Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Sjálfstæðisflokkur auðmanna eða almennings?
Þriðji orkupakkinn tengir Ísland við innviði Evrópusambandsins í raforkumálum. Yfirlýst markmið ESB er að nýta íslenska raforku. Talsmenn 3 orkupakkans, t.d. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, viðurkenna að tilgangurinn er að auðvelda aðgang ESB að raforku á Íslandi:
Orkustefnan var jafnframt tengd 20-20-20 markmiðunum, þ.e. að árið 2020 skyldu endurnýjanlegir orkugjafar sjá ríkjunum fyrir a.m.k. 20% orkuþarfarinnar, orkunýtni skyldi aukin um 20% og losun gróðurhúsalofttegunda minnkuð um 20%.
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra veit sitthvað um íslensk stjórnmál og ESB. Hann segir:
Ég veit, að innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem eygja mikil gróðatækifæri í þessari einkavæðingu eins og venjulega með því að öðlast skylduáskrift að tekjum almennings. Enn sem komið er, eru þeir í felum. Þetta er þeirra aðal gróðavon: síminn, fjarskiptin, orkan, vatnið, fiskurinn og þannig mætti áfram telja. Takist þeim þetta, verður Ísland endanlega orðið að bananalýðveldi í Suður-amerískum stíl verstöð í eigu nokkurra auðklíkna og undir þeirra stjórn. Það er of mikil áhætta að rétta þeim litla fingurinn, með því að innleiða pakkann nú og sjá svo til með sæstrenginn seinna.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helstu talsmenn innleiðingu 3 orkupakkans. Þar með ganga þeir erinda auðmanna á kostnað almennings.
Auðmenn eru fá atkvæði.
![]() |
Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Einar, þú gerðir annað og verra en styðja eiginkonuna
Einar Bárðarson almannatengill beitti fjölmiðlum fyrir sér í deilum við OR vegna uppsagnar eiginkonunnar. Hann réðst að mannorði yfirmanns eiginkonunnar og svo gott sem rak hann úr starfi.
Fjölmiðlar spiluðu með og létu almannatengilinn leika lausum hala sem tengdi uppsögnina við metoo-umræðuna um kynferðislega áreitni. Afleiðingin varð fár á samfélagsmiðlum sem engin innistæða var fyrir.
Fárið sem Einar hratt af stað er á hans ábyrgð og fjölmiðla. En hvorki Einar né fjölmiðlar axla ábyrgð. Einar felur sig á bakvið eiginkonuna og fjölmiðlar standa í skjóli Einars.
Og nú á að kalla þetta geðshræringu. Nei, þetta var ósvífin atlaga að orðspori fyrirtækis og mannorði einstaklings. Einar og fjölmiðlar sitja uppi með skömmina.
![]() |
Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Nei, Lilja, menntun er ekki bara atvinna
Menntun ungmenna er innleiðing þeirra í heim fullorðinna. Sá heimur er ekki eingöngu atvinna, heldur sjálfbjarga einstaklinga sem takast á við aðskiljanleg viðfangsefni s.s. sambúð, uppeldi, stjórnmál, félagslíf, merkingu lífsins, fjármál, sköpun og fleira.
Menntun er ekki atvinnumál, eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill vera láta.
Menntun er að einstaklingurinn öðlist færni til að standa sig í margbrotnu samfélagi. Atvinna er einn hluti en alls ekki sá mikilvægasti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Brexit: Spánn hótar að kljúfa Bretland
Spánn er tilbúinn að hleypa Skotlandi inn í Evrópusambandið ef Bretar fallast ekki á að mæta kröfum Spánverja að gefa eftir í deilunni um Gíbraltar.
Útspil Spánverja er bein hótun um að stuðla að klofningi Bretlands. Skotar vilja sjálfstæði frá Englandi en þora ekki að standa einir og utan Evrópusambandsins. Áður hafa Spánverjar neitað Skotum um beina aðild að ESB enda myndi það skapa fordæmi við sjálfstæði Katalóníu innan spænska ríkjasambandsins.
Brexit vekur upp aldagamlar milliríkjadeilur í Evrópu.
Og hér heima eru snillingar sem endilega vilja kíkja í ESB-pakkann sem núna er utan um sæstreng. Valdaskak ESB-ríkja kemur okkur ekki við og þannig ætti það að vera áfram.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)