Orkupakkinn er afgangurinn af ESB-umsókninni

Í eftirhruninu urðu okkur á þau mistök að sækja um ESB-aðild. Þriðji orkupakkinn er afgangurinn af þeirri vegferð sem hófst með ESB-umsókn Samfylkingar 2009.

Greining Jóns Gunnarssonar á stöðu mála er hárrétt. Við erum ótengd raforkuneti Evrópusambandsins og ættum því ekki að innleiða neina orkupakka þaðan. Þriðji orkupakkinn gefur tilefni til að afturkalla innleiðingu tveggja fyrstu orkupakkanna. Þeir eiga ekki við íslenskar aðstæður.

ESB-umsóknin var afturkölluð áramótin 2012/2013. Notum næstu áramót til að afturkalla aðild okkar að orkustefnu ESB.


mbl.is Standi utan orkulöggjafar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prúðu þingmennirnir, lögin og refsivöndurinn

Síðast þegar að var gáð er öllum heimilt að hafa í frammi gildisdóma um mann og annan, hvort heldur næstum edrú eða allsgáðir.

Prúðu þingmennirnir vita að ekki er hægt að lögsækja fyrir fyrir slúður.

En þá er að virkja þingsköp til að berja á kjaftagangi á krá út í bæ. Þeir prúðu fá auglýsingu og bergmálsfjölmiðlar frétt.

 


mbl.is Vilja að siðnefnd fjalli um ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir flugvinir, annar gjaldþrota

Falleg vinátta er á milli forstjóra og yfirstjórnar WOW og Icelandair, ef trúa skal fréttatilkynningum. Hvor óskar hinum fararheilla og farsældar.

Annað félagið er gjaldþrota, sem gerir vináttuna enn hjartnæmari.

Í fluginu er freistandi að veðja á framtíðarvöxt með undirverðlagningu í núinu undir yfirskini samkeppni og almannaheilla. Ævintýramennska borgar sig ekki til langframa.

Eins og maðurinn sagði: þetta eru bara peningar. Aftur virkar heimurinn þannig að peningar þurfa ávöxtun, annars rýrna þeir. Engin vinátta breytir lögmálinu um peninga. 


mbl.is Hætt við sameiningu WOW og Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti: verslum ekki við Haga

Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og aðalhöfundur seinni Icesave-andófsins hvetur okkur að versla ekki við Haga, sem eru Hagkaup, Bónus og fleiri verslanir. Frosti birtir eftirfarandi áskorun á Facebook:

Hagar eru að stefna ríkinu vegna "seinagangs við afnám banns við innflutningi á hráu kjöti" en það bann er nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu í landinu og heilbrigði dýra. Hagar kjósa að hundsa allar aðvaranir sérfræðinga um slíkt. Til að mótmæla málsókn Haga gegn ríkinu mun ég beina viðskiptum mínum frá fyrirtækjum Haga: Bónus, Hagkaup, Útilíf, Ferskar kjötvörur, Zara, Bananar og Hýsing. Stærstu eigendur Haga eru lífeyrissjóðirnir okkar. Er stjórnarmönnum þeirra alveg sama um lýðheilsu og dýraheilbrigði?

Áfram Frosti, niður með Haga.


Bloggfærslur 29. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband