Föstudagur, 16. maí 2014
Fyrirtæki er samfélag
Flestir fallast á að yfirmenn skuli hærra launaðir en undirmenn; forstjóri fái hærri laun en sá sem starfar á gólfinu. Aftur er engin sátt um hver launamunurinn eigi að vera innbyrðis á milli launþega, millistjórnenda og æðstu stjórnar.
Ekki aðeins er deilt um launakökuna heldur einnig um hagnaðinn; hve stór hluti hagnaðarins skuli fara í hærri laun og hve stór til hluthafa og/eða fjárfestinga.
Gamla skiptakerfið í sjávarútvegi þar sem háseti fékk sinn hlut, skipstjóri tvo hluti og með sambærilegum hætti fékk útgerðin sitt var með þann kost að heildarverðmætum aflans var skipt með fyrirfram ákveðnum hætti. Hlutaskiptakerfið i sjávarútvegi varð til vegna þess að útgerðin var samfélag sjómanna, formanna og eiganda. Án þessa samfélags var einfaldlega ekki hægt að gera út.
Þótt launakjör í landi séu sjaldnast ákveðin með hlutaskiptum þá gildir forsendan fyrir skiptakerfinu um öll fyrirtæki, hvort heldur á landi, láði eða legi; þau eru samfélag starfsmanna, stjórnenda og eigenda.
Sameiginlegt verkefni samfélagsins sem myndar hvert fyrirtæki er að finna leiðir að skipta því sem til skiptanna er. Og í grunninn er það ekki svo flókið.
![]() |
Icelandair móti kjörin til framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. maí 2014
Lögmál lýðveldisins og fylgi Bjartrar framtíðar
Eitt lögmál lýðveldisins var aftengt eftir hrun. Björt framtíð græðir mest á hljóðlátri pólitísku byltingu sem aftengingin vitnar um.
Lögmálið er þetta: þegar hægristjórn er í landinu og vinnudeilur standa yfir þá hagnast vinstriflokkarnir og því meira sem fleiri hópar launþega standa í stórræðum.
Nú standa yfir fleiri og víðtækari vinnudeilur en þekkst hafa frá löngu fyrir aldamót en fylgi vinstriflokkana er nánst kjurt frá síðustu kosningaúrslitum - sem voru vinstriflokknum þungbærar.
Nema Bjartri framtíð, sem mælist næst stærsti flokkur landsins á eftir Sjálfstæðisflokknum.
Deilur um hvernig skipta ætti þjóðarkökunni skilgreindu stjórnmál alla síðustu öld. Vinstriflokkarnir voru stofnaðir gagngert til að berjast fyrir stærri hlut launþega. Þessi barátta gaf vinstriflokkunum inntak og markaði pólitískar starfsaðferðir.
Verkalýðspólitíkin er liðin tíð en vinstriflokkarnir nota sömu pólitísku taktík fyrir nýjum málum; Samfylkingin fyrir ESB-umsókninni og VG fyrir náttúruvernd. Hvorugt virkar vegna þess að kjósendahópur vinstriflokkanna er ekki stilltur inn á baráttupólitík.
Kjósendahópur vinstriflokkanna er að stærstum hluta kósí-fólkið sem nennir ekki hávaða og látum. Það vill notalegt líf án átaka og segir já við Bjartri framtíð.
![]() |
Flugvallarstarfsmenn samþykktu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. maí 2014
Stétt með stétt; samstaða í sundrungu
Stéttastjórnmál eru liðin tíð; engin pólitík er gerð úr því að ríkisvaldið setji lög á verkföll og allra síst þegar hátekjuhópur á í hlut. Á yfirborðinu virðist ríkja sundrung í samfélaginu, sé horft til fjölda verkfalla og aðgerða vegna kjaradeilna. Að ekki sé talað um ástandið á alþingi.
Á hinn bóginn ríkir samstaða í samfélaginu eftir hrun að við erum öll á sama báti. Og ef einhver ætlar að bera meira úr býtum í kjaradeilum en aðrir hópar verða að standa skýr og nær óvefengjanleg rök til þess.
