Mánudagur, 16. mars 2015
Fasismi Illuga verður að flensu
Bréfið sem utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu er upphafið að fasisma, skrifar Illugi Jökulsson á fimmtudag.
Á sunnudag heitir það flensa hjá Illuga að utanríkisráðherra fari ekki að vilja háværa minnihlutans.
Kannski að Illugi viðurkenni eftir tvo daga að viðbrögðin við bréfinu voru stormur í vatnsglasi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. mars 2015
Þingræði, feisbúkkmótmæli og gíslataka á alþingi
Á næsta fundi alþingis geta ESB-sinnar lagt fram tillögu um að ríkisstjórnin sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga þessa efnis fengi þinglega meðferð og yrði samþykkt eða hafnað. Verr er nú ekki komið fyrir þingræðinu á Íslandi.
Minnihlutinn á alþingi er í raun ekki að kvarta undan skorti á þingræði heldur hinu að ríkisstjórnarmeirihlutinn kom í veg fyrir gíslatöku á alþingi með því að leggja ekki fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknar.
Feisbúkkmótmæli á Austurvelli og málþóf á alþingi er aðferð sem minnihlutinn beitti á þinglega meðferð, sem boðið var upp á sl. vetur í ESB-umræðunni. Pólitískur skæruhernaður af þessu tagi hefur ekkert með þingræði að gera.
Pólitískur skæruhernaður sem kemur í veg fyrir að yfirlýstur vilji meirihluta þjóðarinnar, eins og hann birtist í alþingiskosningum nái fram að ganga, er heldur ekki lýðræðinu til framdráttar.
![]() |
Atlaga að þingræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 15. mars 2015
Bæði-og-stjórnmál virka ekki í ESB-umræðunni
Stjórnmálamönnum er tamt að finna stærsta samnefnarann í hverju máli til að hafa sem flesta góða. Bæði-og-stjórnmáli gera sig ekki í stórum málum eins og Icesave, stjórnarskránni og í Evrópumálum. Þar gildir annað hvort eða; með ábyrgð almennings á Icesave-skuldum einkabanka eða á móti; fylgjandi nýrri stjórnarskrá eða mótdrægur; hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Sumir í röðum ESB-sinna reyna að finna sér bæði og stöðu, t.d. með því að kalla sig ,,viðræðusinna" en það er sama aðferðin og úlfurinn notaði með sauðagærunni og er fláttskapur en ekki málamiðlun.
Þjóðin kaus sér meirihluta á alþingi vorið 2013 sem var andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Báðir flokkarnir, sem mynduðu meirihlutann, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru með skýra og afdráttarlausa stefnuskrá um að hag Íslands væri betur borgið utan ESB en innan.
Af því leiddi að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar hefði átt að vera að afturkalla ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009 sem fór í gegnum alþingi á svindli Vg-þingmanna.
Ríkisstjórnin ákvað á hinn bóginn að freista þess að finna bæði og leið í ESB-umræðunni og pantaði skýrslur frá Hagfræðistofnun HÍ. Þegar búið var að gefa undir fótinn með afslátt af skýrri og ótvíræðri stefnu gekk stjórnarandstaðan á lagið og hnekkti tilraun meirihlutans til að koma í gegn þingsályktun um afturköllun ESB-umsóknar s.l. vetur.
Að hálfnuðu kjörtímabili styttist í upptaktinn að næstu kosningabaráttu. Til að nokkur von væri fyrir ríkisstjórnarflokkanna að halda baklandi sínu óskertu urðu þeir að standa við stærsta kosningaloforðið; að binda endi á ESB-ferlið.
Allar líkur er á því að ESB-ferlinu, sem hófst 16. júlí 2009, sé lokið með bréfi utanríkisráðherra. Að því gefnu að Ísland verði tekið af lista umsóknarríkja um aðild þá er búið að núllstilla formlega stöðu Íslands gagnvart ESB. Við erum komin í sama flokk og Norðmenn, sem hafa gert tvær árangurslausar tilraunir til inngöngu i ESB.
Þegar ESB-ferlinu er formlega lokið skapast nýjar víglínur í stjórnmálum. Samfylkingin, sem er eini raunverulegi ESB-flokkurinn, verður að endurmeta stöðuna. Björt framtíð, sem er með bæði og afstöðu, er einnig í vanda. ESB-málið er búið að skaða Vg of mikið til að hann beri sitt barr í fyrirsjáanlegri framtíð. Líklegast er að Vg leggi upp laupana.
Vinstri vængur íslenskra stjórnmála er í uppnámi vegna ESB-málsins og það er meginskýringin á fylgi Pírata sem bera minnsta ábyrgð á mistökunum. Vinstrimenn munu ekki bjóða fram sömu flokka í næstu kosningum og þeir gerðu vorið 2013.
Þeir sem fylgjast með erlendum fréttum vita að Evrópusambandið er í kreppu. Sú kreppa leysist ekki í bráð. Hröð og skilvirk lausn á vanda ESB er mæld í áratugum.
Stjórnmálöfl á Íslandi, sem bjóða upp á ESB-ferli, vilja að Ísland bóki herbergi á hóteli sem stendur í ljósum logum. Verði þeim að góðu sem reyna það í næstu alþingiskosningum.
![]() |
Ferlinu er lokið af okkar hálfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. mars 2015
Birgitta, Árni Páll, upphlaupið og öflin tvö í stjórnmálum
Líkur eru á að hannaða reiðibylgjan vegna bréfs utanríkisráðherra um afturköllun ESB-umsóknar hnígi um helgina. Í fyrradag var ríkisstjórnin sökuð um fasisma, í gær var ákall um stuðning ESB við valdatöku vinstrimanna en í dag er röflað um orðalag.
Tvö meginöfl takast á í íslenskum stjórnmálum. Hægriöfl með heimilisfestu í stjórnarflokkunum sem vilja fullveldi og íslenskt forræði yfir auðlindum þjóðarinnar annars vegar og hins vegar bandalag vinstriflokk sem líta til Evrópusambandsins eftir leiðsögn í samfélagsmálum.
Hægriöflin eru vel sett með foringja. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru öflugir talsmenn fullveldissjónarmiða.
Birgitta Jónsdóttir og Árni Páll Árnason öttu kappi um hvort yrði aðaltalsmaðurinn í upphlaupsmálinu sem hófst á fimmtudag. Birgitta stal senunni með því að svelgjast á kvöldmatnum og storma niður á Austurvöll á meðan Árni Páll kappræddi við Bjarna Ben. í Kastljósi og kom út eins og frammíkallandi götustrákur með lýðræðishalla frá 16. júlí 2009.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. mars 2015
Pólitískt forsetaembætti hentar ekki grínista
Framlag Jóns Gnarr til íslenskra stjórnmála er grín með uppreisnarívafi, nokkurs konar búsáhaldabrandarapólitík.
Jón virkaði skamma stund eftir hrun þegar öngþveitið var algjört og étið-skít-húmorinn þótti við hæfi. Þegar örvæntingin sjatnaði reyndist Jón ekki með neitt annað innihald en útúrsnúningatilsvör. Hann treysti sér ekki í hversdagspólitíkina um malbiksholur og skólamál enda þjónustuhlutverkið við borgarana Jóni framandi.
Í tíð Ólafs Ragnars er forsetaembættið orðið pólitískt. Og það hentar ekki grínistum.
![]() |
Jón Gnarr ekki í forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. mars 2015
Vinstriflokkar óska eftir stuðningi ESB við valdatöku
Minnihlutinn á alþingi leitast við að taka fram fyrir hendur meirihluta þings og ríkisstjórnarinnar og biðlar til Evrópusambandsins að viðurkenna forræði minnihlutans í utanríkismálum.
