Föstudagur, 14. ágúst 2015
Rússar eru fórnarlömb í Úkraínudeilunni
Úkraínudeilan er vegna útþenslu Nató, hernaðarbandalags Bandaríkjanna og ESB, í austurátt. Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu og stóð andspænis Varsjárbandalaginu, sem Sovétríkin fóru fyrir. Varsjárbandalagið var leyst upp árið 1991 en Nató tók að vaxa.
Úþensla Nató byrjaði fyrir 25 árum, þegar Austur-Þýskaland var sameinað Vestur-Þýskalandi sem var Nató-ríki. Rússar voru með herafla í Austur-Þýskalandi frá dögum seinna stríðs og gátu beitt neitunarvaldi gagnvart sameiningu þýsku ríkjanna.
Til að fá Rússa til að samþykkja sameiningu þýsku ríkjanna gáfu ráðamenn vesturveldanna Rússum loforð um að Nató myndi ekki ógna öryggishagsnum Rússlands með því að sækjast eftir nýjum aðildarríkjum í austri. Þýska vikuritið Spigel fór í saumana á þeim loforðum sem gefin voru Rússum um að Nató yrði ekki stækkað í austurátt. Kjarninn í niðurstöðu Spiegel er þessi:
After speaking with many of those involved and examining previously classified British and German documents in detail, SPIEGEL has concluded that there was no doubt that the West did everything it could to give the Soviets the impression that NATO membership was out of the question for countries like Poland, Hungary or Czechoslovakia.
Nató virti ekki öryggishagsmuni Rússa og tíndi upp hvert ríkið af öðru í Austur-Evrópu. Fræðimenn og sérfræðingar á vesturlöndum vöruðu eindregið við útþenslu Nató. Cato-stofnunin birti grein eftir Ted Galen Carpenter með þessu niðurlagi
An enlarged NATO is a dreadful, potentially catastrophic idea. Instead of healing the wounds of the Cold War, it threatens to create a new division of Europe and a set of dangerous security obligations for the United States.
Vesturveldin, blinduð af sigri í kalda stríðinu, létu ekki segjast og ætluðu sér að umkringja Rússland með Nató-ríkjum. George Kennan, sem er helst höfundur að bandarískri utanríkisstefnu á dögum kalda stríðsins, var ómyrkur í máli í samtali við dálkahöfund New York Times um útþenslu Nató:
''I think it is the beginning of a new cold war,'' said Mr. Kennan from his Princeton home. ''I think the Russians will gradually react quite adversely and it will affect their policies. I think it is a tragic mistake. There was no reason for this whatsoever. No one was threatening anybody else.
Samtalið er frá árinu 1998 þegar bandaríkjaþing staðfesti útþensluáætlun Nató. Orð Kennan fá staðfestingu í Úkraínudeilunni sem átti sér langan aðdraganda en sprakk framan í vesturveldin eftir að forseta Úkraínu var bolað frá völdum með vestrænum stuðningi veturinn 2014. Forsetinn fráfarandi þakkar Pútín Rússlandsforseta lífsbjörgina.
Samantekið: Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu sem í aldarfjórðung, frá lokum kalda stríðsins, hefur skipulega lagt undir áhrifasvæði sitt ríki sem áður voru í hernaðarbandalagi með Rússum. Vöxtur Nató veldur tortryggni í Rússlandi. Þegar Nató ætlaði að ná forræði yfir Úkraínu sögðu Rússar, stopp - hingað og ekki lengra.
![]() |
Vill að bandamenn bregðist við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 14. ágúst 2015
Gunnar Bragi er hetja ESB-sinna
Utanríkisráðherra er orðinn að hetju ESB-sinna hér á landi, sem telja hagsmunum og framtíð Íslands best borgið í faðmi Evrópusambandsins. Með því að binda trúss sitt við Evrópusambandið í deilunni við Rússa um forræði yfir Úkraínu.
Beint samband er á milli þess að Íslands er lista óvina Rússa og bréfsins sem afturkallaði misheppnuðu ESB-umsóknina. Um hvorttveggja var vélað í utanríkisráðuneyti Gunnars Braga. Í báðum tilvikum var niðurstaðan klúður.
Gunnari Braga er ekki lengur sætt í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
![]() |
Sakar ráðherra um heimsku og lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2015
BHM og samfélagsfriðurinn
BHM setti á oddinn kröfur sem ekki voru raunhæfar miðað við landslagið á vinnumarkaði. Í stað þess að ná niðurstöðu í samningum kallaði BHM yfir sig lög sem samtökin tóku fyrir dómstóla og töpuðu.
Hvorki BHM né önnur einstök stéttafélög komast upp með að slíta í sundur samfélagsfriðinn.
Við búum ekki í þannig þjóðfélagi.
![]() |
Gekk ekki lengra en réttmætt var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2015
Árni Páll gerir út á Rússahatur
Virtir fræðimenn, til dæmis Bandaríkjamaðurinn John J. Mearsheimer, segja vesturlönd alfarið bera ábyrgð á Úkraínudeilunni með ágengri útþenslustefnu gagnvart Rússlandi.
Í alþjóðasamskiptum eru öryggishagsmunir viðurkennt hugtak. Rússar reisa skorður við útþenslu Bandaríkjanna og ESB í Úkraínu og byggja þar á viðurkenndum sjónarmiðum. Deila stórveldanna í Úkraínu eru Íslandi algerlega óviðkomandi en ef Ísland ætti að taka afstöðu á grunni hlutlægra réttlætissjónarmiða þá væri það með Rússum en ekki a móti.
Árni Páll Árnason gerir út á Rússahatur í ákafa sínum að taka undir utanríkistefnu Evrópusambandsins gagnvart Rússum.
Formaður Samfylkingar er undarlega úti í móa í pólitískri umræðu: hann kennir ríkisstjórninni um fylgisleysi Samfylkingar.
![]() |
Rétt að standa gegn Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2015
Gunnar Bragi skuldar okkur útskýringu
Það er gott og vel að utanríkisráðherra okkar biðji um fund með rússneska starfsbróður sínum Lavrov. En Gunnar Bragi þarf að gera meira en að funda.
Gunnar Bragi þarf að útskýra, fyrst og fremst fyrir Íslendingum, en einnig fyrir alþjóðasamfélaginu hvernig því víkur við að Ísland taki málstað Bandaríkjanna og ESB í deilum þessara stórvelda við Rússa um forræðið yfir Úkraínu.
Úkraínudeilan er dæmigerð stórveldadeila þar tilraunir eins aðila, þ.e. Bandaríkjanna og ESB, til að færa út áhrifasvæði sitt mætir andstöðu annars stórveldis, Rússa, sem eiga ríkra öryggishagsmuna að gæta.
Bandaríkin og ESB hjálpuðu til við að steypa af stóli rétt kjörinn forseta Úkraínu, Viktor Janúkóvisj. Þar var á ferðinni hrátt valdatafl þar sem lýðræði og mannúð komu hvergi við sögu.
Ísland er í Nató, ásamt Bandaríkjunum og 26 öðrum ríkjum, þ.e. flestum ESB-ríkjum. Nató er varnarbandalag og á ekkert erindi inn í Úkraínu. Ef ráðandi öfl í Nató ætla að gera samtökin að verkfæri fyrir útþenslustefnu verður Ísland að endurskoða aðild sína að samtökunum.
Ísland og Rússland, áður Sovétríkin, eiga langa og farsæla sögu samskipta. Þegar eitt Nató-ríki, Bretland, beitti okkur viðskiptaþvingunum og ofríki með herskipum, vegna landhelgisdeilunnar, þá stóðu önnur Nató-ríki hjá. Rússar, á hinn bóginn, opnuðu fyrir viðskipti við okkur og reyndust okkur betri en margur meintur bandamaðurinn í Nató. Rússland á það ekki inni hjá okkur að við skellum skollaeyrum við ríkum öryggishagsmunum þeirra og hvað þá að Ísland leggi nafn sitt við útþenslustefnu Bandaríkjanna og ESB í Úkraínu.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra getur ekki látið ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu móta afstöðu Íslands til heimsmála. Gunnar Bragi fékk ekki kosningu til að mylja undir ESB. Þvert á móti.
![]() |
Vill fá fund með Lavrov |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2015
Vændi og mannvirðing
Rök fyrir lögleiðingu vændis eru sterk. Til viðbótar við þau rök sem Hannes Hólmsteinn nefnir virðist sem réttur kvenna til fóstureyðingar, að konan ákveði slíka aðgerð upp á sitt einsdæmi, gildi líka um vændi: vilji kona selja blíðu sína þá sé það hennar ákvörðun.
Á hinn bóginn.
Samfélag okkar býr að djúpstæðum hugmyndum um mannvirðingu, sem fela í sér að þótt meðferð líkama hvers og eins sé alfarið einstaklingsins þá eru engu að síður takmörk fyrir því hvernig leyfilegt sé að fara líkamann.
Við þekkjum til þessara hugmynda um mannvirðingu t.d. í samhengi við nekt á almannafæri. Auðvelt er að sjá fyrir sér viðbrögð samfélagsins ef sú þjónusta byðist að vakúmpakka látum ástvinum í glært plast til að líkami þeirra mætti vera áfram hluti af fjölskyldunni. Þótt lög yrðu eflaust sett á slíka þjónustu í nafni heilbrigðis eða allsherjarreglu þá byggi að baki hugmynd um mannvirðingu.