Það stjórnmálafl sem best nær að tóna samstöðuna í eftirhrunssamfélaginu verður leiðandi afl í pólitík næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn er í bestum færum til þess. Hugmyndin um stétt með stétt er þaðan komin fyrir miðja síðustu öld. Stjórnmál eru sígild þegar að er gætt.
![]() |
Þetta er alltaf neyðarúrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. maí 2014
Flugmenn nánast biðja um lög á sig
Við búumst allt eins við því að sett verði lög á verkfallið, er haft eftir formanni samninganefndar flugmanna í annarri frétt á mbl.is og er það efnislega samhljóða ummælum sem RÚV hafði eftir formanninum í hádegisfréttum.
Þetta hljómar eins og flugmenn séu að biðja um að ríkisvaldið hlutist til og bindi enda á vinnudeilur þeirra við Icelandair.
Ekki er tilefni til að setja lög á flugmenn Icelandair enda fjöldinn allur af flugfélögum sem flýgur til og frá landinu.
Flugmenn Icelandair eiga vel fyrir salti í grautinn, líklega með um 1,5 m.kr. í heildarmánaðarlaun. Þeir vildu hvorki upplýsa almenning um launin sem þeir hafa né hvaða kaupkröfur þeir gerðu og mættu mótbyr í samfélaginu.
En það er ekki reisn yfir flugmönnum að nánast biðja um að fá á sig lög.
![]() |
Lög verða sett á flugmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 14. maí 2014
Brilljant blogg úr Reykjanesbæ
Blogg er vettvangur hins almenna borgara að setja yfirvaldinu stólinn fyrir dyrnar. Styrmir Barkarson heldur úti bloggi sem andæfir sérkennilegu stjórnarfari Sjálfstæðisflokksins og Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ.
Hann afhjúpar m.a. undirlægjuhátt starfsmanna bæjarins gagnvart Árna bæjarstjóra. Starfsmenn bæjarins skrifa texta um bæjarstjórann í norður-kóreskum stíl með slíku oflofi að aulahrollurinn situr lengi eftir. Niðurlag Styrmis:
Þau sem stjórna Reykjanesbæ hafa setið svo lengi við völd að þau hafa varla lengur rænu á því að hylja spillinguna. Það er treyst á þýlyndi og þöggun og að íbúar bæjarins kyngi athugasemdalaust þeim áróðri sem Sjálfstæðisfólk í valdastöðum í ráðhúsinu lætur frá sér. Það er treyst á að þegar samfélagsmiðill bæjarins er misnotaður í pólitískum tilgangi sé nóg að láta það bara hverfa til að ekki verði minnst á það meira.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2014
Aldursforsetinn og virðing alþingis
Enginn af sitjandi þingmönnum býr að lengri þingreynslu en Steingrímur J. Sigfússon. Fordæmið sem Steingrímur J. setur með framkomu sinni og orðavali er ekki til að auka vegsemd þingheims.
Vinstriflokkarnir eru enn að jafna sig eftir úrslit síðustu þingkosninga. Líklegar niðurstöður sveitarstjórnarkosninga gera lítið til að kæta geð vinstrimanna.
Orð Steingríms J. verður að meta í þessu ljósi. En það er klént að maður með hans reynslu skuli ekki búa yfir meiri sjálfsstjórn.
![]() |
Sagði Vigdísi að þegja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2014
Forstjórinn, flugmenn og meðalhófið
Hrunið varð vegna græðgi, heimtufrekju og dómgreindarleysis þeirra sem fóru með mannaforráð í viðskipalífinu. Réttur lærdómur af hruninu er að taumleysi hefnir sín, ekki síst á þeim sem leyfa sér það.
Launaumræðan er frumskógur þar sem einföld og mælanleg atriði, t.d. heildarlaun, eru gerð óljós og myrk. Í yfirlýsingu forstjóra Icelandair, sem annars er nokkuð sannfærandi, er t.d. vísað til gagna Hagstofu Íslands um laun flugmanna. Hvers vegna eru tölur úr launabókhaldi Icelandair ekki lagðar á borðið um meðalmánaðarlauna flugmanna? Varla eru þær tölur trúnaðarmál.
