Trump hrósar sigri

Sérstakur saksóknari, Robert Mu­ell­er, rannsakaði meint samsæri Trump og/eða aðstoðarmanna hans um að fá Rússa til að tryggja Trump forsetaembætti.

Niðurstaðan er að 13 Rússar eru ákærðir en enginn í Trumpliðinu. Ákærur á hendur Rússa er mest til að sýnast.

Bandaríkin skipta sér reglulega af kosningum í öðrum ríkjum. Að ákæra einhverja Rússa um að setja upp vefsíður til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri er hjákátlegt.

Trump hrósar sigri vegna þess að engin innistæða var fyrir rannsókninni.


mbl.is „Ekkert leynimakk!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun, einstaklingur og atvinna

Um langan aldur menntaði fólk sig til starfa. Eftirspurn var eftir háskólamenntuðu fólki, ekki síst hjá hinu opinbera. Þeir sem gengu menntaveginn gátu vænst starfa við hæfi. Sú tíð er liðin.

Tvær breytur skýra að stórum hluta atvinnuleysi háskólamenntaðra. Í fyrsta lagi er framboðið meira en eftirspurn. Í öðru lagi er þróun atvinnulífsins, opinberi geirinn meðtalin, ófyrirséðari en áður.

Eftir því sem aðskilnaðurinn milli skólagöngu og atvinnu verður skýrari verður brýnna en áður að skilja menntun þannig hún er ekki í þágu atvinnulífsins heldur einstaklingsins. Samfélagið býður ungu fólki upp á menntun til að það fái tækifæri til að þroska sig en ekki verða tannhjól í gangverki atvinnulífsins.


mbl.is BHM lengi bent á tölur um atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn, smálán og kosningaréttur

Við viljum vernda börnin fyrir freistingum smálána. Ríkið skal setja reglur um ungmenni ánetjist ekki okurlánum - er krafan. Samtímis er vilji til að 16 ára ungmenni fái kosningarétt.

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef 16 ára einstaklingur er nógu fullorðinn til að njóta kosningaréttar er viðkomandi fullfær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir um fjármál sín.

Einstaklingar eiga að verða sjálfráða samkvæmt lögum þegar þeir ná tilteknum aldri, 16, 17 eða 18 ára. Ríkið á ekki að senda tvöföld skilaboð til borgaranna um hvenær sjálfræðisaldri er náð.


mbl.is Endurskoða lögin nái þau ekki tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband