Miðvikudagur, 29. júlí 2015
Jesú og druslurnar
Jesú gekk druslugönguna um liðna helgi, eru skilaboð kvenprests. Óekkí, segir talsmaður Vantrúar, kirkjan þjösnast ár og síð á konum.
DV kallar formann Vantrúar til vitnis um að Jesú gekk ekki druslugönguna. Formaðurinn vitnar í heilaga ritningu til staðfestu að Jesú var víðsfjarri göngunni.
Þær eru margar druslurnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júlí 2015
ESB ekki lengur Evrópa
Evrópusambandið yfirtók álfuheitið Evrópa í þegar samrunaferli ESB-ríkjanna gekk hvað hraðast fyrir sig um og eftir aldamótin. Í samtali blaðmanns Die Welt við þýska stjórnmálafræðinginn Herfried Münkler dúkkar spurningin upp hvort Evrópa eða Evrópusambandið standi frammi fyrir breytinum.
,,Það er jú nokkur munur á Evrópu og Evrópusambandinu," segir blaðamaður og stjórnmálafræðingurinn samsinnir.
Münkler ráðgjafi þýska utanríkisráðuneytisins og með þekktari stjórnmálafræðingum landsins. Hann telur næstu tvö til þrjú árin leiða í ljós hvort Evrópusambandið eigi sér framtíð eða ekki. Münkler segir tvo möguleika fyrir ESB. Í fyrsta lagi kjarnasamstarf stofnríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Benelux-landanna. Í öðru lagi breiðari ESB undir forystu Frakklands og Þýskalands.
Hvor heldur útgáfan sem yrði ofan á er hugmyndin um Evrópusamband svotil allra landa álfunnar lögð á hilluna.
Viðtal Die Welt við Münkler er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem reynt að semja nýja frásögn um Evrópusambandið. Rauður þráður í þessum tilraunum er að bjarga því sem bjargað verður af Evrópusambandinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 27. júlí 2015
Viðskiptamódel Bónus/Hagkaupa á fákeppnismarkaði
Hluthafar Haga, sem reka Bónus/Hagkaup samstæðuna, taka inn ríkulegan hagnað í skjóli fákeppni á matvörumarkaði. Árshagnaðurinn nemur um 4 milljörðum króna.
Á fákeppnismarkaði þarf ekki að haga áhyggjur af samkeppni. Löngu viðurkennt er að meintur samkeppnisaðili Bónus, Krónan, heitir svo vegna þess að Bónus ákveður verðið og Krónan er krónunni dýrari eða þar um bil.
Ekkert samráð þarf um slíka samstillingu verðlags, aðeins ,,skilning" og örar verðmælingar hjá meintum samkeppnisaðilum til að ganga úr skugga um réttan ,,skilning."
Viðskiptamódel Haga gerir ráð fyrir um 5 prósent hagnaði af veltu. Verðlagningin miðast við það.
![]() |
Miklu meiri hækkanir en vænta mátti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. júlí 2015
Tvær auðmannaútgáfur, 3 vinstri og 2 til hægri
Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri á auðmannaútgáfuna 365-miðla, sem hallist til Samfylkingar í pólitík en mylur þó mest undir umsvif eigandans.
Björn Ingi Hrafnsson stýrir Vefpressunni fyrir hönd auðmanna sem fela nafn og númer. Eyjan var til skamms tíma hreint vinstramálgang en fetar sig inn á miðjuna. DV er með óljósa pólitík, enda feimið við eignarhaldið.
Í landinu eru þrjár hreinar vinstriútgáfur; RÚV, Kjarninn og Stundin. Hægriútgáfurnar eru tvær; Morgunblaðið og Viðskiptablaðið.
Samantekið; hægripólitík á undir högg að sækja í íslenskum fjölmiðlum.
![]() |
Ekki séns í helvíti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 27. júlí 2015
Rússar hervæðast á norðurslóðum
Norðurslóðir og Atlantshaf eru meginþættir í nýrri flotastefna Rússa, samkvæmt þýska tímaritinu Spiegel. Vegna útþenslu vesturveldanna í Austur-Evrópu byggja Rússar upp styrk sinn í norðri.
Aðgangur að náttúruauðlindum í norðri er ekki síður mikilvægt keppikefli Rússa sem hyggjast byggja upp flota kjarnorkuknúinna ísbrjóta.
Á Kyrrahafi stefna Rússar að vinsamlegum samskiptum við Kínverja.
Norðurslóðir verða vettvangur hagsmunaárekstra vesturveldanna og Rússa í fyrirsjáanlegri framtíð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. júlí 2015
4 fjölmiðlaveldi og smælingjar sem skipta máli
Í landinu eru fjögur fjölmiðlaveldi; Morgunblaðið, RÚV, 365-miðlar Jóns Ásgeirs og Vefpressa Björns Inga. Auk fjömiðlaveldanna eru miðlar s.s. Viðskiptablaðið, Kjarninn og Stundin með launaða blaðamenna að skrifa fréttir.
Í viðbót við þessa fjölmiðlaflóru eru eitthvað um 20 til 30 öflugir bloggarar sem reglulega birta sitt sjónarhorn á tíðindi dagsins. Þá eru ótaldir brjálæðingar sem vilja drepa mann og annan og kalla það umræðu.
Allt talið erum við nokkuð vel sett með fjölmiðla.
![]() |
Bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. júlí 2015
Jón Baldvin og Stefán jarða ESB-aðild
Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð, segir Jón Baldin Hannibalsson. Stefán Ólafsson tekur undir orð Jóns Baldvins og sendir pillu á forystu Samfylkingar:
Ef fleiri vinstri og miðjumenn hefðu jafn skýra sýn á þjóðmálin og Jón Baldvin væru stjórnmálin á Íslandi ekki jafn andlaus og ráðvillt og nú er.
Vinstrimenn undirbúa sig undir tap í kosningunum 2017. Kannski að Eyjólfur hressist fyrir 2021.
![]() |
Fastgengisstefna eina lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. júlí 2015
Hægriflokkar, velferðarmál og þjóðarheimilið
Á Norðurlöndum eru hægriflokkar orðnir sterkir í velferðarmálum og hagsmunum launafólks. Helmingurinn af þingflokki Danska þjóðarflokksins, sem vann stórsigur í síðustu þingkosninum, er launafólk.
Svíþjóðardemókratarnir styrkja sig jafnt og þétt á sama grunni; gagnrýni á Evrópusambandið og flóttamenn en stuðningur við velferðamál. Í Noregi er Framfaraflokkurinn á sömu slóðum og Sannir Finnar gera það gott á austurlandamærum Norðurlanda.
Þjóðarheimilið er hugtak sem breska vinstriútgáfan Guardian notar til að útskýra vöxt og viðvang hægriflokka á grunni málefna sem vinstriflokkar sátu einir að í áratugi. Þjóðarheimilið var velferðarþjóðfélagið sem vinstriflokkarnir skópu en hættu að sinna vegna þess að þeir urðu alþjóðlegir. Evrópumál og opin landamæri urðu áhugamál vinstriflokkanna sem æ oftar var stjórnað af stétt háskólamanna án tengsla við almennt launafólk.
Þjóðarheimilið er íhaldspólitík gagnvart alþjóðavæðingu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnmálakerfið nýtur mesta traustsins, er pólitík þjóðarheimilisins óðum að ryðja sér rúms undir formerkjum hægriflokka. Gömlu vinstriflokkarnir eru í kreppu.
Jafnvel vonarstjörnur vinstrimanna eru orðnar veikar fyrir hugmyndum um þjóðarheimilið. Jeremy Corbyn, sem þykir róttækur and-Blairisti í breska Verkamannaflokknum, íhugar að mæla með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Þjóðarheimilið og Evrópusambandið eru andstæður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 25. júlí 2015
Guðmundur Steingríms útilokar dauðabandalag við Samfylkingu
Björt framtíð afneitar Samfylkingunni og kýs heldur að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Guðmundundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar, sem einu sinni var í Samfylkingunni, lýsir vantrausti á móðurflokkinn.
Guðmundur metur stjórnmálaástandið þannig að vinstripólitík og ESB-stefnan sé komin út í móa og verði ekki bjargað.
Til að Björt framtíð eigi möguleika á valdastólum er best að binda trúss sitt við hægripólitík, er mat formannsins.
Tilboð Guðmundur er í raun að Björt framtíð verði þriðja hjólið undir vagni hægristjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25. júlí 2015
Ari, Ólafur og rætni sömu rótar
Ari Edwald og Ólafur Stephensen voru til skamms tíma vopnabræður í vinnu hjá Jóni Ásgeiri á 365-miðlum. Báðir tilheyra þeir síminnkandi samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.
Félagarnir fyrrum starfa núna hvor á hjá sínum hagsmunasamtökunum.
Málefnin eru vitanlega aukaatriði en rætnin þess meiri. Kemur ekki á óvart.
![]() |
Rætnar ásakanir og rangfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)