Bréf vinstriflokkanna til Evrópusambandsins er beiðni um stuðning við valdatöku.
Landsdómur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.
![]() |
Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. mars 2015
Samfylkingin fær erlenda krata til íhlutunar í íslensk málefni
Evrópusambandið vílar ekki fyrir sér íhlutun í innanríkismáli fullvalda ríkja og nægir þar að nefna Úkraínu þar sem ESB fjármagnaði hópa sem steyptu löglegri kjörinni ríkisstjórn. Hér heima er hópur sem heitir Samfylking og hafði formaður þess liðs í frammi hótanir í sjónvarpsviðtali í gær um að spilla fyrir lögmætri ríkisstjórn.
Þingflokkur jafnaðarmanna á Evrópuþinginu heggur í sama knérunn með ályktun í að íslensk stjórnvöld eigi að vera betur í takt við ESB-sinna og svarar þannig ákalli Árna Páls frá í gær.
Íslenska þjóðin kaus meirihluta á alþingi Íslendinga við síðustu kosningar sem var með skýra stefnuskrá um að hag landsins væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Samfylkingin sekkur æ dýpra í ESB-fenið.
![]() |
Evrópskir jafnaðarmenn vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. mars 2015
Píratar (22%) efast um Nato; gefa Sigmundi Davíð afmælisgjöf
Leiðtoga Pírata svelgdist á kvöldmatnum í gærkveldi og sagði í viðtali við mbl.is um afturköllun ESB-umsóknar
Þetta hlýtur í raun og veru að setja allar þingsályktanir um alþjóðasamninga í uppnám, þar á meðal og til dæmis ályktunina um að ganga í NATO.
Píratar mælast með næst mest fylgi stjórnmálaflokka, 22%, og eru þeirrar skoðunar að vafi leiki á stöðu Íslands í Nato, sem Ísland hefur tilheyrt frá 1949, eða í 66 ár, fyrst ESB umsóknin er afturkölluð.
En, bíðum við, stjórnmálaskýringar Birgittu pírataleiðtoga eru djúptækari en flestra dauðlegra manna. Í vísi.is birtist viðbótaranalísa frá konunni með svelginn
Þetta grefur undan þingræðinu og ég skil bara ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs, segir Birgitta.
Þjóð með stjórnmálaflokk eins og Pírata og leiðtoga með skopskyn Birgittu er ekki alls varnað.
![]() |
Fólk hljóp bara frá kvöldmatnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. mars 2015
12,9% umsóknin in memoriam
Samfylkingin sendi umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009 með svindli þingmanna Vinstri grænna og án þess að spyrja þjóðina.
Þjóðin fékk tækifæri við síðustu þingkosningar að lýsa stuðningi við umsókn Samfylkingar. Aðeins 12,9% þjóðarinnar sögðu já.
Evrópusambandinu var tilkynntur pólitískur veruleiki á Íslandi. Við það brjálast minnihluti þjóðarinnar sem heldur að hann sé meirihluti.
![]() |
Ísland ekki lengur umsóknarríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 12. mars 2015
Vigdís nappar ríkisforstjóra í ohf sælgætisbúðinni
Vigdís Hauksdóttir sagði ríkisforstjóra eins og ,,smákrakka í sælgætisbúð" þegar þeir kæmust í hlutafélög á vegum ríkisins - svonefnd ohf félög.
Ríkisforstjórarnir standa í þeirri trú að ohf-félög séu lénsveldi þeirra sjálfra. Fulltrúar almennings, bitlingafólk á vegum stjórnmálaflokkanna, eru með í þessum leik forstjóranna annað tveggja af heimsku eða meðsekt nema hvorttveggja sé.
Tímabært er að ohf sælgætisbúðirnar verða teknar af forstjórunum.
![]() |
Einkafyrirtæki á ábyrgð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)