Föstudagur, 14. apríl 2017
Óvænt þróun í Frakklandi - kommúnisti sækir fram
Marine Le Pen er með 24 prósent fylgi í Frakklandi, miðjumaðurinn Emmanuel Macron mælist með sama fylgi. Þessi tvö eru líklegust til að komast í aðra umferð forsetakosninganna. En þriðji frambjóðandinn, Jean-Luc Mélenchon, gæti sett strik í reikninginn.
Mélenchon nýtur stuðnings franska kommúnistaflokksins. Hann vitnar í Maó formann og Hugo Chavez, sem gerði sósíalistatilraun í Venesúela. Mélenchon er í stórsókn, mælist með 18 prósent fylgi.
Telegraph segir fjöldafundi Mélenchon draga að sér tugþúsundir sem vilja róttækt brotthvarf frá frjálshyggjupólitík. Almennt er talið að Mélenchon taki fremur fylgi frá Macron en Le Pen.
Le Pen og Mélenchon eru bæði gagnrýnin á Evrópusambandið og höll undir Pútín Rússlandsforseta. Le Pen er með smekk fyrir Donald Trump en Mélenchon ekki.
Fari svo að þau tvö bítist um forsetaembætti Frakklands, með því að verða efst í fyrri umferð forsetakosninganna 23. apríl, er komin upp sérstök staða í vöggu borgaralegs lýðræðis í Evrópu.
![]() |
Vilja aflétta friðhelgi Le Pen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14. apríl 2017
Fyrsta fórnarlambið í stríði er sannleikurinn
Eiturvopnaárásin i Sýrlandi er óupplýst. Bandaríkin og ESB segja Assad forseta ábyrgan, sem segir sig saklausan af ódæðinu. Á BBC segir Peter Ford, fyrrum sendiherra Bretlands í Sýrlandi, kaupir ekki ásakanir Bandaríkjanna og ESB.
Í stríði er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið. Annað dæmi: stóra sprengjan sem Bandaríkjamenn notuðu í Afganistan í gær er sögð hafa drepið 36 skæruliða. Við eigum sem sagt að trúa að afgönsk yfirvöld hafi í beinu framhaldi sent fulltrúa sína að telja lík í sundursprengdum neðanjarðargöngum. Það er einfaldlega óhugsandi. ,,Fréttin" er uppspuni.
Stríðsfréttir eru sneisafullar af rangfærslum. Stríðsaðilar hafa ríka ástæðu að búa til fréttir sem þjóna þeirra málstað. Trump sendi nokkrar sprengjur á flugvöll Assad-stjórnarinnar í beinu framhaldi af fréttum af eiturvopnaárásinni.
![]() |
100% lygar, 100% grimmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)