Mánudagur, 4. apríl 2016
RÚV-mótmælin: auglýsing á fjölmiðlavaldi
RÚV auglýsti í hádeginu að mótmæli á Austurvelli yrðu í beinni útsendingu. RÚV undirbjó jarðveginn í tvær vikur og vill ekki missa af þessu tækifæri til sýna áhrifamátt sinn.
Vitanlega ber RÚV ekki ábyrgð á skemmdarverkum á alþingi Íslendinga og öðru ofbeldi.
En RÚV kallar til verka, hannar atburðarás og ætlar sér hlutverk í framhaldinu.
![]() |
Maður handtekinn vegna skyrsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. apríl 2016
Ólafur Ragnar styður lýðveldið, ekki bananaútgáfu fjölmiðla
Ólafur Ragnar Grímsson styður fullveldi þjóðarinnar, stjórnfestu og stjórnskipun lýðveldisins. Það sýndi hann í Icesave-málinu og í umræðunni um stjórnarskrána.
Síðustu vikur hefur þjóðin orðið vitni af fjölmiðlaherferð gegn forsætisráðherra sem náði hámarki með siðlausri blaðamennsku í Kastljósi í gær.
Fjölmiðlar, með RÚV í broddi fylkingar, freista þess að hanna atburðarás sem lýkur með afsögn forsætisráðherra og falli ríkisstjórnarinnar.
Nái fjölmiðlar sínu markmiði er komið fordæmi sem mun skaða almannahagsmuni. Pólitík mun snúast í auknum mæli um að skapa stemningu í samfélaginu, þar sem rétt og rangt er aukaatriði.
Ólafur Ragnar mun ekki hlaða undir bananaútgáfu fjölmiðla af lýðveldinu.
![]() |
Forsetinn flýtir heimför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 4. apríl 2016
Fyrirsátin í ráðherrabústaðnum - siðlaus blaðamennska
Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann, sem laug að forsætisráðherra um tilefni viðtals, til að sviðsetja dramatík í máli sem snýst um hversdagslegan hlut - ráðstöfun föðurarfs eiginkonu forsætisráðherra.
Fyrirsát Jóhannesar Kr. var sýnd ritskoðuð í Kastljósi, þar sem ekki kemur fram að sænski blaðamaðurinn laug um viðfangsefni viðtalsins. Í útgáfu Aftenposten af fyrirsátinni kemur skýrt fram að sænski blaðamaðurinn segist ætla að ræða almennt uppgjörið við hrunið og endurreisnina í kjölfarið. Blaðamaður Aftenposten segir: ,,hér mætir forsætisráðherra í viðtal í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun."
Jóhannes Kr. notar sömu aðferð á forsætisráðherra og hann gerði við fíkniefnasala þegar hann starfaði í Kastljósi hér um árið. Upplogin tilefni viðtala eru siðlaus aðferð til að setja upp fyrirsát þar sem viðmælandinn á sér einskins ills von og kemur alltaf illa út - enda leikurinn til þess gerður.
Viðtalið í ráðherrabústaðnum var dramatískt eins og til var stofnað. En það var líka siðlaus blaðamennska.
![]() |
Hápunktur tíu mánaða vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Sunnudagur, 3. apríl 2016
Guardian: ekkert ólögmætt eða óheiðarlegt hjá Sigmundi Davíð
Breska blaðið Guardian fjallar ítarlega um Wintris, félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, og segir:
Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)
Einhverra hluta vegna fór þetta framhjá Kastljósi RÚV, sem kepptist við að draga upp þá mynd að forsætisráðherrahjónin séu bæði lögbrjótar og óheiðarleg.
![]() |
Viðtalið við Sigmund - orðrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. apríl 2016
Kaffihúsaumræðan, taka tvö
Kaffihúsaumræða Boga og félaga á RÚV fékk alþjóðlega vídd í Kastljósi kvöldsins þar sem evrópskir fréttamenn voru kallaðir til vitnis um að aflandsfélag eiginkonu forsætisráðherra væri frétt.
Þrátt fyrir að 35 mínútur af Kastljósi væri helgaðar forsætisráðherra, Bjarna Ben. var skipt inn á á 35 mín., kom ekkert fram um fjármál Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs, sem ekki lá fyrir. Anna Sigurlaug stofnaði félagið Wintris fyrir hrun og eignaðist það að fullu áður en stjórnmálaferill Sigmundar Davíðs hófst.
Stóra fréttin var að Lionel Messi á líka félag á aflandseyju. Það skýrir hvers vegna hann var svona lélegur í leiknum á móti Real Madrid í gær - kaffihúsaumræðan kemur mönnum úr jafnvægi hvort heldur á Íslandi eða Spáni.
![]() |
Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. apríl 2016
Trump og sirríar-marxismi: peningana heim í bóluna
Sjónvarpskonan góðlega Sirrí Arnardóttir skrifaði fésbókarfærslu sem Kvennablaðið gerir að frétt. Fyrirsögnin er Peningana heim og lykilsetningin er:
Peningar í skattaskjólum hafa ekki orðið til í tómarúmi óháð vinnu almennings, óháð auðlindum þjóðarinnar. Þetta eru peningar sem þjóðfélagið í heild sinni hefur átt þátt í að skapa. Og við þurfum þessa peninga heim í okkar banka, sjóði og samfélag.
Sirríar-marxismi er einföldun sem stendur á flugufæti. Peningar verða ekki til óháð vinnu, en þeir verða líka til með væntingum. Stundum er of mikið af peningum - þeir verða til vandræða og mynda bólur. Lífeyrissjóðir eiga ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins, en þeir eru einmitt afrakstur ,,vinnu almennings". Lífeyrissjóðir biðja aftur á móti um leyfi stjórnvalda að flytja peninga úr landi - til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Samkvæmt sirríar-marxisma ætti peningur vinnandi fólks, þ.e. eigur lífeyrissjóðanna, að vera kjurrar hér á landi.
Fasteignaverð á Íslandi hækkar um tugi prósenta á nokkrum misserum. Á liðnu ári hækkaði hlutabréfamarkaðurinn hér um 35 prósent eða þar um bil. Hér er einfaldlega til of mikið af peningum. Engin ,,vinna almennings" stuðlaði að þessari verðmætaaukningu, heldur væntingar, öðru nafni spákaupmennska.
Donald Trump kann kannski ekki mannasiði en eitthvað kann hann fyrir sér í braski með hlutabréf og fasteignir. Trump segir bóluna í Bandaríkjunum brátt springa með tilheyrandi afskriftum peninga á mörkuðum. Háttvísari og greindari menn en Trump telja raunar peningahagkerfið eins og við þekkjum það í dag gengið sér til húðar.
Anatole Kaletsky segir kreppuna 2008 og viðbrögð við henni sýna kreppu sem ekki verði leyst nema með uppstokkun á hagkerfum með nýjum efnahagslegum grunnforsendum.
Sirríar-marxismi hjálpar lítið þegar kemur að hörðum efnahagslegum veruleika. En sirriar-marxismi er gott fóður fyrir kaffihúsaumræðuna á Íslandi. Þess vegna varð fésbókarfærslan að fréttagrein í fjölmiðli.
![]() |
Trump: Við sitjum á efnahagsbólu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. apríl 2016
Egill, Bogi og kaffihúsaumræðan
RÚV er í vanda vegna herferðarinnar gegn forsætisráðherra, sem byggist ekki á fréttum heldur endurteknum ýkjum, hálfsannleik og handvali á heimildamönnum með ,,rétta" skoðun. Bogi Ágústsson, RÚV-maður til áratuga, var kallaður til vitnis í þætti Gísla Baldurssonar á RÚV, auðvitað, um það hvort fréttastofa RÚV hefði farið offari í málinu gegn forsætisráðherra.
Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."
Bogi skilgreinir ekki frétt með þessum orðum heldur umræðu. Samkvæmt Boga á RÚV að taka þátt í umræðu á kaffihúsum. Og RÚV verður steinhissa þegar forsætisráðherra afþakkar að taka þátt í umræðu sem meira og minna er búin til af RÚV. Fréttastofa RÚV gerir frétt um sjálfa sig vegna málsins.
Kaffihúsaumræðan er komin á það stig að forsætisráðherra er líkt við Pútin forseta Rússlands og Íslandi við Norður-Kóreu. Og auðvitað koma spekingar RÚV, núna Egill Helgason, og enduróma kaffihúsaumræðuna.
Fjölmiðill sem stundar kaffihúsaumræðu er vitanlega ekkert merkilegri en maður sem situr á kaffihúsi og skrifar slúður á samfélagsmiðla upp úr kjaftaganginum í félögum sínum.
![]() |
Egill líkir Íslandi við Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. apríl 2016
RÚV gerir frétt um fýluna út í Sigmund Davíð
RÚV stendur fyrir herferð gegn forsætisráðherra. RÚV handvelur viðmælendur til að hallmæla forsætisráðherra og ganga sumir töluvert langt, eins og Svandís Svavarsdóttir - en RÚV birtir. Þegar viðmælendur eru á annarri línu en fréttastofa RÚV eru orð þeirra afflutt og verða þeir að birta leiðréttingu, líkt og Brynjar Níelsson.
Þegar forsætisráðherra birtir texta um málefni sem er til umræðu dundar RÚV sér við að finna aukaatriði til að slá upp sem frétt.
Á meðan RÚV hagar sér eins og almannatengill stjórnarandstöðunnar er ekki ástæða fyrir forsætisráðherra að ræða við fréttastofuna. Forsætisráðherra er vitanlega frjálst að ræða við hvaða fjölmiðil sem er eða sleppa því. Fjölmiðlar í ,,umræðunni" þjóna ekki merkilegra hlutverki en bloggsíður og samfélagsmiðar.
RÚV tiltekur í hverjum fréttatíma á fætur öðrum að forsætisráherra tali ekki við féttastofuna. Nú síðast gerir RÚV sérstaka frétt um að fréttamenn RÚV séu fýldir út í forsætisráðherra.
Fréttin er með kostulegri fyrirsögn: Skýrir ekki af hverju hann talar ekki við RÚV.
RÚV krefst skýringa á því sem öllum öðrum er augljóst. Forsætisráherra hefur ekkert við RÚV að tala. Og það eru ekki tíðindi heldur fullkomlega skiljanleg viðbrögð við aðgerðafréttamennskunni á Efstaleiti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 2. apríl 2016
Valdið í umræðunni, 500 manns sem ekki eru þjóðin
Hugtakið ,,umræðan" er iðulega notað um stjórnmálaumræðu. Með ,,umræðunni" (orðið er oftast notað með ákveðnum greini) er gefið til kynna almenningsálitið sé með þessa eða hina skoðunina í það og það skiptið. Þetta er blekking. Þjóðin er einatt víðs fjarri.
,,Umræðan" er i raun og veru fjölmiðlar, samfélagsmiðlar auk stjórnmálastéttarinnar, sem eru starfandi stjórnmálamenn og viðhengi þeirra. Almenningur kemur fyrst til sögunnar þegar þeir sem hafa frumkvæðið í ,,umræðunni" á hverjum tíma ná út fyrir þann hóp tekur þátt í henni.
Um 500 manns taka þátt í ,,umræðunni" á hverjum tíma. Auk stjórnmálamanna eru það blaðamenn, bloggarar og sérfræðingar í háskólum og hagsmunasamtökum.
Völdin í ,,umræðunni" á hverjum tíma eru hjá þeim hópi sem finnur stóran samnefnara til að fylkja sér um og hrífa með sér einhvern hluta almennings.
Stundum tekst að virkja nýja bandamenn. Í ,,umræðunni" um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra tókst að virkja bæði umboðsmann alþingis og ríkissaksóknara. Það bandalag leiddi til afsagnar Hönnu Birnu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar reynir að endurvekja þetta bandalag með því að kalla til umboðsmann alþingis í ,,umræðunni" um aflandsfélög og ráðherra ríkisstjórnarinnar.
,,Umræðan" er sumpart lýðræðislegur vettvangur til skoðanaskipta og stefnumótunar. En hún er einnig valdabarátta um forræðið í samfélaginu. Meðölin sem notuð er í ,,umræðunni" eru oft hálfsannleikur, ýkjur og blekkingar ef ekki hrein og klár lygi.
Einhverjum kann að finnast ,,umræðan" óvægin og á köflum óþverraleg. En þá er rétt að hafa í huga að ,,umræðan" er til muna skárri kostur en valdbeiting.
![]() |
Þingrofstillögunni vísað frá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 2. apríl 2016
Rétturinn til að berja eiginkonuna og drepa systur sína
Í samfélagi meðal okkar er hópur manna sem berst fyrir aldalangri siðvenju að karlar berji eiginkonur sínar án afskipta ríkisvaldsins og þeir haldi þeim rétti að mega drepa systur sínar - sé heiður fjölskyldunnar í veði.
Hópurinn sem berst fyrir þessum rétti er formlegur, skipaður af ríkisstjórn viðkomandi þjóðríkis, heitir Ráð múslímskrar hugmyndafræði, og starfar í Pakistan.
Meðal annarra krafna Ráðs múslímskrar hugmyndafræði er réttur karla til að eignast stúlkur undir lögaldri sem eiginkonur, kallað barnaníð á vesturlöndum, og rétturinn til að taka sér eiginkonu númer tvö og þrjú án þess að spyrja þær sem fyrir eru í hjónasænginni.
Pakistanski rithöfundurinn Mohammed Hanif gerir grein fyrir Ráði múslímskrar hugmyndafræði í pistli í New York Times.
Múslímar í Danmörku fylgja sömu línu og trúbræður þeirra í Pakistan. Í sjónvarpsþáttum í TV 2, þar sem múslímaklerkar voru myndaðir leynilega, ráðleggja þeir dauðarefsingu við afneitun á múslímatrú, framhjáhaldi og vanvirðingu föstunnar.
Múslímar, hvort heldur á vesturlöndum eða öðrum heimsálfum, eiga í nokkrum vandræðum með að aðlagast veraldarhyggju, sem gerir ráð fyrir að trú sé einkamál. Múslímar eru upp til hópa þeirrar skoðunar að trú sé aðferð samfélagsins til að halda uppi aga - og forréttindum gamalla karla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)