Guðni, ekki verða Ólafur Ragnar II

Í forsetaembættinu veldur hver á heldur. Ólíkt landsmálapólitík er embætti forseta ekki sniðið að kröfum lýðræðis um fjölræði og málamiðlanir. Embætti forseta Íslands er virðingarstaða oddvita íslensku þjóðarinnar.

Fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði embættið pólitískara en það áður var. Þrjár meginskýringar eru á því. Í fyrsta lagi var Ólafur Ragnar rammpólitískur, umdeildur leiðtogi Alþýðubandalagsins og mótaður í orrahríð kalda stríðsins. Í öðru lagi fékk Ólafur Ragnar kjör árið 1996 vegna þess að hann var mótvægi við áhrifamesta stjórnmálamann landsins á þeim tíma, Davíð Oddsson. Honum var beinlínis ætlað að verða pólitískt mótvægi. Í þriðja lagi gerðu aðstæður Ólafi Ragnari ómögulegt annað en að verða pólitískur. Hér er vitanlega átt við hrunið 2008 þegar stjórnskipum landsins lék á reiðiskjálfi og efnahagsleg framtíð þjóðarinnar var í húfi, en sá þáttur kristallaðist í ESB-umræðunni og Icesave-málinu.

Um leið og Guðna Th. Jóhannessyni er óskað til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi er rétt að hvetja hann til að verða ekki Ólafur Ragnar II. Eftirlíkingarnar eru alltaf lélegri en fyrirmyndin.


mbl.is 6. forseti lýðveldisins tekinn við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef meiri áhyggjur af að hann verði Vigdís Finnboga II.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2016 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ansi er nú kveðjan lítisháttar, að mínu mati, hér. Enda var hér párað sem mest gegn kjöri Guðna TH.Höfundur og nokkrir meðreiðarsveinar hans (já, á meðan ég man, góðar óskir til höfundar með að fá framgengt með fulltingi vina sinna í öðrum stjórnarflokknum, að múlbinda starfsfólk RÚV hér á netinu,vel gert), líkt og guðfræðingur nokkur sem ekki er vert að nefna á nafn, sem hömuðust á Guðna TR og fundu honunm allt til foráttu. Nú á að byrja sleikjuskapinn. Nú þurfa þeir sömu að snúa skafti, svo vitnað sé í fróman dægurlagatexta Stuðmanna, þar á meðal guðfræðingurinn sem ekki þolir mótrök, sá þarf nú aldeilis, á meðan hann vinnur að framboði nýrrar hreyfingar kennda við Ísland, að taka því að fá forseta sem snupraði hann í beinni útsendingu á einni útvarpsstöð kennda við sagnfræði. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.8.2016 kl. 18:02

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vigdís Finnboga II væri hátíð á við ÓRG II, Ásgrímur.

Páll Vilhjálmsson, 1.8.2016 kl. 18:08

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hverjir vilja ekki forseta. Ráðherrar og Alþingismenn ekki satt. Forseti verður að hafa völd þegar Alþingi vill ekki fara að vilja fólksins eða gera einhvað sem þjóðinni þóknast ekki. Forseti verður að hafa völd.

Valdimar Samúelsson, 1.8.2016 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband