Lýðræði, siðastríð og valdaskak

Fráfarandi framkvæmdastjóri Nató og forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, stingur niður penna til að ræða Úkraínudeiluna. Fyrirsögnin er Siðastríð við Rússland.

Rasmussen hafnar alfarið að átökin um Úkraínu séu stórveldaátök Bandaríkjanna og Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússlands og ætti að skoða í landfræðilegu og sögulegu samhengi.

Nálgun Nató-mannsins er að stríðið við Rússland sé um siðagildi, sbr. fyrirsögnina. Hann segir Pútín reka þar austurfrá ,,fullveldislýðræði" sem kæfir frjáls skoðanaskipti og stýrir fjölmiðlum í þágu valdhafa.

Á móti fullveldislýðræði Rússa teflir Rasmussen fram vestrænu frjálslyndu lýðræði.

Hængurinn á málflutningi Rasmussen er einkum sá að Evrópusambandið, sem einn aðili Úkraínudeilunnar, stundar fullveldislýðræði, t.d. með því að láta þjóðir kjósa aftur ef þær kjósa rangt í fyrstu umferð. Írland hafnaði Lissabonsáttmálanum en var látið kjósa aftur. Þá er það ekki í samræmi við frjálslynt lýðræði að koma í veg fyrir að þjóðir kjósi um um sáttmála eins og þann sem kenndur er við Lissabon og stýrir verklagi Evrópusambandsins. Sum ESB-ríki eru heldur ekki fyrirmyndarríki lýðræðis, t.d. Ungverjaland. Ítalía, meðan Berlusconi naut við, var með fjölmiðlakerfi áþekkt því rússneska.

Lýðræði er rekið með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Það gildir bæði um Vestur-Evrópu innbyrðis og í samanburði milli fjarlægari lýðræðisríkja.

Tilraun Rasmussen til að klæða hefðbundið valdaskak stórvelda í siðgæðisbúning er ekki trúverðug.

 


Sálin hans Páls

Páll Skúlason er látinn. Páll stundaði heimspeki í landi með skamma hefð fyrir þeim fræðum sem Forn-Grikkir grundvölluðu. Heimspeki má bæði nota til að rýna og rífa niður kennisetningar sem og til að auka skilning mannsins á sjálfum sér og eftirsóknarverðu samfélagi. Páli var seinni tegund heimspekinnar tamari, að byggja upp.

Í kennslu tók hann dæmi af öðrum frumkvöðli mennta og fræða, Sigurjóni Björnssyni, sálfræðingi, sem nýkominn úr námi fékk spurninguna ,,hvað er sál?". Sigurjóni vafðist tunga um tönn og gárungarnir skeyttu á hann milliheitinu ,,sálarlausi." Enginn efast um sálina, sagði Páll, þótt við getum ekki auðveldlega skilgreint hana. Sama gildir um heimspeki.

Páli var heimspeki meira en fræðigrein. Hún var lífsháttur. Þegar hann hitti gamla nemendur spurði hann ,,hvað ertu að lesa?" til að fá pælingu sem gæti orðið upphaf samræðu.

Sálin hans Páls er orðinn hluti eilífðarumræðunnar.

Blessuð sé minning Páls Skúlasonar.  


Lorca var drepinn af mönnum Franco

Spænska skáldið Federico García Lorca var tekið af lífi án dóms og laga í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar. Leynd hefur verið um örlög Lorca en nú hafa opinber skjöl, sem tekin voru saman á sjöunda áratug aldarinnar, sýnt fram á að fasistar, sem hershöfðinginn Franco leiddi, handtóku Lorca og tóku af lífi.

Guardian birtir frásögn af gögnunum sem voru tekin saman af lögregluyfirvöldum í Granada á sínum tíma.

Lorca var höfundur leikritanna Blóðbrúðkaups og Hún Bernhörðu Alba. Hann var sósíalisti og studdi spænska lýðveldið sem fasistar steyptu.

Lengi var þráttað um kringumstæður þess að Lorca var drepinn og látið að því liggja að hann hafi fallið í átökum. Ævisagnaritari Lorca segir gögnin, sem nú liggja frammi, sýna svo ekki verði um villst að fasistar handtóku Lorca og myrtu.


Hamingjan er valdleysi vinstriflokka

Eftir að þjóðin eftirminnilega hafnaði forsjá vinstriflokkanna, í kosningum til alþingis vorið 2013, gengur okkur flest í hag.

Ham­ingja þjóða er ákvörðuð út­frá ýms­um þátt­um. Meðal ann­ars er hún met­in út­frá vergri þjóðarfram­leiðslu, fé­lags­leg­um stuðningi, lífs­lík­um, ein­stak­lings­frelsi, gjaf­mildi og upp­lif­un af spill­ingu.

Fullvalda Ísland utan Evrópusambandsins með vinstriflokkana í eilífri stjórnarandstöðu er uppskriftin að hamingjusamri þjóð.

Sameinuðu þjóðirnar staðfesta niðurstöðuna.


mbl.is Ísland næstbest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðmenningin á Íslandi og Englandi - og efinn

Sumardagurinn fyrsti ætti að vera dagur íslenskrar þjóðmenningar enda standa rök til þess að dagurinn sé séríslenskur.

Sumardaginn fyrsta ber í ár upp á dag heilags Georgs sem er þjóðhátíðardagur Englendinga. Georg var ekki enskur heldur rómverskur hermaður. Englendingar eru ekkert allof vissir í sinni sök, hvort við hæfi sé að halda upp á þennan dag þótt hefð sé fyrir hátíðarhaldi.

