Miðvikudagur, 3. ágúst 2016
Vinstriflokkarnir: útlend hraðbraut inn í landhelgina
Vinstriflokkarnir og Viðreisn vilja setja fiskveiðiauðlindina í alþjóðlegt uppboð. Færeyingar gerðu tilraun með slíkt uppboð og niðurstaðan liggur fyrir. Alþjóðlegt uppboð á fiskveiðiheimildum þýðir hraðbraut útlendinga inn í fiskveiðilandhelgina.
Vinstriflokkarnir reyndu síðasta kjörtímabil, í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., að færa landhelgina undir yfirráð Evrópusambandsins. Nú skal selja landhelgina til hæstbjóðenda.
Næstu þingkosningar snúast um efnahagslegt fullveldi Íslands. Þar verða skýrir valkostir.
![]() |
Vonir landsstjórnar brugðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 3. ágúst 2016
Stalín og Trotsky, Erdogan og Gülen
Stalín og Trotsky voru vopnabræður í árdaga Sovétríkjanna en sinnaðist og Trotsky flúði land. Erdogan og Gülen voru samherjar um endurmúslímavæðingu Tyrklands en urðu óvinir eftir því sem völd Erdogan styrktust.
Stalín fékk Trotsky á heilann eftir að sá síðarnefndi varð útlægur. Sagnfræðingurinn Dmitri Volkogonov segir frá bókum Trotsky sem Stalín las og skrifaði athugasemdir á spássíur. Stalín var haldinn ofsóknaræði gagnvart Trotsky og linnti ekki látunum fyrr en útsendari hans plantaði ísexi í höfuð Trotsky.
Erdogan er með Gülen á perunni og mun ekki hætta fyrr en hann stendur yfir höfuðsverði Gülen. Rétt eins og Stalín lætur Erdogan ekki hlutlæga málsmeðferð ráða ferðinni. Erdogan er fyrirfram búinn að ákveða sekt Gülen.
Altæk hugmyndafræði, kommúnismi annarsvegar og hinsvegar múslímatrú, er rauði þráðurinn í samskiptum valdaparanna Stalín-Trotsky og Erdogan-Gülen. Pörin eru steypt í sama mót og eru sömu sannfæringar. Sálrýnirinn Sigmund Freud nefndi það ,,sjálfsdýrkun minniháttar mismunar" þegar náskyldir aðilar búa sér til ágreiningsefni sem þjóna árásargirni í einn stað en í annan stað kröfum valdsins um samheldni. Erdogan þéttir raðir Tyrkja að baki sér með því að gera Gülen að djöfullegum andstæðingi. Stalín notaði sömu aðferð.
Kommúnisminn rann sitt skeið enda stenst altæk hugmyndafræði ekki gagnrýna skoðun. Miðaldaútgáfa af múslímatrú ræður enn ferðinni meðal þorra þeirra 1500 milljóna sem játa spámanninum fylgisspekt. Spurningin er hve dauðatollurinn verður hár áður en múslímatrú aðlagast hörðum staðreyndum veruleikans.
![]() |
Krefst framsals Gülens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. ágúst 2016
Bækur eru múslímum vandamál
Íslensk kona stofnar til bóksafns fyrir múslímska flóttamenn í Þessalóníku í Grikklandi. Á grísku eyjunni Lesbos eru margir múslímskir flóttamenn. Samkvæmt Guardian er með öllu óheimilt að dreifa bókmenntum meðal múslíma:
Euro Reliefs director, Stefanos Samiotakis, said: I have already taken action, so that our volunteers know very well that they should not distribute any kind of literature
Ástæðan fyrir þessu banni er að einhverjir sem aðstoða flóttamenn reyndu að kristna þá. Rökin fyrir bókabanni virðast vera þau að kristinn texti gæti leynst innan um. Og það myndi móðga múslíma.
![]() |
Kristín opnar bókasafn í flóttamannabúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 2. ágúst 2016
Guðni Th. þekkir ekki muninn á klukku og stjórnarskrá
Klukkunni verður ekki snúið til baka, segir Guðni Th. forseti í viðtali við RÚV um það hvort þingkosningar verði í haust eða ekki. Nú er það þannig að stjórnarskráin mælir fyrir um alþingiskosningar á 4 ára fresti. Samkvæmt stjórnarskránni skal kosið til þings vorið 2017.
Með orðum sínum um ,,klukkuna" vísar Guðni Th. til pólitískra yfirlýsinga sem féllu við stjórnarkreppu síðast liðið vor. Þingmenn og ráðherrar gefa pólitískar yfirlýsingar daginn út og inn. Fyrir næstu þingkosningar, hvort heldur þær verða í haust eða vor, verða gefnar margar pólitískar yfirlýsingar sem munu líta skringilega út eftir kosningar.
Ef nýr forseti ætlar sér það hlutverk að túlka pólitískar yfirlýsingar þingmanna og ráðherra og taka undir kröfur um þingkosningar í blóra við stjórnarskrána er hann orðinn leiksoppur pólitískra hjaðningavíga. Slík atburðarás færir forsetaembættið niður á plan götustjórnmála.
Forsetinn sór drengskapareið að stjórnarskránni en ekki klukkunni. En klukkan getur verið ágætt verkfæri til að mæla líftíma stjórnmálamanna.
Mánudagur, 1. ágúst 2016
Guðni, ekki verða Ólafur Ragnar II
Í forsetaembættinu veldur hver á heldur. Ólíkt landsmálapólitík er embætti forseta ekki sniðið að kröfum lýðræðis um fjölræði og málamiðlanir. Embætti forseta Íslands er virðingarstaða oddvita íslensku þjóðarinnar.
Fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði embættið pólitískara en það áður var. Þrjár meginskýringar eru á því. Í fyrsta lagi var Ólafur Ragnar rammpólitískur, umdeildur leiðtogi Alþýðubandalagsins og mótaður í orrahríð kalda stríðsins. Í öðru lagi fékk Ólafur Ragnar kjör árið 1996 vegna þess að hann var mótvægi við áhrifamesta stjórnmálamann landsins á þeim tíma, Davíð Oddsson. Honum var beinlínis ætlað að verða pólitískt mótvægi. Í þriðja lagi gerðu aðstæður Ólafi Ragnari ómögulegt annað en að verða pólitískur. Hér er vitanlega átt við hrunið 2008 þegar stjórnskipum landsins lék á reiðiskjálfi og efnahagsleg framtíð þjóðarinnar var í húfi, en sá þáttur kristallaðist í ESB-umræðunni og Icesave-málinu.
Um leið og Guðna Th. Jóhannessyni er óskað til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi er rétt að hvetja hann til að verða ekki Ólafur Ragnar II. Eftirlíkingarnar eru alltaf lélegri en fyrirmyndin.
![]() |
6. forseti lýðveldisins tekinn við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. ágúst 2016
Vesturlönd og múslímska mótsögnin
Múslímatrú er á vestrænan mælikvarða öfgatrú sem virðir ekki grunngildi vestrænnar menningar um trúfrelsi, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Ofbeldi er samofið múslímatrú þar sem hún viðurkennir ekki aðra lífshætti en þá múslímsku.
Trúarmenning múslíma er gegnsósa af öfgum, eins og viðtækar skoðanakannanir í múslímaríkjum sýna. Samkvæmt rannsókn Pew-stofnunarinnar er almennur stuðningur í múslímaríkjum við trúarlög, sharía. Yfir helmingur íbúa Norður-Afríku og miðausturlanda styður dauðarefsingu gagnvart þeim sem snúa baki við múslímatrú.
Múslímaríki skrifa ekki upp á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Sérstök samþykkt múslímaríkja, kennd við Kairó, beinlínis setur konur skör lægra en karlmenn. Trúarsetningar kóransins eru teknar upp í Kairó-yfirlýsingunni sem undirstrikar andstyggð múslíma á rétti annarra en þeirra sem fylgja spámanninum.
Vestræn samfélög reyndu lengi vel að mæta múslímum með umburðalyndi. Undir formerkjum fjölmenningar áttu allir að finna sína fjöl í samfélaginu: kristnir, gyðingar, múslímar, ásatrúarmenn, búddistar og vantrúaðir. Múslímar notuðu fjölmenningarsamfélagið til að koma sér fyrir á vesturlöndum og í framhaldi gera kröfu um múslímavæðingu þar sem vestræn grunngildi, t.d. tjáningarfrelsi, skyldu víkja ef múslímar móðguðust.
Hryðjuverk múslíma síðustu ár sýna að ógn trúarofbeldis eykst. Sumir, t.d. franski félagsfræðingurinn Farhad Khosrokhavar telja aukið umburðalyndi vera rétta svarið við trúaröfgunum. Frakkland, segir Khosrokhavar, gengur of langt í veraldarhyggju og verður að leyfa múslímum að tjá trúarmenningu sína. Aðrir, eins og Bretinn Charles Moore, hvetja til skilnings á vægðarlausu eðli trúarmenningar múslíma til að hægt sé að mæta ógninni við vestræna menningu.
Danir eru umburðarlynd þjóð. Þegar þriðjungur þeirra telur að Danmörk eigi í stríði við múslímatrú er augljóst að þeir telja umburðarlyndi ekki rétta svarið við múslímskum ágangi. Æ fleiri sannfærast um að múslímska trúarmenningu og vestræna lífshætti er ekki hægt að samrýma.
Múslímska mótsögnin sem vesturlönd standa frammi fyrri er þessi: öfgatrú sem notar trúfrelsi til að grafa undan vestrænum mannréttindum verður ekki stöðvuð nema með takmörkun á trúfrelsi. En takmörkun á trúfrelsi er skerðing á mannréttindum.
Evrópa stendur bjargarlaus gagnvart mótsögninni. Ísland getur enn gætt sín og ekki leyft innflutning á múslímsku mótsögninni.
![]() |
Telja Danmörku í stríði við íslam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)