Vinstriöfgar í stjórnarskrármálinu

Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði stjórnarskránni dagana fyrir þingslit þegar vinstriflokkarnir gerðu enn eina atlöguna að henni. Vinstriflokkarnir vildu setja í lög undanþáguákvæði sem gerði næsta þingi mögulegt að breyta stjórnarskránni án þingkosninga.

Egill Helgason tekur saman öfgahyggju innan vinstriflokkanna í stjórnarskrármálinu þar sem sértrúarsjónarmið eru ríkjandi.

Stjórnarskráin er grunnur stjórnskipunar lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn er besta tryggingin fyrir stöðugu stjórnarfari.


Jón Gnarr er lukkudýr Samfylkingar - á kaupi

Jón Gnarr er einn af þeim frægu og flottu sem sumir stjórnmálaflokkar vilja flagga. Frægir og flottir þurfa að eiga fyrir salti í grautinn og því falbjóða þeir sig sem pólitísk lukkudýr.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar segir að Jón hafi falast eftir því að verða lukkudýr á kaupi þar á bæ. En Björt framtíð gat ekki mætt kaupkröfum Jóns.

Samfylkingin á hinn bóginn er í færum að kaupa sér pólitísk lukkudýr. Silfrið frá Brussel ætlar að endast Samfylkingunni vel.


mbl.is „Ætlum bara að vinna sem mest“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðfræði RÚV

Fréttastofa RÚV kallaði til siðfræðing í gær að ræða siðferðiskröfur til stjórnmálamanna. Tilefnið var að RÚV ásamt Stundinni bjó til frétt úr 9 ára gömlu máli til að klekkja á Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.

Nokkrum dögum áður hafði búið til eineltisfréttir um fyrrum forsætisráðherra, Sigmund Davíð, sem engin innistæða var fyrir og endaði með ásökunum um ,,dulúð" - jafn fáránlegt og það hljómar.

Þegar stjórnmálum sleppir er RÚV einnig með allt niður um sig siðferðislega og faglega. Nýlega borgaði RÚV 2,5 milljónir til manns sem varð fyrir barðinu á óvandaðri fréttamennsku RÚV. Þá skáldaði fréttastofan upp fréttir um mansal á veitingastaðnum Sjanghæ.

En RÚV kallar sem sagt til siðfræðing að ræða siðferðisbresti í stjórnmálum. Ætti Efstaleiti ekki að líta sér nær og gera siðferðislega og faglega úttekt á fréttastofu RÚV?


Bloggfærslur 7. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband