Fimmtudagur, 1. september 2016
Píratar og ofbeldishöfuðborgin
Píratar ásamt vinstriflokkunum stjórna Reykjavíkurborg. Ekki nóg með að innviðir borgarinnar, gatnakerfi og skólar, séu að hruni komnir heldur ríkir þar ofbeldi og lögleysa.
Skyldu Píratar hafa áhyggjur af þróun mála í höfuðborginni, þar sem þeir sitja við stjórnvölinn ásamt Vinstri grænum og Samfylkingu?
Nei, ekki aldeilis. Talsmaður Pírata á alþingi reynir að dreifa athyglinni frá ömurlegu ástandi höfuðborgarinnar með því að efna til umræðu um kynferðisbrot á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Þú ættir að líta þér nær, Helgi Hrafn.
![]() |
Fleiri ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 1. september 2016
Vinstriflokkar og Píratar skila okkur ónýtu samfélagi
Áralöng sveltistefna vinstriflokkana og Pírata gagnvart grunn- og leikskólum borgarinnar skilur eftir sig sviðna jörð í menntamálum yngstu kynslóðarinnar. Kennarar flýja reykvíska skóla og skólastjórnendur hrökklast útbrunnir úr starfi.
Vinstriflokkarnir og Píratar eru í óformlegu kosningabandalagi vegna alþingskosninganna í haust. Píratíska vinstribandalagið mun leiða yfir land og þjóð sama stjórnarfarið og ræður ríkjum í ráðhúsi Reykjavíkur.
Píratar og vinstriflokkarnir hafa engan áhuga á innviðum samfélagsins. Við sjáum hvernig flugvöllurinn í Vatnsmýri er eyðilagður í lóðabraski verktaka, íþróttafélags og borgarinnar. Leiðtogi Pírata sækir innblástur um heilbrigðismál í spjall í byggingavöruverslun - og vill samantekt um skýrslu.
Valdstjórn vinstriflokka og Pírata er uppskrift að samfélagi þar sem innviðir grotna niður en þjóðin flykkist í miðbæ höfuðborgarinnar til að mótmæla sjálfri sér.
![]() |
Fara fyrr á eftirlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)