Miðvikudagur, 31. desember 2014
Tuddafyndni í skaupinu
Í áramótaskaupið vantaði þá kímnu mennsku sem gerir pólitíska ádeilu skemmtilega. Löngun handritshöfunda til að setja fram vinstripólitík bar kímnina ofurliði.
Einu sinni voru vinstrimenn fyndnir.
Núna eru þeir mest sorglegir.
Miðvikudagur, 31. desember 2014
Samfylkingin hættir ESB-stefnu
Samfylkingin berst ekki lengur fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í áramótaávarpi formanns flokksins í Morgunblaðinu kveður við nýjan tón um ,,lýðveldisheimilið" en ekki er einu orði minnst á aðild Íslands að ESB.
Formaðurinn, Árni Páll Árnason, gat sér til frægðar árið 2008 að segja eftirfarandi:
Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn
Árni Páll stóð að misheppnaðri umsókn um aðild 16. júlí 2009, sem er skammardagur í þingsögunni enda byggði umsóknin á beinum svikum þingmanna Vg við sannfæringu sína og yfirlýsta stefnu.
Við áramót birta stjórnmálamenn heitstrengingar og áherslur. Árni Páll minnist ekki einu orði á Evrópusambandsaðild Íslands. Hann freistar þess að láta málið lognast útaf.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. desember 2014
Auðmenn, fjölmiðlaveldi og skilningsvana blaðamenn
Auðmenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson; málsvarar þeirra á borð við Sigurð G. Guðjónsson og handlangarar í holdgervingu Björns Inga Hrafnssonar eru að setja saman fjölmiðlaveldi úr 365-miðlum (Fréttablaðinu/Stöð 2/Bylgjunni/visir.is), Eyjunni-Pressunni og DV.
Fjölmiðlaveldið beitir sér fyrir samræmdum áróðri í þágu auðmanna. Leiðari Fréttablaðsins sem herjar á sérstakan saksóknara er endurbirtur á Eyjunni, svo dæmi sé tekið. Líkt og fyrir hrun munu auðmenn beita fjölmiðlum í sína þágu.
Blaðamenn þessara fjölmiðla horfa skilningssljóir upp á yfirtöku auðmanna og væla undan einhverjum Eggertum.
![]() |
Brandari að Eggert sé ritstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)