Kynlífsviðskipti með líkama fólks gerir manneskjuna að söluvöru í allt öðrum skilningi en þegar maður selur handaflið sitt til að stinga upp kartöflur eða malbika götur. Að leyfa slík viðskipti jafngildir að veita afslátt af mannvirðingu. Slíkur afsláttur bitnar á öllu samfélaginu, ekki aðeins þeim sem kaupa og selja vændi.
Mannréttindahugsun okkar gerir ráð fyrir því að við fæðumst frjáls og leyfir ekki að við seljum okkur sjálf sem þræla - þótt við annars vildum og markaður væri fyrir hendi. Sá sem selur sig í kynlíf falbýður meira en það sem þrællinn gefur þrældómnum.
Í stuttu máli: við ættum ekki að lögleiða vændi.
![]() |
Vændi atvinnutækifæri fyrir konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2015
Stríðsleikir Nató og staða Íslendinga
Í Úkraínu deila stórveldin Bandaríkin og Evrópusambandið annars vegar og hins vegar Rússland um forræði yfir landinu sem var stökkpallur Napoleóns og Hitlers inn í Rússland.
Nató, sem er hernaðarbandalag Bandaríkjanna og ESB stundar stríðsleiki við Rússa sem valda meiri spennu í stórveldasamskiptum en dæmi eru um frá lokum kalda stríðsins, segir í greiningu hugveitunnar European Leadership Network og Telegraph greinir frá.
Íslendingar hafa átt í vinsamlegu samstarfi við Rússa, og þar áður Sovétríkin, um áratugaskeið. Hluti af þessu samstarfi eru viðskipti. Allt er þetta í hættu sökum þess að íslenska utanríkisráðuneytið leyfði Evrópusambandinu að nota nafn Íslands í stórveldadeilum við Rússa.
Ísland á ekki aðild að deilu stórveldanna í Úkraínu. Það er mergurinn málsins og þeim skilaboðum eiga íslensk stjórnvöld að koma á framfæri í Washington, Brussel og Moskvu.
![]() |
37 milljarðar króna í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015
Starfslokasamningar hjá Jóni Ásgeiri
Í fyrirtækjarekstri tíðkast starfslokasamningar við millistjórnendur og þar upp úr. Í þeim samningum er kveðið á um greiðslur til starfsmanns og eru þeir oft með áskilnaði gagnvart starfsmanni.
Nú er alveg hugsanlegt að Kolbeinn leiðarahöfundur Fréttablaðsins hætti störfum á þeim forsendum sem kemur fram í fréttinni, að hann þrufi að sinna ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki - nú rétt áður en háannatíma lýkur. Aðrar skýringar eru þó nærtækari, enda Jón Ásgeir ekki kunnur að sáttfýsi.
Starfslokasamningur, sem ýmist er ritaður eða munnlegur, myndi upplýsa áskilnað Jóns Ásgeirs gagnvart starfslokum Kolbeins.
![]() |
Uppsögnin ekki tengd Jóni Ásgeiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015
Ólafur Ragnar til bjargar klúðri í utanríkismálum
Forsetinn er virkjaður til að bjarga hagsmunum Íslands vegna klúðurs ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu sem létu Brussel ráða ferðinni í utanríkismálum þjóðarinnar.
Ísland er við það að fara á bannlista Rússa sökum þess að utanríkisráðuneytið leyfði að Ísland yrði á lista Evrópusambandsins sem lýsti yfir stuðningi við viðskiptabann á Rússland vegna Úkraínudeilunnar.
Á neyðarfundi utanríkisnefndar alþingis í gær var farið yfir stöðuna með hagsmunaaðilum en milljarðaviðskipti við Rússa eru húfi, einkum vegna makríls.
Úr stjórnkerfinu heyrist að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi verið virkjaður til að bjarga klúðri utanríkisráðuneytisins. Ólafur Ragnar er með víðtækt alþjóðlegt tengslanet og verður það nýtt til að vinna tíma svo að hægt sé að vinda ofan af mistökunum. Meðal þess sem rætt er um er að Ísland og Rússland skiptist á sendinefndum til að fara yfir málin.
![]() |
Funduðu með hagsmunaaðilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015
Verslunin hækkar í hafi - og snuðar okkur
Þegar gengið styrkist á vöruverð að lækka. En verslunin á Íslandi lækkar ekki verðið til neytanda þrátt fyrir sterkara gengi.
Samkvæmt nýrri könnun Hagstofu Evrópu er hvergi í Evrópu dýrara en á Íslandi að kaupa föt, skó, heimilistæki og raftæki.
Á Íslandi er ráðandi fákeppnisverslun þar sem hagsmunir neytenda eru skipulega fyrir borð bornir.
![]() |
Evran orðin miklu ódýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)