Laugardagur, 4. apríl 2015
Egill og feitu Norðmennirnir
Egill Helgason vitnar með velþóknun í umræður um að Ísland sé ömurlegt og Noregur sæluríki.
Í frétt New York Times um andvaraleysi Norðmanna andspænis Rússum, sem hnykla vöðvana líkt og í kalda stríðinu, er haft eftir norskum foringja í flughernum:
Við Norðmenn erum svo ríkir, feitir og makráðugir að við höfum engar áhyggjur.
Í bók eftir Íslending segir að barður þræll íslenskur sé merkilegri en feitur þjónn erlends valds. Bókmennntapáfi RÚV er á annarri skoðun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. apríl 2015
Pírata-nördar stunda ekki-pólitík
Með hjásetu í meirihluta atkvæðagreiðslna á alþingi lýsa þingmenn Pírata yfir afstöðuleysi í pólitík. Ekki-pólitík af þessu tagi felur í sér að aðrir sjái um að leiða mál til lykta.
Píratar fá tröllaukið fylgi í skoðanakönnunum án þess að verða með neina skoðun nema á nördasviðinu, sem er höfundarréttarmál.
Ekki-pólitík Pírata yrði afhjúpuð í kosningabaráttu og fengi nörda-fylgi í kosningum.
![]() |
Hafa í flestum tilfellum setið hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 3. apríl 2015
ESB-Stundin tekur Framsókn fyrir
Stundin er útgáfa með óljósa fjármögnun sem tekur fyrir Framsóknarflokkinn vegna andstöðu flokksins við ESB-ferlið.
Nafnlausir heimildamenn eru látnir fegra ónýtu ESB-formennina, Jón Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur, og hallmæla Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem gerði Framsóknarflokkinn að stórveldi.
Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í blaðamennsku vita að nafnlausir heimildamenn eru aðeins notaðir þegar um brýnar upplýsingar er að ræða og að sá sem veitir þær sé í áhrifastöðu og gæti skaðast ef nafn hans yrði opinbert.
Blaðamaður Stundarinnar kann ekki blaðamennsku þegar hann notar nafnlausa heimild til að segja aulasetningu á borð við ,,Þessar fáu vikur sem Valgerður var formaður léku frjálslyndir straumar um flokkinn..."
Fyrir það fyrsta auglýsir tilvitnuð setning heigulshátt nafnlausa heimildarmannsins sem þorir ekki að standa undir sínu eigin huglæga mati á frjálslyndi Valgerðar. Í öðru lagi er vita allir með minnsta skynbragð á pólitík að enginn formaður gerir eitt eða neitt á nokkrum vikum í flokksstarfi. Í stjórnmálaflokkum er flokksstarf seigfljótandi þar sem mesta vinnan er að fá fólk til að gefa flokksstarfinu gaum - enda er það allt unnið í sjálfboðavinnu.
ESB-vædd blaðamennska Stundarinnar er vísbending um hvernig útgáfan er fjármögnuð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. apríl 2015
Stoltur Íslendingur - og það er frétt
Ungur Seltirningur skrifaði bloggpistil sem fer víða og fær umtal. Hér er úrdráttur
Ég er þakklátur fyrir það að geta bloggað um hvað sem ég vil án þess að þessar færslur séu ritskoðaðar. Ég er þakklátur fyrir það að búa í því landi þar sem að jafnrétti kynja er hvað mest í heiminum (Sjá hér). Ég er þakklátur fyrir það að geta leyft mér að hafa mínar eigin trúarskoðanir og opinberað þær án þess að hljóta refsingu fyrir. Ég er þakklátur fyrir það að hafa aldrei þurft að kynnast þjáningum og eyðileggingu stríðs og ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir það að búa á landi þar sem að samkynhneigð er viðurkennd. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fæðst Íslendingur, hafa alist upp á Íslandi og fengið fullan aðgang að íslenska velferðarkerfinu.
Bjarki Már Ólafsson heitir bloggarinn. Það segir líklega meira um okkur sem samfélag en Bjarka Má að bloggið um stolta Íslendinginn sé orðið að frétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. apríl 2015
Krónan og fullveldi virka, evra og ESB-aðild ekki
Með krónuna og fullveldið að bakhjarli tókst okkur að fara í gegnum hrunið á skaplegri hátt en Írum - að ekki sé talað um ríki Suður-Evrópu sem eru í varanlegum efnahagshlekkjum evrunnar.
Írar, sem þykja koma hvað best úr bankakreppunni af ESB-ríkjum, skulda meira en við og búa við meira atvinnuleysi. Efnahagsmál írlands eru varanlega óstöðug vegna evrunnar, segir írski hagfræðingurinn David McWilliams, sökum þess að helstu útflutningsmarkaðir Íra eru Bandaríkin og Bretland.
Evran virkar heldur ekki fyrir Suður-Evrópu, þar er hún alltof hátt skráð, jafnvel þótt hún hafi rýrnað hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum eða um 25% gagnvart dollar sl. ár.
Skipuleg lækkun evrunnar veldur ójöfnuði í viðskiptum við Bandaríkin og teflír í tvísýnu fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og ESB sem átti að auka hagvöxt beggja vegna Atlantsála.
Grikkland er við það fara úr evru-samstarfinu og taka upp drökmu. Æ fleiri hallast að því að evru-samstarfið sé rótin að pólitískri upplausnin á evru-svæðinu þar sem öfgaflokkar til hægri og vinstri fá byr í seglin vegna efnahagslegrar eymdar sem evran veldur.
Hér heima eru það krúttlegri nördar í Pítrata-hópnum sem fá aukið fylgi þegar almenningi finnst reglulegu flokkarnir ekki standa sig. Við áttum okkur ekki á því hve vel við búum með krónu og fullveldi sem bakhjarla.
![]() |
Útlit fyrir hægfara en stöðugan bata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Lýðræði í Grikklandi er ómarktækt í Brussel
Grikkir gáfu frá sér fullveldi með aðild að Evrópusambandinu og í enn meira mæli með inngöngu í evru-samstarfið.
Lýðræði í Grikklandi gildir ekki í höfuðstöðvum ESB í Brussel nema að því marki að Grikkir mega ákvaða hvaða fulltrúa þeir senda til að taka við tilskipunum frá Brussel.
Lýðræði aðildarríkja í ESB verður farsi sem enginn tekur mark á. Á hinn bóginn er tekið mark á hótunum. Grísk stjórnvöld hóta öðrum ESB-ríkjum að taka málstað Rússa í Úkraínu-deilunni.
![]() |
Algjörlega óraunhæf fyrirheit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Leifturstjórnmálin leika vinstriflokka grátt
Leifturstjórnmál er að grípa fylgisgæsina þegar hún gefst; sækja um ESB-aðild án undirbúnings, breyta stjórnarskránni, stofna nýjan flokk (Björt framtíð), fá Pírata til að leiða kosningabandalag eða Jón Gnarr í framboð.
Leifturstjórnmál eru pólitísk unglingaveiki þar sem sannfæringunni er skipt út með táfýlusokkum gærdagsins.
Leifturstjórnmál eru ær og kýr Samfylkingar enda er flokkurinn ekki stofnaður á grunni hugsjóna heldur valdeflingar vinstrimanna. Í hruninu, þegar þjóðin leitaði logandi ljósi að smeðjulegasta snákaolíusölumanninum, náði Samfylkingin háflugi og fékk tæp 30 prósent fylgi í kosningunum 2009.
Fjórum árum eftir stórsigurinn skildi Samfylkingin eftir sig sviðna jörð: ónýta ESB-umsókn, ónýtt stjórnarskrárfrumvarp og örverpið Bjarta framtíð. Í kosningunum 2013 fékk Samfylking 12,9% fylgi og hjakkar í því fari síðan.
Vinstri grænir krupu fyrir leifturstjórnmálum Samfylkingar með því að taka þátt í misheppnaða ESB-leiðangrinum. Flokkurinn klofnaði í beinu framhaldi og danglar í tíu prósent fylgi.
Vinstriflokkarnir eru í tætlum eftir leifturstjórnmál síðustu ára. Þeir vita ekki hvar sannfæring þeirra liggur og leita á náðir Pírata sem eru nördaflokkur.
Vinstripólitík á Íslandi er samheiti fyrir tækifærismennsku. Eftir því sem lengra líður frá hruni verður hallærislegra að reka heilu stjórnmálaflokkana sem gera ekki annað en að elta fylgisgæsina sem flögrar ýmist í austur eða vestur en þó mest norður og niður.
![]() |
Píratar á góðri siglingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
5 þingmenn Samfylkingar hafna ESB-aðild
Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra fer fyrir fimm þingmönnum Samfylkingar sem vilja gera fríverslunarsamninga við ríki í Suðaustur-Asíu. Fríverslunarsamningar eru ósamrýmanlegir aðild að Evrópusambandinu enda gerir ESB slíka samninga fyrir hönd aðildarþjóða.
Össur og félagarnir hans fjórir út Samfylkingunni gefa út þá yfirlýsingu, með því að leggja fram þingsályktun um fríverslun við ASEAN-ríkin, að Ísland sé ekki á leiðinni í Evrópusambandið.
Síðast þegar að var gáð var Samfylkingin með það á stefnuskrá sinni að Ísland ætti að verða aðili að ESB.
Þessi mótsagnakenndi málflutningur Samfylkingar annars vegar og hins vegar þingmanna flokksins er óboðlegur.
Samfylkingin, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi, er á framfæri almennings. Þá eru þingmenn flokksins á launum úr ríkissjóði. Það er óviðunandi að stjórnmálaöfl sem þiggja opinbera framfærslu hagi sér með þeim hætti sem Samfylkingin og þingmenn flokksins eru uppvísir að í þessu máli.
![]() |
Vilja fríverslunarsamning við ASEAN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
Móðgun fær minna vægi í Hæstarétti
Langflest mál er varða ærumeiðingar eru vegna fólks sem er í valda- og áhrifastöðum í samfélaginu. Fólk í slíkum stöðum er gjarnan í metingi um stöðu sína í samanburði við aðra.
Metingurinn fer einkum fram í fjölmiðlum. Þegar fólk af þessu tagi fékk umfjöllun í fjölmiðlum, sem því var ekki að skapi, gat það til skamms tíma tekið móðgunina fyrir dóm og fengið bætur.
Dómavenja á seinni árum takmarkar möguleika fólks til að rukka fyrir móðganir.
![]() |
Reynir og DV sýknað af ærumeiðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. apríl 2015
Þjóðpeningakerfi Frosta í Telegraph
Breska dagblaðið Telegraph segir frá skýrslu Frosta Sigurjónssonar um þjóðpeningahagkerfið og hvernig það kæmi í veg fyrir kreppu og sóun sem jafnan fylgir brotaforðakerfinu.
Brotaforðakerfið, sem við búum við í dag, leyfir einkabönkum að búa til peninga í formi útlána. Reynslan sýnir að bankar þjóna illa samfélagslegum hagsmunum með því að þeir ýkja hagsveiflur. Á tímum þenslu auka bankar útlán, þ.e. búa til peninga, og blása lofti í blöðruhagkerfið. Þegar blaðran springur kippa bankar að sér hendinni og dýpka þar með kreppuna sem kemur í kjölfar þess að eignir falla í verði og atvinna minnkar.
Brotaforðakerfið er hagstjórnarfyrirkomulag frá miðöldum og syndsamlega vont fyrir almannahag. Þjóðpeningakerfi Frosta, sem hann staðfærir úr erlendri umræðu, byggir á því rökrétta innsæi að peningar eru aðferð samfélagsins til að miðla verðmætum. Og þegar viðskiptabankar eru í þeirri stöðu að búa til verðmæti, með útlánum, þá fylgir því sóun - að ekki sé sagt siðleysi.
Þjóðpeningakerfið gerir ráð fyrir að samfélagið sjálft, í gegnum seðlabanka og þing, búi til þá peninga sem þarf til að miðla verðmætum samfélagins. Peningamagnið ræðst ekki af spákaupmennsku heldur yfirveguðu mati.
Þjóðpeningakerfið hefur hvergi verið reynt og þegar af þeim sökum er hvergi nærri sjálfsagt að það reynist vel í framkvæmd. Þjóðpeningahagkerfi gæti t.d. falið í sér stöðnun þar sem dýnamískt samband tilraunastarfsemi í atvinnulífinu við spákaupmennsku er rofið. Sóun myndi minnka og kreppur hjaðna en kannski á kostnað framþróunar, sem í kapítalísku samfélagi verður ekki stunduð nema með skapandi eyðileggingu.
Tíminn vinnur með Frosta og þjóðpeningakerfinu. Stórfellt tilraunastarf stærstu seðlabanka heims, t.d. þess bandaríska, evrópska, japanska og kínverska, að prenta peninga og lána þá á núllvöxtum mun grafa undan trúverðugleika brotaforðakerfisins.
Eftirspurn verður eftir peningakerfi sem ekki eykur efnahagslegt misrétti, veldur ekki kreppu og byggir ekki á miðaldahagspeki. Þjóðpeningahagkerfið er tvímælalaust umræðunnar virði.
![]() |
Eins og að nota fallbyssu á rjúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)