Föstudagur, 23. nóvember 2018
Guðni græni - ein spurning
Guðni Th. forseti er formlega kominn í flokk lofthitasinna. Af því tilefni er ein spurning til forseta lýðveldisins.
Hvert er kjörhitastig jarðarinnar?
Guðni má gjarnan ráðfæra sig við nýfengna vísindavini sína áður en hann svarar.
![]() |
Þjóðir heims standi saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 23. nóvember 2018
Hillary og endalok öfgafrjálslyndis
Vestræn ríki, Bandaríkin og ESB, stóðu fyrir öfgafrjálslyndi undir fölsku yfirskini lýðræðis og mannúðar. Þrír meginþættir einkenna öfgafrjálslyndið.
Í fyrsta lagi útflutningur vestrænnar stjórnskipunar til landa eins og Íraks, Sýrlands, Líbýu og Afganistan. Vopn voru einu rökin í þessum útflutningi sem eyðilagði viðkomandi ríki.
Í öðru lagi stórfelldur innflutningur á fólki frá ófriðarsvæðum öfgafrjálslyndis. Innflutningurinn stórskaðaði samfélög á vesturlöndum; hryðjuverk, gettósamfélög og götuóeirðir.
Í þriðja lagi afiðnvæðing vesturlanda þar sem framleiðslustörf voru flutt til Kína, Mexíkó, Víetnam, Indónesíu og fleiri landa.
Öfgafrjálslyndið skilur eftir sig sviðna jörð í öllum heimsálfum nema Suðurskautinu. Og núna segir einn helsti spámaður öfganna, Hillary Clinton, að nóg sé komið. Vonum seinna.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. nóvember 2018
ESB: Bretland út, Ísland inn
Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu með hávaða og látum; yfirvofandi stjórnarkreppu í London og hótunum frá Brussel, París, Madrid og Berlín. Ísland er á sama tíma að færast nær Evrópusambandinu með yfirvofandi innleiðingu þriðja orkupakkans.
Þriðji orkupakkinn færir Evrópusambandinu íhlutunarrétt yfir raforku Íslands. Jafnvel embættismenn í iðnaðarráðuneytinu viðurkenna að sæstrengur er flytti raforku frá Íslandi yrði á forræði Evrópusambandsins.
Evrópusambandið lætur ekki auðveldlega af hendi völdin, það sést á Brexit.
Tíminn til að stöðva frekari íhlutun Evrópusambandsins í íslensk málefni er núna. Það er best gert með því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenska löggjöf.
![]() |
Ver útlínur fríverslunarsamnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)