Föstudagur, 4. júlí 2025
Samtökin 78 gegn tilfallandi: dómur í dag
Hérađsdómur Reykjavíkur úrskurđar í dag hvort tilfallandi bloggari hafi brotiđ gegn grein 233 a. í hegningarlögum međ gagnrýni á starfsemi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum. Samtökin kćrđu til lögreglu bloggfćrslu. Í framhaldi ákćrđi lögreglustjórinn í Reykjavík tilfallandi bloggara.
Ákćrt er fyrir tvćr efnisgreinar í bloggfćrslu, nánar tiltekiđ:
1. Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskođunarfélag fullorđinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tćlingu barna.
2. Kennsluefniđ er tćling dulbúin sem upplýsingar. Međfćdd blygđunarsemi barna er skipulega brotin niđur. Börn eru gerđ móttćkileg fyrir ţátttöku í kynlífi og ţađ jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Börn eru gerđ efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um ađ ţau séu mögulega fćdd í röngu kyni. Ringluđ börn og óörugg eru síđur í stakk búin ađ veita viđnám fullorđnum međ eitthvađ misjafnt í huga. Út á ţađ gengur tćlingin.
Í ákćru telst ofangeindur texti brjóta gegn grein 233 a. hegningarlaga:
Hver sem opinberlega hćđist ađ, rógber, smánar eđa ógnar manni eđa hópi manna međ ummćlum eđa annars konar tjáningu, svo sem međ myndum eđa táknum, vegna ţjóđernisuppruna eđa ţjóđlegs uppruna, litarháttar, kynţáttar, trúarbragđa, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigđar eđa kynvitundar, eđa breiđir slíkt út, skal sćta sektum eđa fangelsi allt ađ 2 árum. (feitletr. pv)
Lagaleg álitamál sem úr verđur skoriđ í úrskurđi hérađsdóms eru hvort Samtökin 78 njóti verndar laganna, sem tala um ,,mann eđa hóp manna" - en ekki félagasamtök. Annađ álitamál er hvort ummćlin sem ákćrt er fyrir séu rógur/smánun/hćđni um ,,kyneinkenni, kynhneigđ eđa kynvitund."
BDSM-kynlíf er blćti, ekki kynhneigđ, kyneinkenni eđa vitund um kyn. Ţegar BDSM sleppir standa eftir ummćli sem gagnrýna atlögu Samtakanna 78 ađ sjálfsvitund barna. Bođskapur samtakanna er ađ sum börn, ótilgreind, fćđist í röngum líkama. Tilfallandi stendur á ţví fastar en fótunum ađ ekkert barn fćđist í röngum líkama. Ţađ er ómöguleiki. Ummćlin um tćlingu barna er ályktun af ranghugmyndinni ađ sumir fćđist í röngum líkama.
Hérađsdóms er ađ úrskurđa hvort ummćlin séu svo úr takti viđ lýđrćđislega umrćđu ađ ástćđa sé ađ beita grein 233 a. Rökstuđningurinn verđur upplýsandi um stöđu tjáningarfrelsisins hér á landi, hvort sem tilfallandi verđur dćmdur eđa sýknađur.
Annađ mál, sem hérađsdómur mun ekki taka afstöđu til, er hversu eđlilegt sé ađ lögregla og ákćruvald skipti sér af frjálsum skođanaskiptum á Íslandi. Ţađ stendur upp á alţingi ađ breyta hegningarlagagreininni 233 a. Lög sem tálma, ađ ekki sé sagt banna, gagnrýni á sérvisku eru ólög.
Fimmtudagur, 3. júlí 2025
Namibíubrandari hérađssaksóknara
Í gćrmorgun sendi embćtti hérađssaksóknara frétt á RÚV. Ríkisfjölmiđillinn sat einn ađ fréttinni, fékk frumbirtingu. Og hver er fréttin? Jú, búiđ er ađ flytja Namibíumáliđ á milli deilda hjá embćtti hérađssaksóknara, frá rannsóknarsviđi yfir á ákćrusviđ.
Hver rannsakađi og hver ákćrir, sé máliđ ákćruhćft? Jú, einn og sami mađurinn, Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari. Ekkert í fréttinni bendir til ađ ákćrur séu líklegar. Samt vélar sami mađurinn um rannsókn og ákćru og ćtti ađ geta í ţađ minnsta gefiđ til kynna hvers sé ađ vćnta. Fréttin er ađ öđru leyti ekki um neitt.
Brandarafréttina klćđir RÚV í hátíđarfatnađ:
Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari tekur fram í samtali viđ fréttastofu ađ máliđ hafi veriđ umfangsmikiđ og náđ yfir langt tímabil. Ţađ sé áfangi, ákveđin kaflaskil, ađ klára ţetta stóra mál. Nú sé ţađ saksóknara ađ ákveđa hvort ákćrt verđi en ekki sé hćgt ađ segja til um hvenćr sú ákvörđun verđi tekin. (feitletrun pv)
Ólafur Ţór talar um sjálfan sig í ţriđju persónu, segir saksóknara ţurfa ákveđa hvort skuli ákćrt. Saksóknarinn er hann sjálfur. Kaflaskil eru engin ţótt Ólafur Ţór yfirmađur rannsóknarinnar fćri Ólafi Ţór saksóknara pappíra.
