Þriðjudagur, 27. janúar 2015
Björn Valur spinnur, Árni Páll flissar og Össur gasprar
Stjórnarandstaðan á alþingi Íslendinga er einkum spuni, fliss og gaspur. Björn Valur Gíslason varaformaður Vg spann úr fyrirsögn mbl.is spuna sem átti að setja forsætisráðherra í neikvætt ljós.
Forsætisráðherra varaði við umræðumenningunni hér á landi, sagði
Það sem við þurfum á að halda er meiri rökræða um staðreyndir, um þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir og hvernig best sé að nýta þau. Semsagt raunveruleg pólitísk rökræða og minna af hatri.
Björn Valur fabúleraði um eitthvað sem forsætisráherra sagði ekki, Árni Páll formaður Samfylkingar flissaði og Össur Skarphéðinsson greip frammí með ósannindum sem í ofanálag komu umræðuefninu ekkert við.
Þessir þrír stjórnarandstöðuþingmenn eru hluti af kreppu þjóðþingsins og stjórnmálaumræðunnar.
![]() |
Árni Páll sprakk úr hlátri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 27. janúar 2015
Óheppilegt, Elín, óheppilegt
Hanna Birna Kristjánsdóttir lenti í fordæmalausri aðstöðu þegar skipulögð fjölmiðlaaðför að henni leiddi til rannsóknar lögreglu á ráðuneyti lögreglumála.
Eftir ítarlega rannsókn var Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður ráðherra dæmdur fyrir að afhenda fjölmiðlum trúnaðarupplýsingar sem hann bjó yfir. Niðurstaða héraðsdómara er skýr:
Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.
Af þessu leiðir er brotið bundið við Gísla Frey einan og beinlínis tekið fram að engum ávinningi hafi verið til að dreifa, hvorki fjárhagslegum né pólitískum. Ráðuneytið í heild og Hanna Birna sérstaklega fær sýknu í dómsorðum héraðsdóms.
Á meðan rannsókn stóð á lekamálinu reyndi Hanna Birna eðlilega að gæta hagsmuna ráðuneytisins án þess að hindra rannsóknina.
Hanna Birna axlaði pólitíska ábyrgð með því að segja af sér ráðherradómi.
Huglæg upplifun embættismanna sem stóðu að rannsókninni og enn huglægari upplifun umboðsmanns alþingis á hlutverki sínu eru ekki tilefni til annars en pólitískra hártogana.
Það er ekki heppilegt að ungir þingmenn notfæri sér kvika pólitíska stöðu til að herja á samherja. Það er beinlínis óheppilegt.
![]() |
Vill að Hanna Birna segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 27. janúar 2015
Ómar leiðréttur vegna Norðmanna
Noregur var hernuminn af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Í bloggi Ómars Ragnarssonar segir að fleiri Norðmenn hafi barist með Þjóðverjum en nam fjölda þeirra sem gekk andspyrnuhreyfingunni á hönd.
Samkvæmt alfræðiútgáfunni Store norske lexikon voru um fimm þúsund norskir sjálfboðaliðar í hersveitum Þýskalands. Um fjörtíu þúsund Norðmenn voru í vopnuðu andspyrnuhreyfingunni, Milorg.
Það voru sem sagt átta sinnum fleiri Norðmenn í andspyrnuhreyfingunni en fjöldi norskra sjálfboðaliða í þýska hernum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)