Mánudagur, 29. desember 2014
Lífeyrissjóðir í þágu Jóns Ásgeirs - aftur
Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðir ótöldum milljörðum á rekstri sem tengist Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Nægir þar að nefna Dagsbrún, fjölmiðlaveldið sem átti að verða stórveldi á Íslandi, Bretlandi og Danmörku.
Afgangurinn af Dagsbrún er 365 miðlar sem eiginkona Jóns Ásgeirs er skráð fyrir. Samkvæmt Kjarnanum eru lífeyrissjóðirnir farnir að pumpa peninginum í þennan rekstur.
Ætla lífeyrissjóðadrengirnir aldrei að fullorðnast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. desember 2014
Heildsalar hóta vöruskorti - nýjasta fjölmiðlafirran
Hagsmunaaðilar nota fjölmiðla skefjalaust til að herja á ríkissjóð og almannahagsmuni. Forsíða Fréttablaðsins í dag er skýrt dæmi.
Þar poppar upp fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, sem núna stundar hagsmunavörslu fyrir heildsala, Ólafur Stephensen, og hótar vöruskorti í landinu ef ríkisvaldið fer ekki að vilja heildsala.
Fjölmiðlafirrur af þessum toga gera íslenska fjölmiðla æ ómerkilegri. Og var þó ekki úr háum söðli að detta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. desember 2014
Pólitíkin, kerfin og meðalhófið
Kerfin á Íslandi eru í fleirtölu. Ríkiskerfið er eitt, kerfið í kringum Samtök atvinnulífsins er annað, það þriðja er verkalýðshreyfingin og saman reka SA og ASí lífeyriskerfið. Ríkiskerfið er á valdi þings og ríkisstjórnar sem hálfopinberu kerfin herja á með ólíkum hætti; SA vill sparnað en ASÍ útgjöld.
Til að hagræða í kerfinu, svo einhverju nemi, þarf pólitískan styrk og ótvírætt umboð. Hrunið nánast gereyddi pólitískum styrk gömlu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og þjóðin veðjaði á vinstrimeirihluta 2009-2013. Offors Jóhönnustjórnarinnar, t.d. í stjórnarskrármálinu, umboðsleysi eins og í ESB-umsókninni og getuleysi í Icesave-málinu leiddi til þess að þjóðin tók gömlu flokkana í sátt og leiddi þá til valda í kosningunum 2013.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er ekki með umboð frá kjósendum til stórtækrar uppstokkunar á ríkiskerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu meirihluta til að stöðva öfgastefnu Jóhönnustjórnarinnar og sjá til þess að starfandi kerfi virkaði sæmilega. Það felur m.a. í sér að ríkissjóður skili afgangi með tilheyrandi aðhaldi í ríkisútgjöldum.
Í öllum meginatriðum hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vegnað vel. Óvissuástandinu er aflétt og ríkiskerfið, sem er aðalábyrgð stjórnarráðsins, tikkar. Þótt SA heimti sem fyrr sparnað og ASí útgjöld þá á ríkisstjórnin að fylgja stefnu meðalhófsins.
![]() |
Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)