Flugmenn neita að upplýsa um launakröfur sínar og ekki heldur hafa þeir lagt fram upplýsingar um meðalheildarlaun félagsmanna.
Heildarlaun fullvinnandi launamanna á síðasta ári voru 526 þús. kr. á mánuði að meðaltali. Eftir því sem best er vitað voru flugmenn Icelandair með um 1500 þús. kr. í meðalheildarlaun á síðasta ári. Heildarmeðallaun forstjórans voru líklega um 4 m.kr. á mánuði.
Það standa engin til þess að flugmenn og forstjóri Icelandair beri úr býtum þreföld til áttföld meðallaun landsmanna. Allir eru þeir í vinnu hjá fyrirtæki sem almennir launþegar eiga í gegnum lífeyrisjóðina.
Ef ríkisstjórnin setur lög um vinnudeilu flugmanna og Icelandair er nærtækt að hugsa sér flugmenn fái 700 til 800 þús. kr. í heildarmánaðarlaun og forstjórinn um milljón kr. - það væri meðalhóf.
Áður en ríkisstjórnin setur slík lög væri snjallt að kalla flugmenn og forstjóra niður í stjórnarráð og kynna þeim efnisatriði fyrirhugaðrar lagasetningar. Þá yrði samið á augabragði.
![]() |
92 af 100 launahæstu flugmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Evrópubúar: minna ESB í stað Stór-Evrópu
Meirihluti íbúa Evrópusambandsins ber ekki traust til Evrópusambandsins. Skipbrot sameiginlegs gjaldmiðils er ein ástæða og önnur er yfirþyrmandi íhlutunarstefna sambandsins í stór mál og smá sem mætti fremur leysa staðbundið.
Lýðræðishalli er á Evrópusambandinu þar sem embættismenn stjórna án aðhalds frá kjósendum. Tilraunir til að auka vægi almennings, t.d. með auknum áhrifum Evrópuþingsins, mistakast í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi lækkar stöðugt kosningaþátttaka til Evrópuþingsins og í öðru lagi vex flokkum andvígum ESB stöðugt ásmegin en hefðbundnu flokkarnir, sem bera ábyrgð á stöðu mála, veikjast.
Brussel-elítan er sannfærð um að til að bjarga ESB verði að stórauka miðstýringuna, búa til Stór-Evrópu. Almenningur er á öndverðum meiði og krefst afbyggingar ESB-veldisins. Það veit ekki á gott að ráðandi öfl og almenningur horfi hvort í sína áttina þegar framtíð Evrópusambandsins er í húfi.
![]() |
Meirihlutinn ber ekki traust til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Lífeyrissjóðir mala forstjórum gull á kostnað launþega
Launþegar eru neyddir að borga í lífeyrissjóði sem hygla forstjórum á kostnað almennra starfsmanna. Skýrasta dæmið um misnotkun lífeyrissjóðanna er Icelandair þar sem æðstu stjórnendur fá hækkun sem nemur allt að hundruðum prósenta á meðan launþegum er boðin ,,SA-hækkun" upp á fáein prósent.
Lífeyrissjóðirnir eiga Icelandair nánast að fullu og það eru þeir sem bera ábyrgð á skefjalausri mismunun þar sem æðstu stjórnendum er hampað en launabremsa setta á almenna starfsmenn.
Spillinguna sem lífeyrissjóðirnir stunda verður að uppræta.
![]() |
Gífurleg launahækkun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. maí 2014
Ekki-flokkurinn og lömuð stjórnmál
Stjórnmál á Íslandi eru lömuð. Skýrasta opinberun lömunarinnar er að ekki-flokkurinn Björt framtíð mælist næst stærstur íslenskra stjórnmálaflokka í könnun. Björt framtíð er skipuð þingmönnum sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og með formann sem skiptir um skoðun eftir hentugleikum.
Björt framtíð er ekki-flokkur með enga sögu, enga stefnu og enga framtíð. Og einmitt þess vegna segist fólk í skoðanakönnun styðja ekki-flokkinn.
Björt framtíð fær ekki fylgi vegna eigin verðleika heldur andverðleika hinna flokkanna.
![]() |
34,5% styðja ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)