan er menning okkar, íslensk menning. Ef annað tveggja tapaðist færi hitt forgörðum í kjölfarið. Þetta eru augljós sannindi sem hvert mannsbarn skilur - nema góða fólkið.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara í Fréttablaðið sem byrjar svona:

Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi.

Síðan hvenær, Kolbrún? Gufaði íslensk menning upp þegar þú sást fyrsta útlendinginn í Kvosinni sem ekki var ferðamaður?

Menning okkar er íslensk. Þótt fleiri eða færri útlendingar búi hér til lengri eða skemmri tíma er menningin okkar íslensk. Ekki pólsk, múslímsk, bandarísk, dönsk eða afgönsk. Heldur íslensk og hefur verið það í þúsund ár.

Forsetinn flytur ræður í útlöndum um gildi íslenskrar menningar, tungumálsins, á meðan leiðarahöfundar boða ómenningu góða fólksins með forliðnum fjöl.

Fjölmenning Kolbrúnar og góða fólksins beið skipbrot í Evrópu á síðustu öld. Hún leiddi af sér afkimamenningu sem ól af sér hatur minnihlutahópa á samfélaginu er veitti þeim viðtöku. Í Þýskalandi er ekki lengur talað um fjölmenningu heldur aðlögun útlendinga að þýskri menningu.

Kolbrún og góða fólkið ætti að læra af reynslu Evrópuríkja og afleggja tal um ómenningu fjölmenningarsamfélagsins. En kannski er það ekki nógu siglt til að geta lært af reynslu annarra þjóða. Góða fólkið situr ævilangt á krataþúfunni í Kvosinni og trúir boðskap af ruslahaugi sögunnar.

 


mbl.is Allir tapa ef íslenskan glatast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar Þór: vantraust á veruleikann - sósíalismi eymdarinnar

Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, lýsir vantrausti þann veruleika að kaupmáttur launa sé meiri á tímum efnahagslegs stöðugleika en deilna og úlfúðar á vinnumarkaði. 

Ragnar Þór fer fyrir hópi byltingarfólks í stórum verkalýðsfélögum, VR og Eflingu, sem boða sósíalískt stéttastríð í velferðarríkinu.

Ragnar Þór hafnar opinberum hagtölum ef þær falla ekki að sósíalískum fordómum um verkalýðurinn lepji dauðann úr skel á meðan kapítalistarnir lifa í vellystingum praktuglega.

En líklega hafnar Ragnar Þór ekki tölum frá eigin stéttarfélagi um að meðallaun VR-félaga eru 668 þús. kr. á mánuði

Það má alveg lifa af 670 þús. kr. á mánuði, skyldi maður ætla. Skæruliðasveitir sem Ragnar Þór hyggst siga á atvinnulífið á fullum launum bæta ekki lífskjörin heldur tortíma þeim. En það er einmitt uppskrift sósíalista að réttlátu samfélagi: að allir búi við sameiginlega eymd.

 


mbl.is Hótar vantrausti á ASÍ vegna myndbands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir vinir hanna fréttir í þágu þess þriðja

RÚV og Kjarninn tóku þátt í þeirri fréttahönnun að fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu væri sekur um að misnota embættið vegna barnaverndarmáls. Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra skrifar:

Hún er góð af þér myndin Þórður Snær með æskuvinum þínum, Jóhanni Bjarna Kolbeinssyni, fréttamanni á RÚV, áhugamanni um fréttaskrif um þessi mál þar á bæ og Tómasi Hrafni Sveinssyni, formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sem taldi að sér vegið í aðfinnslum Barnaverndarstofu í Kveiksmálinu.

Frétthönnun í þágu vina er sú tegund spillingar sem minnst er fjallað um í fjölmiðlum. Blaða- og fréttamenn slá skjaldborg um þá spillingu.

 


Bloggfærslur 10. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband