Miðvikudagur, 29. janúar 2020
Sósíalistar og 0,1 prósentið
,,Að skoða ævintýralega dýrar eignir á Seltjarnarnesi er svo kexrugluð innsýn í 0,1 prósentið," segir í háðsfrétt DV um húseign á Nesinu með ásett verð upp á 130 milljónir.
Í meðfylgjandi frétt mbl.is segir af sölu á húseign Gunnars Smára formanns Sósíalistaflokks Íslands. Ásett verð: 119 milljónir.
Þegar talsmenn öreiga selja eignir í sama verðflokki og 0,1 prósentið sem ,,á Ísland" er einboðið að stéttabaráttan er ekki lengur háð á efnahagslegum forsendum. Baráttan stendur á milli dómgreindar og þeirra sem hafa hana ekki.
![]() |
Brynhildur keypti glæsihús Gunnars Smára og Öldu Lóu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. janúar 2020
Snjall Stefán í höfuðvígi vinstrimanna á Efstaleiti
Nýskipaður útvarpsstjóri er maður margra hlutverka. Stefán Eiríksson var trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar við val á seðlabankastjóra. Í lekamálinu rak Stefán síðasta naglann í pólitíska líkkistu Hönnu Birnu innanríkisráðherra.
Eftir viðvik fyrir Bjarna formann réðst Stefán í vist hjá vinstrimönnum í ráðhúsi Reykjavíkur og vann sig upp hratt og vel, kveður sem borgarritari.
Og nú er kappinn orðinn húsbóndi á Efstaleiti.
Hægriúlfur eða vinstralamb?
Fátt um svör þegar stórt er spurt.
![]() |
Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. janúar 2020
WOW 2: gjaldþrot er möguleiki
Endurreist WOW byrjar á fraktflugi og fer síðan yfir í farþegaflug. Í meðfylgjandi frétt er hálfs árs seinkun á WOW 2 útskýrð:
Upphaflega stóð til að flugrekstur félagsins hæfist í lok október á síðasta ári, en það frestaðist af ýmsum ástæðum. Meðal annars kom í ljós að aðeins flóknara var að endurreisa fallið flugfélag heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Á svipuðum tíma opnuðust svo möguleikar á því að gera verkefnið enn stærra, í kjölfar þess að nokkur lággjaldaflugfélög lögðu upp laupana.
Já, það eru möguleikar í gjaldþroti. Til dæmis á enn öðru gjaldþroti.
![]() |
WOW air í loftið um miðjan mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. janúar 2020
Efling: meira kaup, minni menning
Endurgerð bragga við gamla Reykjavíkurflugvöll var í nafni menningar. Verkefnið, eins og ýmis önnur á sviði menningar, kostaði margfalt meira en til stóð enda vinstrimenn að verki.
Efling, stéttarfélag sósíalista, segir launakröfur sínar gagnvart borginni nema andvirði fjögurra bragga.
Hvers vegna ekki reikna launakröfurnar í rithöfundarlaunum? Bóka- og listasöfnum? Leikhúsum? Styrkjum til íþróttafélaga?
Sósíalistar eru alþjóðasinnar. Líklega vilja þeir að Ísland verði verstöð er gefi vel í aðra hönd; menninguna má sækja til útlanda.
![]() |
Kröfur Eflingar nema fjórum bröggum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. janúar 2020
Smávegis reisn, Egill Helga, bara smávegis
Egill Helga birti afmæliskveðju til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, sem varð fimmtugur í gær. Afmæliskveðjan var tvær línur. En 95% af texta Egis var sneið til fimmtugsafmælis Davíðs Oddssonar sem var fyrir heilum 22 árum.
Líkt og aðrir vinstrimenn á Egill erfitt með að hemja sig þegar Davíð er annars vegar. Jafnvel þegar fyrrum forsætisráherra er hvergi nærri vettvangi - afmælisdagurinn var Bjarna - geta menn ekki á sér setið og haga sér eins og götustrákar.
Yfirskrift færslu Egils er ,,Bjarni fimmtugur - dálítið breyttir tímar". Sumt breytist þó ekki. Til dæmis neyðarleg þráhyggja Egils og félaga gagnvart Davíð Oddssyni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. janúar 2020
Straumsvík og heimskreppan
Álverð er talið endurspegla horfurnar í heimsbúskapnum. Ál er notað í framleiðslu bíla, flugvéla og heimilistækja. Væntingar um samdrátt eða kreppu koma snemma fram í álverði.
Á síðasta ári lækkaði álverð um tæp 8 prósent.
Tilkynningin um minni framleiðslu í Straumsvík er vísbending um að heimsbúskapurinn standi ekki traustum fótum.
![]() |
Áhyggjur af starfsfólkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. janúar 2020
Sósíalísk verkalýðsbarátta
,,Það er sjúklega ólýðræðislegt og sjokkerandi að verða vitni að því að fólk ætli að stilla félagsmönnum Eflingar upp sem einhverjum svikurum við lífskjarasamninginn," segir Sólveig Anna formaður Eflingar.
Nýgerðir lífskjarasamningar eru, samkvæmt Sólveigu Önnu, dæmi um ,,sjúklegt óréttlæti." En formaður Eflingar taldi þá nógu góða fyrir félagsmenn Eflingar er starfa á almennum vinnumarkaði.
Dálítið ,,sjúkt", ekki satt?
![]() |
Engir svikarar við lífskjarasamninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. janúar 2020
Fólk flýr til Íslands - í eldgos
Á ráðstefnu fyrir tveim dögum segir sóttvarnarlæknir að búast megi við flóttamannastraumi til Íslands vegna loftslagsbreytinga. Hmm, frá 1880 hefur hitastig jarðar hækkað um 0,8 gráður á Celcíus, já 0,8 C á 140 árum.
Í meðfylgjandi frétt er sagt frá mögulegu eldgosi við Grindavík. Á 13. öld brunnu þar jarðeldar í áratugi.
Hættum móðursýkinni og reynum að lifa við þá staðreynd að náttúran, veðurfar og jarðhræringar, er handan þess sem maðurinn getur stjórnað. Við lifum með náttúrunni en stjórnum henni ekki.
![]() |
Lítur út eins og byrjun á langvarandi ferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. janúar 2020
ESB beitir sér gegn Bretlandi, Kanada
Aðgangur að breskum fiskimiðum verður krafa ESB í viðræðum um fríverslunarsamning við Bretland. Kanada hefur fríverslunarsamning við ESB og kvartar sáran undan tæknilegum viðskiptahindrunum í Evrópu.
Evrópusambandið er valdastofnun sem beitir sér af afli gegn ríkjum utan sambandsins þegar andstæðir hagsmunir eru í húfi.
Æ betur kemur á daginn hve misráðið var fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.
Vinstrimenn, Samfylking og Vinstri grænir, vildu flytja fullveldið og forræði íslenskra mála til Brussel. Gleymum því ekki.
![]() |
Frakkar vilja veiða í breskum sjó næstu 25 árin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 25. janúar 2020
Stefán, frjálshyggjukratismi og Trump
Stefán Ólafsson skrifar um dauða nýfrjálshyggjunnar og boðar afturhvarf til blandaðs hagkerfis. Hann vill
innleiða á ný blandaða hagkerfið sem var ríkjandi á Vesturlöndum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til um 1980 og sem þjónaði almenningi mun betur en hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur gert.
Blandað hagkerfi, ríkisrekstur og einkarekstur, óx og dafnaði á vesturlöndum í hagsææld eftirstríðsáranna. Nýfrjálshyggja verður vinsæl þegar vestræn hagkerfi lenda í kreppu á áttunda áratug síðustu aldar.
Sameiginlegt blönduðu hagkerfi, oft kennt við kratisma, og nýfrjálshyggju er alþjóðahyggja. Frjáls verslun, frjáls flæði vöru og þjónustu og frjálst flæði fólks sameinaði kratisma og nýfrjálshyggju. Evrópusambandið er háborg hugmyndafræðinnar.
Um aldamótin opinberast vandræði alþjóðavæðingar. Millistéttir á vesturlöndum staðna í kaupmætti, verkafólk missir störf til þriðja heims ríkja. Kratískir hagfræðingar eins og Joseph Stiglitz segja frá vandræðunum.
Trump fékk forsetakjör í Bandaríkjunum 2016 til að stemma stigu við frjálshyggjukratískri alþjóðavæðingu. Trump tók bandarískt verkafólk fram yfir hagsmuni stórfyrirtækja.
Trump tekur þjóðhyggjuna, sem var forsenda blandaðs hagkerfis á vesturlöndum, og skrúbbar af henni alþjóðavæðinguna. Eftir standa hversdagsleg sannindi; þjóðríkið eitt tryggir hagsæld borgaranna.
Stefán kann sitthvað fyrir sér í hagfræði og öðrum félagsvísindum. En hann getur ekki, frekar en allur þorri vinstrimann, horfst í augu við þann veruleika að Trump er þjóðlegur krati.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)