Maður fær höfuðverk af hruni - vöggustofusamfélagið

Vöggustofusamfélagið birtist okkur í ýmsum myndum. Félagsráðgjafi segir okkur að hrunið valdi höfuðverk og streitu. Við vitum á hinn bóginn af reynslu að félagsleg samheldni, t.d. á vinnumarkaði, stórjókst eftir hrun.

Við urðum líka refsiglaðari og um tíma býsna dugleg að mótmæla á götum og torgum.

Tíminn fyrir hrun, kallaður útrás, var einnig uppspretta höfuðverkjar og streitu hjá mörgum sem fannst þeir missa af gullvagninum og geta ekki státað af sömu neyslu og nágranninn.

Langtímaáhrif hrunsins verða ekki mæld í höfuðverkjum og streitu einstaklinga heldur þeirri vöðvabólgu samfélagsins sem heitir pólitík.


mbl.is Fleiri með vöðvabólgu eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason ritstjóri Morgunblaðsins

Egill Helgason, fyrrum starfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Baugseiganda, var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins þegar honum tók að leiðast RÚV-tilvistin.

Egill, sem ekki er gefinn fyrir samsæriskenningar, lét verða sitt fyrsta verk sem ritstjóri að afneita ESB-áhuga og sór jafnframt af sér samfylkingarfortíðina.

Öllu ofanrituð færsla er bull í stíl Egils Helgasonar.


Netið: einokun, óhamingja og óréttlæti

Netið býr til einokunarrisa eins og Amazon, Google og Facebook, auðveldar einelti og hatursáróður og stuðlar að stórauknu óréttlæti með misskiptingu tekna.

Á þessa leið er greining bókarinnar The Internet Is Not The Answer eftir Andrew Keen, sem Daily Mail gerir skil.

Höfundurinn viðurkennir að ýmislegt jákvætt fylgi netinu en er harður á því að ókostirnir séu þyngri á metaskálunum.

Engu að síður: netið hverfur ekki. Spurningin er hvernig við notum það.

 


Grískt lýðræði gildir ekki í Þýskalandi

Grikkir kusu sér nýja ríkisstjórn til að binda endi á sex ára spennitreyju sparnaðar í ríkisrekstri og lamað efnahagslíf með 25 til 30 prósent atvinnuleysi.

Grískt lýðræði gildir á hinn bóginn ekki í Þýskalandi sem er stærsti lánadrottinn Grikkja og vill peningana sína tilbaka. ,,Grikkir verða að grafa sína pólitísku drauma," er haft eftir fjármálaráðherra Þýskalands.

Lýðræði Grikkja er einskins virði án fullveldis. Reglulegar betliferðir fjármálaráðherra Grikkja til Brussel auglýsa hvar fullveldi landsins er geymt. Grikkir skulda 175 prósent af þjóðarframleiðslu sinni og standa ekki undir afborgunum. Ef Grikkir væru fullvalda færu þeir í gjaldþrot og gætu byrjað endurbyggingu samfélagins með gjaldmiðil sem endurspeglaði grískan veruleika en ekki þýskan.

Eftir hálfan annan áratug með evru eru Grikkir vanir því að láta aðra borga fyrir sig reikninginn. Tapað fullveldi er glötuð sjálfsmynd og því fylgir algert ráðleysi.

Nú frá Grikkir tvo daga til að skrifa upp lista af sparnaðaraðgerðum sem nýkjörin ríkisstjórn lofaði að yrðu ekki á dagskrá.

Grikkir eru of aumir og kúgaðir til að gera eitthvað raunhæft í sínum málum. Kannski að evrópski seðlabankinn taki af þeim ómakið og hendi þeim út af evru-svæðinu. Sá þýski Spiegel, sem reynslan staðfestir að veit margt rétt, er með heimildir fyrir undirbúningi GREXIT.


mbl.is Þurfa að uppfylla ströng skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskir múslímar syrgja morðingja

Omar Abdel Hamid el-Hussein drap tvo friðsama, varnarlausa og saklausa menn með köldu blóði. El-Hussein er viðbjóðslegur morðingi sem ætti að husla á afviknum stað í ómerktri gröf.

Engu að síður fær hann 400 manna líkfylgd.

Hvað segir það okkur?


mbl.is Hundruð við jarðarför árásarmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dani flýr múslímska fjölmenningarsamfélagið

Mikael Jalving heitir danskur blaðamaður og skrifaði grein sem norska ríkissjónvarpið birti. Í greininni er farið háðulegum orðum um uppgjöf Dana gagnvart fjölmenningarsamfélaginu þar sem listin má ekki móðga rétttrúaða og tjáningarfrelsið er samþykkt eins lengi og það meiðir ekki múslíma.

Lykilsetning í greininni er eftirfarandi:

Vi er alle svensker nå, det vil si multikulturalister med en ideologisk evne til å benekte eller fortie konflikter og spenninger i et samfunn på vei til indre oppløsning.

Jalving er með sérstaka sneið til samfylkingarfólks

Folk på venstrefløyen er blitt mer småborgerlige enn noen andre. Karl Marx hadde snudd seg i graven dersom han visste at religionskritikk er blitt tabu blant vår tids venstreorienterte.

Í lok greinar segist Jalving ekki nenna þessu múslímska fjölmenningarsamfélagi og kynnti sér flóttaleið til Ástralíu.

 


mbl.is Danir ætla að efla öryggislögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatrammar deilur kennara um kaup og kjör

Nýtt vinnumat framhaldsskólakennara mælir í fyrsta sinn vinnu kennara utan kennslustunda. Sumir kennarar, til dæmis þeir sem kenna íslensku, vinna verulega vinnu utan kennslu við undirbúning og yfirferð verkefna.

Aðrir kennarar, s.s. verknáms- og íþróttakennarar, vinna minna utan kennslustunda en þorri bóknámskennara. Óánægjuraddirnar koma einkum frá þessum hópi kennara sem í krafti aðstöðunnar eru oft með töluverða yfirvinnu.

Fyrir nokkrum árum var reynt að koma til móts við bóknámskennara með svokölluðum ,,stílapeningum" sem skólastjórnendur áttu að greiða þeim sem unnu mikið utan kennslustunda. Sú tilraun fór út um þúfur þar sem íþrótta- og verknámskennarar linntu ekki látunum fyrr en þeir fengu líka ,,stílapeninga."

Nýja vinnumatið er hluti af þeim skipulagsbreytingum sem ríkisvaldið knúði á um í kjarasamningum við kennara. Annar þáttur í skipulagsbreytingum var afnám skila á milli kennslu og prófa. Verknáms- og íþróttakennarar ráku upp ramakvein við þá breytingu enda voru þeir ekki beinlínis önnum kafnir yfir prófatímabilið - ólíkt bóknámskennurum.

Skipulagsbreytingarnar á starfi framhaldsskólakennara eru teknar út með sársauka. Í lokuðum umræðuhópum kennara hóta verknáms- og íþróttakennarar að segja sig úr Félagi framhaldsskólakennara.


mbl.is „Vægast sagt umdeilt“ meðal kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín Júl: vinstristjórnin sagði ósatt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var minnihlutastjórn nær allan síðari hluta kjörtímabilsins 2008 til 2013. Þetta viðurkennir varaformaður Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir, á fundi á Egilsstöðum.


„Við vorum í raun minnihlutastjórn síðustu átján mánuðina en sögðum það aldrei hreint út."

Austurfréttir segja frá þessum ummælum varaformannsins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg harðneitaði að hún væri komin í minnihluta á alþingi og hökti langt fram yfir lífdaga sína.

Viðurkenning Katrínar er játning á ósannindum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um að starfhæfur meirihluti væri á alþingi.


Ólafur Ragnar: krónan og fullveldið bjargaði Íslandi

Ísland gekk ekki í gildru ESB-sinna sem lögðu drög að grísku ástandi þar sem þjóðin sæti landið upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir réttilega að krónan og fullveldið björguðu Íslandi frá þeirri eymd sem umlykur Suður-Evrópu.

Án eigin gjaldmiðils og fullveldis til að taka ákvarðanir um ríkisfjármál eru þjóðir dæmdar til skuldafangelsis, líkt og Grikkland.


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína vill ESB-hermenn til varnar Rússum

Petro Poros­hen­ko forseti Úkraínu biður Evrópusambandið að senda hermenn til landsins til varnar ágangi uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Rússa.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum yrðu hermenn frá ESB-ríkjum notaðir sem lögregluherlið. Meginhugmyndin er að virkja Evrópusambandið til beinnar þátttöku í Úkraínu-deilunni.

Her Úkraínu fer halloka í átökum við uppreisnarmenn. Deilur Rússa og Evrópusambandsins um forræði yfir úkraínskum málum kæmist á nýtt stig ef hermenn ESB-ríkja yrðu í skotlínunni.

 

 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband