Laugardagur, 16. maí 2015
Grikkland sem Detroit
Detroit-borg í Bandaríkjunum varð gjaldþrota og alríkið setti bústjórn yfir þrotabúið. Þannig gæti farið fyrir Grikklandi þegar landið á ekki lengur fyrir skuldum. Grikkland verður þrotabú, ríkisstjórnin fer frá, það verða þykjustukosningar með nýrri ríkisstjórn, en Brussel ræður ferðinni.
Róttæk ríkisstjórn Alexi Tsipras misreiknaði dæmið, segir hagfræðingurinn Anatole Kaletsky. Tsipras og félagar héldu að þvingað val Evrópusambandsins yrði á milli þess að Grikkland yfirgæfi ESB og skuldauppgjafar. Kaletsky segir ESB eiga þriðja möguleikann: að svelta Grikkland innan ESB.
Gríska ríkisstjórnin getur ekki búið til nýjan gjaldmiðil samhliða evru, segir Kaletsky, enda myndi dómskerfi ESB krefjast þess að skuldbindingar grískra stjórnvalda yrðu greiddar í evrum.
Með því að Grikklandi yrði gjaldþrota innan ESB er landinu allar bjargir bannaðar. Ríkisstjórn Tsipras yrði hengd í hæsta gálga af almenningi enda gæti hún ekki efnt neitt kosningaloforða sinna.
Gangi spásögn Kaletsky eftir mun ríkisstjórn Tsipras segja af sér. Evrópusambandið ynni fullnaðarsigur yfir óþekktaranganum í Aþenu. Ný ríkisstjórn yrði leppstjórn Brussel.
![]() |
Greiðsluþrot raunverulegur möguleiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. maí 2015
MS grefur sér gröf - fyrst Einar, svo Ari
Hægri hönd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrum Baugsstjóra, er orðin forstjóri MS. Ari Edwald mun eflaust fullkomna verk Einars Sigurðssonar fráfarandi forsjtóra MS.
Einar gat sér orð í Hádegismóum, þegar hann var framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, að fémæla alla hluti og gera ekki greinarmun á sóðapeningum og fjármunum sem verða til í viðskiptum siðaðra manna.
Rökrétt afleiðing mælistiku Einars er að hann gerði ekki greinarmun á íslensku smjöri og írsku. Bændurnir í MS urðu að láta Einar fara áður en fyrirtækið yrði jarðað.
Núna ráða bændurnir sér forstjór sem mun fullkomna verk Einars hraðar og öruggar en nokkurn órar fyrir. Um Einar má segja að hann sem einstaklingur býr að siðferðilegri kjölfestu og seldi ekki sálina Mammoni - þótt hann gerði ekki upp á milli viðskipta við skítseiði annars vegar og hins vegar við heiðarlegra menn.
Landbúnaður er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Alls staðar þar sem landbúnaður er rekinn á vesturlöndum er það með byggða- og menningarpólitískum formerkjum. Forhertir menn með útrásarslóða eru ekki fallnir til forystu fyrir fyrirtækjum bænda. Þegar fólk sér smettið á Ara þá hugsar það til Jóns Ásgeirs.
Þeir sem stóðu að ráðningu Ara eru að hluta til þeir sömu og réðu Björgvin G. Sigurðsson fyrrum ráðherra Samfylkingar til að gæta hagsmuna lítils sveitarfélags fyrir austan fjall. Sú ráðning endaði með skelfingu.
Eru bændur svo illa settir með forystumenn að þeir láta fyrirtæki sín í hendur manna sem ítrekað eru berir að dómgreindarskorti?
![]() |
Ari Edwald ráðinn forstjóri MS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 16. maí 2015
Umboðslaust og spillt KÍ í sértrúarpólitík
Stjórn Kennarasambands Íslands fjallaði ekki um umsögn KÍ í þágu vinstriflokkanna á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna afturköllunar ESB-umsóknar Samfylkingar. Formaður Félags framhaldsskólakennara staðfestir umboðsleysi KÍ.
Afstaða kennara til ESB-aðildar hefur ekki verið rædd og umboðsleysi KÍ í umsögninni er algjört.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KÍ leikur einleik. Skrifstofa KÍ tók ófrjálsri hendi fjármuni úr vísindasjóði framhaldsskólakennara. Stjórn sjóðsins varð að taka sjóðinn frá skrifstofu KÍ áður en frekari rýrnun yrði. Skrifstofa KÍ er ber að ítrekuðum brotum á bókhaldslögum. Í skýrslu sem stjórn vísindasjóðs tók saman segir m.a.
Af þeim gögnum sem hafa verið skoðuð er m.a. ljóst að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmlega 8 milljónir í hverjum mánuði, eru færðar út af bankareikningi sjóðsins og inn á bankareikning KÍ. Þar liggja peningar sjóðsins í nokkrar vikur þar til þeim er skilað aftur til rétts eiganda. Vextir af þessum peningum skila sér ekki til sjóðsins né hefur sjóðurinn þessar fjárhæðir til ráðstöfunar meðan þær liggja annars staðar.
Skrifstofa KÍ stundar þannig hvorttveggja að draga fé frá framhaldsskólakennurum og gera þeim upp pólitískar skoðanir.
Kennarasamband Íslands er í höndunum á lítilli klíku sem skeytir hvorki um heiður né skömm þegar hagsmunir klíkunnar eru í húfi.
![]() |
Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)