Þriðjudagur, 12. maí 2015
Hvernig á ekki að vinna úr ósigri
Vinstrimenn á Íslandi gætu lært af sálufélögum sínum í Verkamannaflokknum breska hvernig á að taka ósigri í kosningum. Að tók sumir samfylkingarkast á lýðræðið og hraunuðu yfir sigurvegarana.
En jafnt yfir fara trúnaðarmenn Verkamannaflokksins yfir lélegustu úrslit í meira en þrjátíu ár með það í huga hvað megi læra af viðbrögðum kjósenda. Og það er ekki steintaflan misheppnaða sem skýrir tapið.
Kjósendum fannst Verkamannaflokkurinn gleyma að metnaður sé heilbrigður. Áhersla flokksins var öll á að úthluta opinberum gæðum en ekki hvatning til sjálfsbjargar. Þetta er greining bróður formannsins sem varð að víkja í kjölfar ósigursins.
Man einhver eftir umræðu meðal vinstriflokkanna á Íslandi eftir sögulegan ósigur vorið 2013?
Afstaða vinstrimanna var að kjósendur hefði brugðist. Þau viðbrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Enda eru vinstriflokkarnir enn í pólitísku útlegðinni sem kjósendur sendu þá í fyrir tveim árum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. maí 2015
Ísland hf. og skipting þjóðarkökunnar
Einkaeign og almannaeign eru hugtök sem lengi vel vísuðu í tvær andstæðar þjóðfélagsgerðir, kapítalisma og sósíalisma. Án verulegrar umræðu er þriðja þjóðfélagsgerðin óðum að yfirtaka hinar tvær.
Lífeyrissjóðir eru ráðandi í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum. Auðlindir í fiskimiðum og vatnsföllum eru sameiginleg eign þjóðarinnar. Yngsta atvinnugreinin, ferðamannaþjónusta, þrífst á því að selja aðgang að landinu okkar.
Þegar það liggur fyrir að við eigum efnisleg verðmæti að stærstum hluta saman er það aðeins spurning um útfærslu hvernig við skiptum verðmætunum á milli okkar.
Og þótt útfærslan geti verið snúin, enda í mörg horn að líta, er það okkur ekki ofviða að finna ásættanlega lausn fyrir alla.
![]() |
Komið að atvinnurekendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. maí 2015
Vinstriflokkarnir ala á úlfúð og andstyggð
Allt síðasta kjörtímabil var hver höndin upp á móti annarri í samfélaginu. Ríkisstjórnin sem ábyrgð bar á ófermdarástandinu var samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar - fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins.
Flokkarnir fengu meirihluta vorið 2009, Vg 22% fylgi og Samfylkingin 30%. Eftir fjögur ár með samfélagsófriði vinstrimanna gafst þjóðin upp og beinlínis slátraði flokknunum tveim í kosningunum 2013. Vinstri grænir fengu 10,9% fylgi og Samfylking 12,9%.
Vinstriflokkarnir lærðu ekki sína lexíu. Enn klifa þeir á úlfúðarstefinu og kynda undir óeiningu. Í umræðum á alþingi í dag svaraði ábyrgur fjármálaráðherra götustrákum vinstriflokkanna.
Fjármálaráðherra greindi stöðuna á vinnumarkaði á yfirvegan hátt en götustrákarnir gerðu hróp, enda kunna þeir ekki annað.
![]() |
Kjaramálin brunnu á þingmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. maí 2015
Lífeyrissjóðirnir styðja Albaníu-fyrirmynd Ásdísar Höllu
Lífeyrissjóðir launþega styðja við bakið á einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem er til höfuðs þeirri opinberu. Samkvæmt Stundinni vinna einir 12 lífeyrissjóðir með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að einkarekinni heilbrigðisþjónustu.
Ásdís Halla gat sér til frægðar að segja íslenska heilbrigðiskerfið eftirbát þess albanska.
Verkalýðsforystan stjórnar lífeyrissjóðunum til móts við atvinnurekendur. Eftir því sem fyrirkomulagið festist í sessi styttist í að enginn munur verður á auðmannaelítunni, hvort heldur hún komi frá ASÍ eða SA.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. maí 2015
Stríð við BBC, skuldauppgjöf hjá RÚV
Íhaldsmenn í Bretlandi ætla í stríð við BBC, segir í frétt Telegraph, m.a. fyrir sakir hlutdrægni breska ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er á hnjánum fyrir framan RÚV og ætlar að gefa áróðursmiðstöð vinstrimanna nokkra milljarða.
BBC er umdeilt og er með ýmislegt sér til ágætis. RÚV er umdeilt og fátt sem mælir með óbreyttum rekstri.
Ef Illugi getur ekki staðið í fæturna gagnvart RÚV er nærtækt að láta Vigdísi Hauksdóttur taka þar til hendinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. maí 2015
Hærri persónuafsláttur bætir lægstu launin mest
Öflugt innspil ríkisstjórnarinnar í kjaradeilurnar er tillaga um að hækka persónuafslátt. Slík hækkun kemur sér best fyrir þá hópa sem eru með lægstu launin.
Með hærri persónuafslætti hækkar sá hluti launanna sem launþeginn heldur eftir hlutfallslega mest hjá þeim sem eru launalægstir.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að fanga þessu útspili ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Tvö skattþrep í stað þriggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. maí 2015
Samfylkingarverkföll
Yfirlýstur tilgangur Samfylkingar breytist einatt í andstöðu sina. Í ríkisstjórn sagðist Samfylkingin slá skjaldborg um heimilin en skildi þau eftir í rjúkandi rúst. Flokkurinn skráði Ísland í hraðferð inn i Evrópusambandið en fór á hraða snigilsins og stöðvaðist við fyrstu mótstöðu.
Samfylkingin ætlaði að breyta stjórnarskrá Íslands en forsjónin kom því svo fyrir að axarsköft flokksins leiddu til þess að stjórnarskráin er hólpin um fyrirsjáanlega framtíð.
Og nú standa samfylkingarverkföll yfir. Þau lækka verðbólgu.
![]() |
Verkfall minnkar verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. maí 2015
Pólitísk heiftarverkföll BHM
Bandalag háskólamanna stundar pólitísk verkföll sem innblásin eru andstyggð á stjórnvöldum en ekki réttmætum launakröfum vinnandi stétta. Pólitíska heiftin er svo mikil að BHM lætur sér fátt um finnast um lög og reglur.
Ólögleg verkfallsboðun er grafalvarlegt mál, ekki síst þegar eiga í hlut stéttarfélög opinberra starfsmanna. Þegar opinberir starfsmenn eru í vinnunni er þeim treyst til að framfylgja landslögum. Það veit ekki á gott þegar trúnaðarmenn opinberra starfsmanna hafa landslög í flimtingum.
Páll Halldórsson var náinn samherji Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrv. forsætisráðherra. Næst á eftir Páli í formennsku BHM er fyrrverandi þingmaður Samfylkingar. BHM-liðar reyna ekki að fela pólitíkina í flokksstarfinu sem launþegar halda uppi.
![]() |
Boðunin úrskurðuð ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 10. maí 2015
ASÍ-maður kvartar undan kommúnisma atvinnurekenda
Við höfum séð hvernig staðnaður kommúnismi fór með margar þjóðir í gjaldþrot. Hugmyndafræði SA er að leiða okkur á þann stað ef ekki verður rótæk breyting á stefnu þeirra samtaka, segir Guðmundur.
Hér talar formaður aðildarfélags ASÍ, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og kvartar undan kommúnisma Samtaka atvinnulífsins.
Einu sinni var verkalýðshreyfingin höll undir kommúnisma, í merkingunni að miðstýring ríkisvaldsins skyldi vera sem viðtækust.
Í dag gagnrýnir verkalýðshreyfingin atvinnurekendur fyrir miðstýringu og óskar sér meira frelsis til samninga.
Til að gera málið enn skrítnara þá á verkalýðshreyfingin stóran hluta stærstu fyrirtækja landsins í gegnum lífeyrissjóðina.
Er ekki orðið tímabært að ASÍ-menn og strákarnir í SA komi sér saman um hvað snýr upp og hvað niður í samskiptum eigenda atvinnulífsins?
![]() |
SA hugmyndafræðilega gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. maí 2015
Konungsríkið Ísland á leið til lýðveldis
Ísland varð með Kalmarsambandinu seint á 14. öld útnáraeyja í konungdæmi sem skilgreindi sig sem meginlandsveldi í Evrópu. Þegar Ísland varð hluti af Noregsveldi á 13. öld með Gamla sáttmála var landið í þjóðleið. Norska ríkið náði einnig yfir eyjarnar norður af Skotlandi, Færeyjar og Grænlands.
Kalmarsambandið týndi Grænlandi, missti skosku eyjarnar og gerði Ísland að jaðarríki sem var leiksoppur enskra og þýskra hagsmuna á 15. og 16 öld. Eftir klofning Kalmarsambandsins í dönsku og sænsku konungsríkin einangraðist Ísland undir dönsku forræði þar sem einokunarverslun og einveldi léku stórt hlutverk.
Íslendingar sóttu í sig veðrið þegar einveldistíma Evrópu lauk í kjölfar frönsku byltingarinnar og eftirskjálftum hennar. Jón Sigurðsson lagði grunninn að réttindabaráttu Íslendinga um miðja 19. öld. Rökrétt niðurstaða af baráttu kynslóðar Jóns fékkst þó ekki fyrr en í lok fyrri heimsstyrjaldar.
Danir óskuðu sér danskra íbúa Þýskalands í Slésvík með vísun í þjóðríkjaregluna sem Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti kynnti. Til að bæta samningsstöðu sína í væntanlegum friðarsamningum fengu Íslendingar sumarið 1918 fullveldi reist á kröfum Jóns Sigurðssonar þar sem íslendingar og Danir hylltu sama konung en hvor þjóðin um sig með eigið þing og ríkisvald.
Fullveldissamningurinn, sem tók gildi 1. desember 1918, var til 25 ára. Evrópa var þá komin í annað heimsstríð. Danmörk var hersetin af Þjóðverjum sem og Noregur. Gamla nýlenduveldið, Bretland, taldi nauðsyn að hertaka Ísland og sendi lítið lið og vanbúið, líkt og kemur fram í frásögn Morgunblaðsins.
Bretar voru með Íslandsleiðangrinum 1940 komnir að ítrustu þanmörkum veldi síns. Þeir börðust við Þjóðverja í tveim heimsálfum, Evrópu og Afríku, og í Asíu sátu Japanir um breska hagsmuni.
Bretar gáfu rísandi stórveldi Bandaríkjanna eftir Norður-Atlantshafið sumarið 1941, þegar banariskt herlið tók við breska hernáminu á Íslandi. Bandaríkin voru ekki enn formlegur aðili að seinna stríði. Það gerðist ekki fyrr en sex mánuðum síðar, þegar Japanir réðust á Perluhöfn.
Íslendingar, líkt og í fyrra stríði, nýttu sér stöðu heimsmála, kvöddu gömlu Evrópu með því að slíta konungssambandinu, sem tók fyrst gildi 1262, og stofnuðu til lýðveldis á Þingvöllum 17. júni 1944.
Lýðveldisstofnunin var leiðrétting á mistökum Gamla sáttmála. Í sögu lýðveldisins er einn flokkur sem vil endurtaka mistökin frá 13. öld. Sá flokkur heitir Samfylking og vafasamt er að hann bjóði fram til næstu þingkosninga.
![]() |
Litla eyjan gríðarlega mikilvæg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)