Mánudagur, 19. september 2016
Gargað á alþingi um skýrslu, nei, samantekt
RÚV, auðvitað, flutti ítarlega frétt í kvöld, bæði í sjónvarpi og útvarpi, þar sem aðalefnið var hávær hneykslun þingmanna stjórnarandstöðu um skýrslu sem má ekki heita því nafni heldur skal það vera samantekt.
Alþingi lítilsvirt, sögðu stjórnarandstöðuþingmenn flaumósa. Sömu þingmenn standa iðulega fyrir ófrið á Austurvelli, til að trufla þingstörf. Þeir stunda málþóf þegar svo ber undir til að koma í veg fyrir framgang þingmála. Allt í þágu virðingar alþingis.
Gargið um skýrslusamantektina er enn ein auglýsingin um málefnaþurrð vinstriflokkanna. En RÚV hélt sig gera vinstriflokkunum gagn með því að birta auglýsinguna, auðvitað.
![]() |
Ekki skýrsla í skilningi þingskapa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. september 2016
Ríkisstjórn allra stétta
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir meiri breytingar á lífeyriskerfinu en sést hefur frá tilurð þess. Jöfnun réttinda launafólks í opinberum störfum og á almenna vinnumarkaðanum til lífeyris verður fylgt eftir með jafnaðarstefnu í launamálum þessara hópa.
Ríkisstjórnin vinnur breytinguna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem í áratugi hafa sett jöfnuð lífeyris á oddinn.
Ríkisstjórn allra stétta hlýtur að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni við næstu þingkosingar. Allt annað er glapræði.
![]() |
Eitt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 19. september 2016
Aðlögun, sharía-lög og trúarafneitun
Aðlögun að vestrænu samfélagi krefst trúarafneitunar múslíma, sem fallast ekki á grunngildi vestrænnar menningar um aðskilnað trúar og samfélagsþátttöku.
Ítarlegar rannsóknir á viðhorfum múslíma sýna að meirihluti þeirra eru hlynntir sharía-lögum sem byggja á Kóraninum. Sharía-lög banna trúfrelsi og mæla fyrir um dauðarefsingu fyrir trúskiptinga. Sharia-lög boða kvenfyrirlitningu þar sem konur eru annars flokks borgarar.
Ekki er raunhæft að krefjast þess að múslímar afneiti trú sinni þegar þeir flytja til vesturlanda. Heimspekingurinn Slavoj Zizek horfist í augu við sannleikann þegar hann segir vestræna menningu og múslímamenningu ósamrýmanlega. Múslímar verða að finna sér heimili í átthögum sínum.
![]() |
Þurfa að leggja meiri áherslu á aðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 19. september 2016
Píratar stórtapa - málefnadauði
Píratar stórtöpuðu í kosningum til sambandsþingsins í Berlín, fóru úr 7 prósetnum í minna en tvö prósent. Sigurvegari kosninganna er AfD, sem berjast gegn innflytjendastefnu stjórnvalda og Evrópusambandinu.
Hér heima blasir málefnadauði við Pírötum. Samkvæmt könnun RÚV á áhugamálum kjósenda eru Píratamálefni, ný stjórnarskrá og ESB-kosningar neðarlega á forgangslistanum. Aðeins 5 prósent sýna stjórnarskrármálinu áhuga og 1,5 prósent nefna Evrópumál.
Píratar segja mest lítið um stór áhugamál kjósenda, svo sem heilbrigðiskerfið og málefni aldraðra og öryrkja.
![]() |
Merkel galt afhroð í Berlín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)