Þriðjudagur, 1. maí 2018
Stundin pönkast, tekur menn niður
Ritstjórn Stundarinnar ,,pönkast" á fólki og ,,tekur menn niður" eins og faðir annars ritstjórans orðaði það svo smekklega. Stundin mælir árangur sinn eftir hvernig tekst til að gjöreyða mannorði fólks sem verða fyrir skothríðinni.
Stundin, í samvinnu við þingmenn Pírata, gerði bandalag við andstæðinga Braga Guðbrandssonar í barnaverndarmálum. Trúnaðarmálum var lekið til Stundarinnar sem klippti og límdi til að láta svo líta út að Bragi gerði sér far um að barnaníðingar kæmust í tæri við fórnarlömb sín.
Með því að taka málið upp á alþingi gáfu Píratar ,,fréttum" Stundarinnar trúverðugleika og RÚV fylgdi á eftir eins og löngum áður. Um tíma leit út fyrir að Stundin, Píratar og RÚV fengju tvo fyrir einn, mannorð Braga og pólitískt höfuðleður Ásmundar félagsmálaráðherra.
Ekkert eftirlit er með starfsháttum fjölmiðla. Þeir njóta tjáningarfrelsisins að pönkast og taka menn niður þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
![]() |
Grunnforsendan einfaldlega röng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 1. maí 2018
Marx meðal okkar - og Orwell
Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins. Karl Marx túlkaði róttæka framtíð verkalýðsins en 200 ár eru frá fæðingu hans eftir fjóra daga. Í New York Times segir að millistéttin hafi gert Marx að spámanni sínum, sem vel kann að vera rétt.
Spurningin er hvers konar framtíð. Ekki fagra nýja veröld segir Yuval Harari sem skaust á stjörnuhiminn fyrir fáeinum misserum með bók um sögu mannkyns.
Sögukenning Harari er þriggja þrepa. Á miðöldum klauf landareign fólk í aðalsmenn og almúga; frá 19. öld greindi eignarhald á framleiðslutækjunum kapítalista frá öreigum; í framtíðinni er það aðgangur að gögnum sem býr til stafrænt einræði fárra yfir fjöldanum.
Gögn, líftækni og gervigreind vita á endalok tegundarinnar homo sapiens. Miðstýrð gagnasöfn veita aðgang að innstu kimum sálarlífsins - það verður hægt að hakka heilann.
Harari boðar samruna Marx og Orwell. Öllum þörfum okkar verður sinnt enda ákveður yfirvaldið þarfirnar. Lífið verður algóritmi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)