Hvers vegna ţessi brandarafrétt á RÚV, sem ađrir fjölmiđlar lepja gagnrýnislaust upp, t.d. Vísir? Er fréttin framlag hérađssaksóknara til veiđigjaldamálsins á alţingi? Er hérađssaksóknari ađ kaupa sér tíma, vill ekki fella máliđ niđur á međan ţing stendur enn? Embćttiđ fékk jú 200 milljón króna aukafjárveitingu til ađ sanna brot á Samherja. Helga Vala ţáverandi ţingmađur Samfylkingar beitti sér ađ setja fé til höfuđs útgerđinni, eins og tilfallandi bloggađi um:
Ţađ sem gerist, í stuttu máli, er ađ fyrir ţrýsting frá ósvífnasta hópi blađamanna sem starfađ hefur á Íslandi og međ 200 milljón króna hvatningu frá ţingmönnum Samfylkingar og Pírata, fór embćtti hérađssaksóknara í leiđangur sem aldrei, aldrei átti ađ fara. Ţessar 200 milljónir snúa ađ ,,ađ ţeim tíđindum sem bárust á síđustu klukkutímum er varđa framkomu Samherja í Namibíu," eins og Helga Vala Helgadóttir ţingmađur Samfylkingar segir í ţingrćđu 13. nóvember 2019 [og er] mútufé fjárveitingavalds til ákćruvalds.
Tilfalllandi fylgdist međ Namibíumálinu frá upphafi. Ţađ sem á yfirborđinu sýndist rannsóknablađamennska reyndist fyllibytta á launum fjölmiđla ađ ljúga upp á fyrrum vinnuveitanda. Blogg fyrir tveim árum setur máliđ í samhengi:
Hvers vegna birti RÚV, í félagi međ Kjarnanum og Stundinni (nú Heimildinni) stađlausa stafi Jóhannesar uppljóstrara? Jú, RÚV og fylgimiđlar stunda ekki blađamennsku heldur málafylgju. RÚV ćtlađi ađ ,,taka niđur" Samherja og nota til ţess ásakanir Jóhannesar.
Namibíumáliđ er önnur atlaga RÚV ađ Samherja. Sú fyrri, Seđlabankamáliđ, hófst 2012. Ţá var eina heimildin fölsuđ gögn sem Helgi Seljan veifađi framan í myndavélar RÚV um leiđ og hann ásakađi Samherja um stórfelld brot á ţágildandi gjaldeyrislögum. Ítarleg rannsókn og dómsmál leiddu í ljós sakleysi Samherja og óvönduđ vinnubrögđ RÚV.
RÚV og fylgimiđlar eru í pólitísku bandalagi međ vinstriflokkunum í herförinni gegn Samherja, bćđi í Seđlabankamálinu og Namibíumálinu.
Brandarafrétt RÚV í gćr um flutning Namibíumálsins milli deilda embćttis hérađssaksóknara er tilraun ađ halda lífi í umrćđu sem er löngu dauđ. Embćtti hérađssaksóknara mun skýla sér á bakviđ rannsóknavinnuna sem ţurfti ađ leggja í sakamáliđ, til dćmis safaríferđ starfsmanna embćttisins til Namibíu. Ţađ ţarf tíma og fyrirhöfn ađ eyđa 200 milljón króna aukafjárveitingu.
Eftir er uppgjöriđ viđ RSK-miđla og vinstriţingmenn sem notuđu óvandađa og siđlausa blađamennsku til ađ siga ákćruvaldi á saklausa. RÚV er miđlćgur kóngulóarvefur spillingar fjölmiđlavalds og vinstrimanna á alţingi og utan. Namibíumáliđ er frá 2019. Tveim árum síđar hefst byrlunar- og símamáliđ ţar sem sömu blađamenn og fjölmiđlar stuđla ađ alvarlegum glćpum, setja mann í lífshćttu og stela einkagögnum.
![]() |
Sú vinna hefst í framhaldinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 2. júlí 2025
Vinstrimenn sameinast gegn Samfylkingu
Sósíalistaflokkurinn međ 4 prósent fylgi í síđustu ţingkosningum, Píratar 3% fylgi og Vinstri grćnir 2,3% fylgi vilja sameinast, segir Gunnar Smári burtrekinn formađur Sósíalistaflokksins. Vísir veitir sameiningu brautargengi međ frétt í sama stíl.
Vinstrimenn stunda á víxl klofning og sameiningu í bráđum hundrađ ár. Fyrsti klofningur ţeirra varđ 1930 ţegar kommúnistar klufu sig úr Alţýđuflokknum. Óđara eftir klofninginn 1930 tóku menn til viđ ađ rćđa sameiningu og hafa ć síđan klofiđ og sameinast eftir ţví hvernig vindar blása.
