Miðvikudagur, 24. desember 2014
Menning er við andspænis ykkur
Menning er hvorki búin til né skipulögð með stjórnvaldsákvörðunum. Menning er staðbundin og verður til í samlífi fólks og samspili við umhverfi. Tilraunir yfirvalda til að hanna menningu rekast alltaf á þann veruleika að menningu verður ekki stýrt.
Þeldökkir Bandaríkjamenn eru afkomendur þræla sem fengu frelsi um miðja 19. öld en varla full borgaraleg réttindi fyrr en vel hundrað árum síðar. Í Suðurríkjunum bjuggu þeir í plantekrukofum en í negrahverfum stórborgum norðursins. Menning þeldökkra sækir staðfestu í sögulega arfleifð og hversdagslegt líf, sem m.a. markast af þeirri staðreynd að þeldökkir eru hlutfallslega stærri kúnnahópur lögreglu og fangelsa en hvítir.
Bandaríkin eru að stofni fjölmenningarríki og stórveldi í þokkabót. Bandaríkin geta ekki búið til sambandaríska menningu sem heldur sæmilega innanlandsfriðinn.
Með steikinni má pæla í ályktun af samlífi menningarhópa í fjölmenningarríki.
Gleðileg jól.
![]() |
Lögreglumaður skaut þeldökkan mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)