Efinn á Englandi brýst t.d. fram í upprifjun á ,,enskum" fyrirbærum sem ekki eru ensk, þegar að er gáð.

Þjóðmenning er stórt hugtak með óræða skilgreiningu. Við vitum að til er eitthvað sem heitir þjóðmenning og hún er tákngerð á ýmsa vegu, t.d. með fjallkonunni íslensku. En það er ekki til tæmandi lýsing á þjóðmenningu, - hvorki íslenskri né enskri.

Gleðilegt sumar.


mbl.is Skátar fagna sumri víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi atvinnurekenda og launakerfið í landinu

Verkalýðsfélög á Húsavík og á Akranesi segja fyrirtæki bíða í röðum eftir því að gera kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það valda glundroða ef fyrirtæki semji framhjá SA.

Orð Þorsteins endurspegla sósíalískan hugsunarhátt um að kjarasamningar skuli miðstýrðir, annars sé hætta á upplausn á vinnumarkaði þar sem hver launahöndin verði upp á móti annarri. Í sjálfu sér er vel mögulegt nokkuð sé til í þessari þjóðfélagsgreiningu Þorsteins.

Tvö atriði verður þó að hafa í huga. Í fyrsta lagi að kjarasamingar SA og verkalýðshreyfingarinnar eru um lágmarkslaun. Mörg fyrirtæki borga langt umfram lágmarkslaun. Í öðru lagi er þess að gæta að launakerfið í landinu eru alls ekki nógu gagnsætt. Hvergi er að finna upplýsingar og ekki heldur rök fyrir að tiltekið starf gefi svo og svo mikið í laun.

Við þurfum umræðu um launakerfið í landinu um hvað hver störf eiga að skila launafólki. Líklega kæmumst við ekki að endanlegri niðurstöðu en upplýsingarnar sem kæmu fram, um hvernig launakerfið í landinu er í raun og veru, myndu vera til bóta fyrir alla viðkomandi. Varla er það svo að kjaraumræðan þoli ekki staðreyndir.


mbl.is 12 fyrirtæki komin á listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráð: Samfylkingin elur á óvild í samfélaginu

Samfylking er ekki flokkur sátta og samstöðu heldur óvildar og sundurlyndis. Viðskiptaráð segir í tilkynningu um ályktun Samfylkingarinnar:

Auk fjölmargra rangfærslna er orðalag ályktunarinnar á þann veg að alið er á óvild og þannig dregið úr líkum á lausn kjaradeilna.

Samfylkingin vinnur skipulega gegn samfélagsfriðnum og nýtir hvert tækifæri til að kveikja ófriðarbál og talar af vanþekkingu um kjaramál, líkt og rakið er í frétt Viðskiptaráðs. Engu er fylkt saman í Samfylkingu heldur leiðir þar heimskur hatursfullan.


mbl.is Saka Samfylkinguna um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið, Útvarp Saga og minnsti minnihlutinn

Góða fólkið amast við Útvarpi Sögu og finnst fjölmiðillinn ekki fylgja nógu vel pólitískum rétttrúnaði.

Mótmælin eru undir formerkjum samúðar með minnihlutahópum.

Minnsti minnihlutinn er einstaklingurinn. Góða fólkið vill meina einstaklingum málfrelsi. Sá sem hugsar upphátt gæti komist í andstöðu við handhafa réttra skoðana.

Réttar skoðanir, sem þola ekki umræðu, hljóta að vera rangar.


mbl.is Mótmæla „hatursorðræðu Útvarps Sögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða, líkt og laun, er lífskjör

Launakjör á Íslandi eru á hraðri uppleið og munu allir njóta góðs af. Að sama skapi munum við öll skaðast af kjarasamningum sem ekki er innistæða fyrir. Slíkir samningar vita á verðbólgu með tilheyrandi kollsteypu.

Enginn í ábyrgðastöðu boðar ósjálfbærar launahækkanir. En sumir, sem búa við hvað bestu lífkjörin, telja sig ekki þurfa að sýna samfélagslega samstöðu og skenkja sér og sínum launahækkanir sem yllu efnahagslegum óstöðugleika ef allir nytu.

Frétt af stjórnarmönnum tryggingafélags sem afsala sér hækkun launa vegna umræðunnar um aðstöðumun ólíkra þjóðfélagshópa er kannski VÍSbending um að skilningar sé fyrir hversdagslegum sannindum, sem svo auðvelt er að gleyma, að samstaða er hluti lífskjara okkar, ekki síður en launin.

 


mbl.is Afsala sér 75% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grár köttur Steingríms J.

Í bók Björns Jóns Bragasonar, Bylting og hvað svo?, segir frá því á bls. 104 að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi litt leyft þingmönnum Vinstri grænna að fylgjast með samningum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna.

Lilju Mósesdóttur, sem kann sitthvað fyrir sér í hagfræði, var skipulega haldið utan við samningana enda fór svo að hún hrökklaðist úr flokknum. Þórólfur Matthíasson prófessor var aftur á móti í náðinni hjá Steingrími J. og ,,,,eins og grár köttur" í fjármálaráðuneytinu".

Liður í uppgjöri við erlendu kröfuhafana var Icesave, sem í grunninn var skuld einkabanka en erlendu kröfuhafarnir heimtuðu að almenningur á Íslandi axlaði ábyrgð á.

Grái kötturinn Þórólfur Matthíasson prófessor gekk fram af bjargbrúinni í hagsmunavörslu fyrir útlendu kröfuhafana, eins og sjá má í þessari frétt af Stöð 2.

Gráir kettir og dómgreind eru sitt hvað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband