Þriðjudagur, 26. ágúst 2014
Umboðsmaður alþingis í pólitík
Umboðsmaður alþingis rekur mál sitt gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í gegnum fjölmiðla. Þriðja bréfið sem umboðsmaður skrifar ráðherra á rúmum þrem vikum er sent til fjölmiðla áður en ráðherra fær eðlilegan tíma að svara.
Umboðsmaður alþingis hóf málatilbúnaðinn á hendur ráðherra í beinu framhaldi af slúðurfrétt DV um að lögreglustjóri hefði hætt vegna þrýstings ráðherra.
DV og dómstóll götunnar eru nánast samheiti og fer ekki vel á því að umboðsmaður alþingis leggist á sama plan.
Umboðsmaður alþingis opnar nýja víglínu á ráðherra þótt ríkissaksóknari hafi lokið málsmeðferð sinni á átta mánaða lögreglurannsókn með því að ákæra aðstoðarmann ráðherra - á hæpnum forsendum.
Í bréfi umboðsmanns er ráðherra spurður út í siðareglur. Umboðsmaður alþingis starfar ekki eftir neinum siðareglum og svarar með skætingi spurningum forsætisráðherra um það hvort siðareglur séu í gildi hjá umboðsmanni.
Starfsaðferðir umboðsmanns í þessu máli eru pólitískar og ekki í þágu betri og vandaðri stjórnsýslu.
![]() |
Umræða um lekamálið ósönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2014
Talar Stefán tungum tveim?
Stefán Eiríksson fráfarandi lögreglustjóri í Reykjavík sagðist ekki hafa hætt vegna þrýstings frá innanríkisráðherra.
Í hljóðrituðu spjalli við umboðsmann alþingis virðist Stefán segja allt aðra sögu en hann gerði í lok júlí.
Stefán þarf að útskýra hvora frásögnina á að taka gilda.
![]() |
Eruð þið ekki að ganga of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2014
Ólafur Steph: Kristín er handbendi Jóns Ásgeirs - DV innan seilingar
Ólafur Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag og segir Kristínu Þorsteinsdóttur handbendi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrum Baugsstjóra. Ólafur segir eina aðferð eiganda til að stýra fjölmiðli vera að ráða
til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér.
Kristín var blaðafulltrúi Baugs og síðar stjórnarmaður Jóns Ásgeirs í 365 miðlum.
Jón Ásgeir er alkunnur áhugamaður um að fjölmiðlar í sinni eigu séu meðvitaðir um þá hagsmuni sem skipta máli.
Á meðan Jón Ásgeir kennir mönnum að sitja og standa á 365 miðlum er náinn samstarfsfélagi hans, Sigurður G. Guðjónsson, að leggja undir sig DV.
Fjölmiðlun á Íslandi er að verða fámiðlun.
![]() |
Ólafur einnig hættur störfum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2014
Pólitísk ákæra í lekamálinu
Ákæran í lekamálinu er hvorki byggð á málefnalegum né hlutlægum forsendum. Ákæran er pólitísk enda unnin í samráði við DV og til þess ætluð að ná pólitísku markmiði; afsögn innanríkisráðherra.
Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Jóhönnustjórnarinnar í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde reið ekki feitum hesti þaðan.
Hafi Sigríður ætlað að endurvinna sig í áliti bakhjarla sinna með bandalagi við DV í dómstóli götunnar er hætt við að það verði meiri sneypuför en sú fyrri.
![]() |
Mörgu er ábótavant í ákærunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)