Sunnudagur, 5. nóvember 2017
Frá fullveldi í fangelsi
Katalónska tilraunin til fullveldis virðist ætla að enda með fangelsun þeirra sem helsta ábyrgð báru. Spænska ríkisstjórnin lítur svo á að fullveldi Katalóníu sé tilræði við konungsríkið.
Ekki er spurt um lýðræðislegan vilja Katalóna og nýtur stjórnin í Madríd stuðnings Evrópusambandsins að kæfa fullveldið í fæðingu.
Síðasta orðið í þessum átökum verður þó hvorki sagt í Brussel né Madríd heldur í Barcelona.
![]() |
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 5. nóvember 2017
Raunveruleikastjórnmál
Hannaðir þættir úr hversdagslífinu eru kallaðir raunveruleikasjónvarp. Raunveruleikastjórnmál eru hönnuð pólitísk atburðarás.
Meirihlutaviðræður 3ja vinstriflokka og Framsóknar fylla upp í tómarúmið á milli niðurstöðu kosninganna og valdalöngunar vinstrimanna.
Raunveruleikaríkisstjórnin, sem gæti komið úr viðræðunum, er eins og fyrirmyndin. Án jarðtengingar.
![]() |
Fundur hafinn á skrifstofu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)