Brexit, Trump og Píratar

Stuðningur við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er sömu ættar og stuðningur við forsetaframboð Donald Trump í Bandaríkjunum. Í báðum tilvikum rís almenningur upp gegn valdastéttinni, skrifar Anatole Kaletsky. 

Íslensku Píratarnir eru einnig mótmælaframboð gegn valdastéttinni, eins og hún birtist í starfandi stjórnmálaflokkum. Þó er nokkur munur á baklandi mótmælanna. Samkvæmt Kaletsky eru eldri kjósendur, vinnandi fátækir og lítt menntaðir, sem styðja Brexit og Trump. Þetta er hópurinn sem telur sig vera svikinn af elítu bankamanna og stjórnmálamanna.

Fylgi Pírata kemur einkum frá háskólafólki s.s. kennurum og ríkisstarfsmönnum sem áður kusu Samfylkinguna og Bjarta framtíð.

Píratar skera sig einnig frá Brexistum og Trumpurum með því að þeir eru ekki með neina sérstaka stefnu í stærri málum. Brexistar vilja Bretland úr ESB, Trumparar eru gegn viðskiptasamningum og báðir gegn innflytjendum. Píratar eru á hinn bóginn hlynntir innflytjendum, enda ógna þeir ekki hagsmunum háskólafólks. En að því slepptu sveiflast Píratar á milli sósíalisma og frjálshyggju, svona eftir því hvernig þeir koma frammúr á morgnana, eða öllu heldur hádegisbil.

Stjórnmálakerfið í Bretlandi og Bandaríkjunum er djúpt, óánægjan þar er afleiðing af langtímaferli, en á Íslandi er kerfið grunnt, breytingar gerast hratt. Sem sést á því að við fórum úr kreppu í velsæld á fáeinum misserum. Við kusum meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna yfir okkur 2009 en tortímdum þessum flokkum í þingkosningunum fjórum árum síðar. Kjörfylgi er í minni tengslum við hagsveiflur hér á landi en víða annars staðar.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru Píratar pólitískir arftakar Jóns Gnarr og Besta flokksins, ef einhver skyldi muna eftir þeirri tvennu. Jóni Gnarr skaut upp á stjörnuhimin stjórnmálanna þegar kjósendur mótmæltu sjálfum sér og völdu borgarstjóra manninn sem lofaði ísbirni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Von Pírata um árangur í þigkosningunum er bundin við löngun þjóðarinnar að mótmæla sjálfri sér. Pólitík þeirra tekur mið af þeirri von - hún er hvorki hægri né vinstri, upp né niður, bara allt fyrir alla. Svona eins og Íslendingurinn á sjötta glasi í útlöndum.


mbl.is Fleiri vilja vera áfram í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í bandi - um hagkvæmni fullveldis

Jón Sigurðsson skrifaði Ísland til sjálfstæðis með greininni Hugvekja til Íslendinga sem birtist í Nýjum félagsritum árið 1848. Jón greindi stöðu Íslands innan stórríkis Dana með þessum orðum. (Stafsetning leiðrétt)

Á þessu yrði sami galli og nú er, og hefir lengi verið, að málefni Íslands er ekki stjórnað svo mjög eftir því sem Íslandi er hagkvæmast, einsog eftir því, hvernig öllu hagar til i Danmörku. Danmörk teymir Island eftir sér í bandi, og skammtar því réttindi, frelsi og menntun eftir því, sem henni þykir hagkvæmast og bezt við eiga.

Jón var raunsæismaður á fullveldi. Hann taldi fullveldið forsendu að hér mætti þrífast lífvænlegt samfélag. Á 17. júní er hollt að minnast þess að án fullveldis værum í annarra bandi.


mbl.is Skyldug til að skila góðu búi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Ronaldo?

Englendingar fögnuðu eins og þeir væru Evrópumeistarar þótt þeir hafi sigrað litla bróður Wales.

Ronaldo hinum portúgalska fannst fögnuður Íslendinga ótæpilegur eftir jafnteflið. Hann hlýtur að senda Sturridge og félögum tóninn fyrir að fagna sigri yfir smáliði - sem að vísu státar af besta knattspyrnumanni heims, á eftir Messi.


mbl.is Trylltur fögnuður Englendinga – myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. er talsmaður vonlausa Íslands

Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson er talsmaður vonleysis eftirhrunsins. Hann vildi samþykkja Icesave-samningana, gerði lítið úr fullveldinu með því að kalla það ,,teyjanlegt hugtak" og studdi kröfuna um að stjórnarskránni yrði kollvarpað, eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

Pólitískar yfirlýsingar Guðna Th. eru til þess fallnar að draga kjarkinn úr þjóðinni og framlengja vonleysi eftirhrunsins.


mbl.is Guðni með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamaður og smákrimmar

Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings sækir sér sérkennilegt skjól í meintu sakleysi þeirra sem dæmir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru smákrimmar sakfelldir fyrir morð án þess að líkin fyndust.

Líkið af Kaupþingi blasti við almenningi haustið 2008. En kannski hefur Sigurður nokkuð til síns máls: það þurfti meira en smákrimma til að fella Kaupþing.


mbl.is „Að koma sök á saklausa menn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningafótbolti

Fótbolti er handverk, eins og útskýrt var í BBC-settinu þar sem Shearer, Henry og Kompany greindu hvernig mörk eru skoruð og fjölluðu um skipulag liðs sem nær árangri.

Fótbolti er líka tilfinningar, bæði þeirra sem spila hann og ekki síður áhangenda.

Íslenska sjónvarpið mætti í umfjöllun sinni gera handverkinu betri skil en tilfinningavellunni, sem var yfirfljótandi í gær. Lágpunkturinn var þegar einn sjónvarpsþulurinn sagðist hafa verið í kjallara að borða, og horfði ekki á leikinn, en kom inn í útsendingu og sagðist hafa fundið húsið ,,nötra" þegar Birkir skoraði.

Umfjöllun um tilfinningar á kostnað handverksins eru sumpart skiljanleg. Þátttakan á Evrópumeistaramótinu er ígildi þriggja vikna þjóðhátíðar. En öllu má ofgera. Meiri fótboltapælingar en minni tilfinningavella, takk fyrir.


mbl.is „Tapsár? Erfitt líf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launaskrið forstjóranna, höfrungahlaup á æðstu stöðum

Ofurlaun framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sýna höfrungahlaup með forstjórum fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Það hlaup mun leiða okkur fram af bjargbrúninni ef ekki er gripið í taumana.

Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi í íslensku atvinnulífi og geta með stefnumörkun haft áhrif á sjálfbæra launastefnu.

Lífeyrissjóðir ættu að gera kröfu um launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti setja saman jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi mun hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitala upplýsti samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna.  Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest sem búa við lægstu launin og auka samheldni samfélagsins.

Verkalýðshreyfingin verður að sýna frumkvæði í málinu enda borin von að Samtök atvinnulífsins geri það. SA fordæmir aðeins höfrungahlaupið á almennum vinnumarkaði, ekki á æðstu stöðum.

 


mbl.is Ólafía gagnrýnir laun Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsóknin mátti kosta gjaldþrot Íslands

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stefndi Ísland i gjaldþrot til að ESB-umsókn Samfylkingar mætti ná fram að ganga. Vinstristjórnin reyndi í þrígang að knýja í gegn Icesave-samningana, sem hefðu gert Ísland gjaldþrota.

Áróður vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, gekk út á að hrunið hefði gert Ísland gjaldþrota en svo var ekki, þökk sé neyðarlögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.

Neyðarlögin gáfu Íslandi viðspyrnu, segir hagfræðingurinn James K. Gal­braith. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. reyndi allt sem hún gat til að grafa undan neyðarlögunum, eins og Víglundur Þorsteinsson rekur.

 


mbl.is Víglundur: Af hverju sviku þau?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump fær stuðning nóbelsverðlaunahafa

Samfélagsfriðurinn í Bandaríkjunum er í hættu vegna sífjölgandi fátæklingum sem vinna á lágmarkslaunum, skrifar Angus Deaton nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblíkana talar máli láglaunafólks sem missa störf til þróunarríkja þegar stórfyrirtæki flytja framleiðsluna þangað í skjóli viðskiptasamninga.

Deaton segir nauðsyn að endurskoða alþjóðhagkerfi sem búi til fátæklinga á vesturlöndum til að hjálpa þróunarríkjum. Annars sé voðinn vís. Donald Trump er hávær boðberi válegra tíðinda. 

 


Guðni Th., Píratar, Viðreisn: nýja Ísland í felum

Skoðanakannanir dagsins í dag segja Pírata stærsta flokkinn, Guðna Th. með mesta fylgi forsetaframbjóðenda og Viðreisn á mestri siglingu stjórnmálaflokka.

Píratar eru án stefnumála; Guðni Th. er á flótta frá öllum pólitísku yfirlýsingum sem hefur gefið, sem þó eru ekki margar, og Viðreisn sópaði undir teppið málinu eina sem flokkurinn var stofnaður um - ESB-umsókninni.

Ef þjóðin ákveður að svona skuli þetta vera þegar á herðir, á kjördegi í júní og október, er hún í felum frá sjálfri sér.

 


mbl.is Fylgi Guðna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband