Þriðjudagur, 2. desember 2014
1500 króna mál stjórnarandstöðunnar
Aðalmál stjórnarandstöðunnar er náttúrupassi sem á að kosta 1500 kr. og gilda í þrjú ár fyrir íslenska skattgreiðendur en vera tekjulind af ferðamönnum.
Þetta 1500 króna mál stjórnarandstöðunnar mun endast henni eitthvað fram yfir jól að ræða í þaula.
Þegar stjórnarandstaðan þjarkar um smámál er það vegna þess að stóru mál ríkisstjórnarinnar eru í fínu lagi.
![]() |
Ekki bannað að fara í berjamó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. desember 2014
Ómenntuð karlmennska á landsbyggðinni, femínísk menntun í borginni
Tölur Hagstofunnar segja að 29,6 prósent karla er með háskólamenntun en 42,5 prósent kvenna.
Ef fram heldur sem horfir verða ómenntaðir karlar ráðandi á landsbyggðinni en menntaðar konur ráða ríkjum á SV-horninu.
Höfuðborg karlmennskunnar verður Þórshöfn á Langanesi; háborg femínismans er 101 Rvík.
![]() |
Þriðjungur eingöngu með grunnmenntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2014
Trú, ofstæki og pólitík
Bandalag vantrúarfólksins í Siðmennt og múslíma er trúarpólitísk tilraun á vinstri kanti stjórnmálanna. Síðustu borgarstjórnarkosningar sýndu svo ekki verður um villst að trúmál hreyfa við atkvæðum og þar með verður trúarumræða pólitísk.
Ofstæki er orð sem andstæðingar í trú og pólitík nota hver annan. Stundum er það sagt beint, en á öðrum stundum óbeint, eins og kemur fram í frásögn í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag, þar sem talsmaður múslíma kallaði kristinn fyrirspyrjanda á málþingi Siðmenntar og múslíma idíót.
Bandalag Siðmenntar og múslíma er trúarpólitískt skjól ákveðins hóps vinstrimanna sem eiga nóg af ofstæki en enga pólitíska sannfæringu.
![]() |
Þú veist að landráð eru dauðasök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |