Mánudagur, 9. maí 2016
Forysta í leik sem ekki er hafinn
Íþróttamál yfirfært á stjórnmál er stundum til að útskýra með einföldum hætti flókna atburðarás en í öðrum tilvikum flækja einfalt mál.
Kosningabaráttan til forseta Íslands er ekki hafin enda þátttakendur varla komnir á völlinn og einhverjir sem voru innan vallar í gær skiptu sér útaf í dag.
Forysta, sem einhver kann að hafa í upphafi leiks, er öll á pappírunum. Enginn vinnur keppni með því að vera sterkur á blaði.
![]() |
Guðni Th. með afgerandi forystu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 9. maí 2016
Ólafur Ragnar veitti forystu þegar mest á reið
Frammistaða Ólafs Ragnars Grímssonar eftir hrunið reið baggamuninn fyrir þjóðina í tveim afdrifaríkum málum; Icesave og ESB-umsókninni.
Í báðum tilvikum reyndi óreiðufólk, bæði innan og utan þings, að telja almenningi trú um að skuldir einkabanka yrði að ríkisvæða og að lýðveldið væri búið að vera - við ættum að segja okkur til sveitar hjá ESB.
Ólafur Ragnar lét Icesave-frumvarp vinstristjórnarinnar í þjóðaratvæði og hann talaði máli lýðveldisins.
Ólafur Ragnar Grímsson skipti sköpum á viðsjárverðum tímum.
![]() |
Ólafur Ragnar hættur við framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. maí 2016
Pólitík er ekki aldur heldur valkostir
Aldursfasismi er kominn á það stig að sérstök frétt er að Steingrímur J. Sigfússon ætli ekki að hætta í pólitík.
Aldursfasisminn á það sameiginlegt með öðrum fordómum að hann er skálkaskjól þeirra sem ekkert efnislegt hafa að segja. Í staðinn kemur upphrópun; hann er gamall.
Pólitík snýst ekki um aldur heldur valkosti. Flokkar og menn standa fyrir áherslur og sýn á þjóðmálin. Það er almennings að meta verðleika málefna og manna.
![]() |
Steingrímur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)