Sögulega hefđin er ađ ákafast er rćtt um ađ vinstrimenn gangi í eina pólitíska sćng ţegar allir flokkar ţeirra standa tćpt. En nú ber svo viđ ađ arftaki Alţýđuflokksins, Samfylkingin, siglir međ himinskautum í könnunum međ 30 prósent stuđning og fékk mest fylgi allra flokka í síđustu ţingkosningum, tćp 20 prósent.
Nćrtćkast er fyrir vinstrimenn af sauđahúsi sósíalista, pírata og vinstri grćnna ađ ganga fylktu liđi í Samfylkinguna og berjast fyrir hugmyndum sínum á vettvangi flokks međ vćgi í samfélaginu. Hverjar eru líkurnar á ađ ţađ gerist? Engar.
Hvers vegna?
Jú, í vinstripólitík, frá ţví hún mótađist í Evrópu á 19du öld, takast á tveir menningarheimar, hófsamur annars vegar og hins vegar róttćkur. Hófsamir vinstrimenn samţykkja meginreglur borgaralegs ţjóđfélags en vilja breyta og bćta í ţágu láglaunamanna. Róttćkir vilja ganga á milli bols og höfuđs á ráđsettu samfélagi og skapa mennska paradís - sem alltaf endar međ helvíti á jörđ.
Hófsamir og róttćkir vinstrimenn eru sem eldur og vatn.
Viđ síđustu kosningar ţurrkuđust róttćkir vinstrimenn út af alţingi. Vinstri grćnir misstu sitt ţingliđ, Píratar einnig og Sósíalistar fengu engan fulltrúa kjörinn. Sameining vinstrimanna nú, eđa öllu heldur umrćđan um sameiningu, miđar ađ búa til valkost viđ Samfylkinguna, sem verđur höfuđandstćđingur.
Vöxtur og viđgangur Samfylkingar í síđustu kosningum og nýlegum skođanakönnunum er eitur í beinum róttćklinga en ţeir eru án flokka sem mark er tekiđ á. Ţađ gćti vitanlega breyst.
Freistnivandi Samfylkingar er ađ standast 30 prósent fylgi í könnunum og láta ekki undan löngun ađ innleysa ţađ fylgi međ ţingkosningum fyrir lok kjörtímabils. Eftir ţrjú ár gćtu róttćklingarnir bođiđ valkost sem ţeir hafa ekki núna. Sá ljóđur fylgir ráđi hófsamra vinstrimanna ađ ţeir eru tćkifćrissinnar fram í fingurgómana.
![]() |
Spáir nýju félagshyggjuafli: Fólk ađ rćđa saman |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 1. júlí 2025
Ríkisfé spillir flokkum og fjölmiđlum
Biđröđin inn á ađalfund Vorstjörnunnar, eignarhaldfélags Sósíalistaflokksins, stafar af áskrift flokksins ađ ríkisfé. Árlega fćr Sósíalistaflokkurinn 22 milljónir króna ţótt kjósendur hafi ekki séđ ástćđu til ađ styđja frambjóđendur flokksins til ţingmennsku. Píratar, međ engan ţingmann, fá árlega 17 milljónir króna af ríkisfé, skv. lista ráđuneytis.
Hatrömm innanflokksátök Sósíalistaflokksins snúast um árlegt framlag ríkisins upp á 22 milljónir króna nćstu fjögur árin. Ríkisfé heldur flokknum gangandi ţótt kjósendur segi nei, takk. Andstćđar fylkingar takast á um opinbert fé, ekki hug og hjörtu kjósenda.
Ekki ađeins í pólitík spillir gjafafé fyrir starfsemi sem í orđin kveđnu er haldiđ uppi í ţágu almannaheilla en er í reynd kverúlantaiđja fárra. Ríkisfé heldur fjölmiđlum gangandi sem annars fćru á hausinn. Mannlíf og Heimildin, tvćr útgáfur á sömu kennitölu, fá ekki lesendur en eru áskrifendur ađ ríkisfé, tugum milljóna króna á ári hverju.
Lýđrćđi notađ sem réttlćting fyrir fjáraustur í flokka sem kjósendur vilja ekki og fjölmiđla sem lesendur hafna.
Lýđrćđi er léleg afsökun fyrir misnotkun á almannafé. Öllum er frjálst ađ stofna stjórnmálasamtök og sama gildir um ađ hrinda úr vör fjölmiđli. Ţegar menn gera eitthvađ fyrir eigin reikning er lögđ í framtakiđ meiri alúđ og einbeitni en ţegar annarra manna fé er í húfi.
Ţađ er enginn skortur á stjórnmálasamtökum í landinu og samfélagsmiđlar gera jađarfjölmiđla óţarfa.
Samtals fer árlega um einn milljarđur króna til stjórnmálaflokka og fjölmiđla af almannafé. Er ţá ótalin ríkishítin RÚV sem ein og sér fćr sex milljarđa króna. Bruđl međ skattfé almennings í flokka og fjölmiđla skilar ekki betra samfélagi. Ţvert á móti stuđlar ríkisfé ađ óöld og óreiđu - líkt og sést á Sósíalistaflokki Íslands.
![]() |
Slitu fundi ţegar spurt var um fjárstyrki |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)