Föstudagur, 3. júní 2016
Bandalag ESB-sinna og Guðna Th.
Guðni Th. Jóhannesson talaði máli ESB-sinna sem sagnfræðingur. Hann gerði lítið úr árangri Íslendinga í landhelgisdeilum við Breta. Að hætti ESB-sinna sagði Guðni Th. fullveldið ,,teygjanlegt hugtak" sem er annað orðlag um að því megi farga á altari Evrópusambandsins.
ESB-sinnar verðlauna Guðna Th. fyrir unnin störf í þágu málstaðarins með stuðningi við forsetaframboð hans.
Þekktir ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
![]() |
Gott að vera yfir í hálfleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. júní 2016
Minni stuðningur við Guðna Th.
Stuðningur við Guðna Th. Jóhannesson minnkar við aukna umræðu og alvara færist í baráttuna um embætti forseta. Upprifjun á afstöðu Guðna Th. til stærstu mála seinni ára, s.s. Icesave, ESB-umsóknar og stjórnarskrármálsins, sýna að hann tók afstöðu með vinstristjórn Jóhönnu Sig. í þeim málum.
Guðni Th. var talsmaður sjónarmiða sem guldu afhroð við síðustu þingkosningar. Þeim fjölgar sem átta sig á pólitískri afstöðu Guðna Th. og baklandi hans og við það minnkar stuðningur við framboðið.
Búast má við frekari sviptingum áður en kjördagur rennur upp.
![]() |
Guðni Th. með 56,6% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. júní 2016
Iðrun, fyrirgefning og auðmenn
Helstu auðmenn landsins komust undir manna hendur og fengu dóma fyrir lögbrot á tímum útrásar. Réttarkerfið vann sína vinnu og skilaði niðurstöðu. Undir venjulegum kringumstæðum ætti málið að vera afgreitt.
En það er öðru nær, eins og kemur fram í skoðanaskiptum eiginkonu eins auðmannsins, Ingibjargar Kristjánsdóttir, og Guðmundar Andra Thorssonar, sem lesa má um í Vísi.
Ein helsta ástæða fyrir skrifum í líkingu við grein Guðmundar Andra er að þótt auðmennirnir hafi fengið dóma sjást engin merki um betrun. Ekki örlar á iðrun meðal auðmannanna. Þeir tala iðulega eins og framið hafi verið á þeim dómsmorð og að samfélagið ætti að skammast sín fyrir meðferðina á þeim.
Auðmönnum finnst kannski eins og þeir hafi greitt skuld sína með afplánun. Strangt tekið er það rétt. En þegar auðmenn krefjast fyrirgefningar gleyma þeir veigamiklu atriði. Iðrun er forsenda fyrirgefningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. júní 2016
Guðni Th. og baráttan um Ísland
Kjörtímabilið 2009-2013 stóð yfir hatrömm barátta um Ísland. Vinstristjórn Jóhönnu Sig. beitti sér grimmt fyrir áróðrinum um ónýta Ísland. Markmið áróðursins var að brjóta niður andstöðu þjóðarinnar við aðild að Evrópusambandinu, Icesave og nýrri stjórnarskrá.
Guðni Th. talaði máli Jóhönnustjórnarinnar um ónýta Ísland. Hann skrifaði greinar þar sem hann gerði lítið úr afrekum þjóðarinnar, beinlínis til að draga kjarkinn úr þjóðinni.
Grein Guðna Th. í Vísi.is í ágúst 2009 er dæmi um viðhorf hans til þjóðarinnar og sögu okkar. Við eigum að skammast okkur fyrir að hafa flutt matvæli til Bretlands í seinni heimsstyrjöld; við stóðum okkur illa í þorskastríðinu og við eigum að borga Icesave til að komast inn í ESB.
Það fór í taugarnar á Guðna Th. að þjóðin hlustaði ekki á hann sem talsmann Jóhönnustjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Þess vegna talaði hann um ,,fávísa" Íslendinga árið 2013 þegar sýnt var að pólitísk dagskrá Guðna Th. fékk ekki hljómgrunn.
Stuðningur við Guðna Th. er stuðningur við áróðurinn um ónýta Ísland.
![]() |
Guðni Th. talar um þorskastríðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 1. júní 2016
Fávísa þjóðin og hroki á flótta
Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi og stuðningsmenn hans eru hvekktir vegna upprifjunar á ummælum Guðna Th. um ,,fávísu" þjóðina sem framleiðir minningar eftir hentugleikum.
Guðni Th. reynir firra sig ábyrgð og fyrri daginn, þegar hann varð uppvís að stuðningi við verstu útgáfuna af Icesave. Vegna ummæla um fávísu þjóðina spyr Guðni í viðtali við Vísi.is
Hvernig getur kennari orðið þjóðarleiðtogi? Ég veit ekki svarið við því en ég ætla að minnsta kosti að vona að við náum að sameina þessa tvo ólíku heima því ef við getum það ekki erum við í vanda stödd.
Núna heitir það að þjóðin sé í vanda stödd ef hún getur ekki fyrirgefið hrokafulla sagnfræðingnum og gert hann að forseta.
Guðni hvorki vill né getur kannast við dómgreindarleysi sitt, t.d. í afstöðunni til Svavarsútgáfu Icesave, og heldur ekki beðist afsökunar vegna ummæla um að þjóðin sé fávís.
Stuðningsmenn Guðna Th. vonast til að þjóðarfylking myndist á bakvið hrokafulla sagnfræðinginn. Sagan geymir ófögur dæmi um hroka sem leiddur var til öndvegis. Við skulu heldur reka flóttann.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)