Föstudagur, 18. mars 2016
Björn Valur og helvíti handa saklausum
Þingflokkur Vinstri grænna bauð upp á föstudagsbrennu á Austurvelli í dag. Þingflokksformaðurinn, í flokki sem mælist með 7,8 prósent fylgi, krafðist kosninga án þess að stökkva bros.
Varaformaðurinn, Björn Valur, tók að sér að tala fyrir hönd formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann sagði í endursögn mbl.is
Sigmundur hafi ekki heldur upplýst Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um málið.
Hugmyndir varaformannsins um stórt hlutverk fyrir sig og sína í landsmálum stöðvast ekki við að tala fyrir hönd Bjarna Ben. Nei, Björn Valur, heimtar fleiri stofnanir samfélagsins til þátttöku í brennunni með Vinstri grænum.
Besti vinur Vinstri grænna í kerfinu er ríkissaksóknari, sem sérhæfir sig í að búa saklausum ,,helvíti."
![]() |
Vilja að ríkisstjórnin fari frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. mars 2016
Fjölmiðlar án blaðamennsku
Fyrir daga netsins og samfélagsmiðla var hugtakið ,,hliðarvarsla" notað um hlutverk fjölmiðla. Hugtakið er þýðing á enska heitinu gatekeeping sem upphaflega kom úr sálfræði en fékk sess í fjölmiðlafræði.
Hliðarvarsla felur í sér að fjölmiðlar velja hvað birtist almenningi og hvað ekki. Mælikvarðinn á hvaða fréttir skulu birtar og hverjar ekki verður til í faginu sem nefnist blaðamennska. Samfélagslegt hlutverk blaðamennsku fékk hálfopinbera stöðu með því að réttur til aðgengis opinberra upplýsinga var tengdur fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra. Enn eimir af þessum forréttindum þegar fjölmiðlar láta eins og þeir eigi kröfu á að stjórnmálamenn svari þeim, þar sem blaðamenn eru n.k. fulltrúar almennings.
Hliðarvarsla og blaðamennska er á hinn bóginn deyjandi fyrirbrigði á tímum bloggs og samfélagsmiðla. Allir með aðgang að nettengdri tölvu geta birt upplýsingar og blaðamenn eru æ oftar í því hlutverki að endurbirta blogg og fésbókarfærslur. Fagleg umræða og faglegur metnaður blaðamanna er í samræmi við kranaeðli starfsins; að fleyta rjómann af annarra manna vinnu, þegar best lætur, en skolpveita þjóðarsálarinnar þegar verst gerist.
Eftir því sem blaðamennsku hningar verður hjómurinn holari í kröfu blaðamanna um að valdamenn í samfélaginu standi fjölmiðlum skil gerða sinna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. mars 2016
Ríkið kaupi Grímsstaði
Ein landmesta jörð landsins, Grímsstaðir á Fjöllum, var gerð að tilraun Kínverja til að fá aðstöðu hér á landi. Núna er ætlunin að falbjóða 0,3 prósent af Íslandi í Evrópu.
Á meðan einstaklingar eiga jafn stórar hlut af landinu og raun ber vitni er ávallt hætta á að þeir hagi sér eins og óvitar með eldspýtur á flugeldasölu.
Nærtækt er að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og taki þar með fyrir jarðasölu sem auðveldlega getur sett öryggismál Íslands í uppnám.
![]() |
Hafa áhuga á Grímsstöðum á Fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. mars 2016
Forsætisráðherra skattleggur eiginkonuna
Enginn gekk eins hart fram að leggja skatt á kröfuhafa föllnu bankanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Stjórnarandstaðan, með Björn Val Gíslason varaformann Vinstri grænna í fararbroddi, segir að eiginkona Sigmundar Davíðs sé einn kröfuhafanna. Og þar með sé Sigmundur Davíð einnig kröfuhafi.
Samkvæmt rökum Björns Vals og vinstrimanna gengur forsætisráðherra hart fram að skattleggja eiginkonuna enda er hún kröfuhafi föllnu bankanna.
Eigum við ekki að þakka fyrir að eiga forsætisráðherra sem tekur hagsmuni ríkisins fram yfir persónulegan ábata?
![]() |
Sagði Sigmund vera kröfuhafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. mars 2016
Úr Baugspartí á Bessastaði
Í frægu Baugspartí í Mónakó árið 2007 tróð Halla Tómasdóttir upp sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Tina Turner skemmti íslenskum auðmönnum og viðhengjum þeirra með laginu ,,Simply the best".
Auðmannamenningin, sem Halla er hluti af, gerði betur að hafa sig hæga svona í tvo til þrjá áratugi í viðbót áður en hún leggur út í nýja landvinninga.
Baugspartíið í Mónakó ætti ekki að endurtaka á Bessastöðum.
![]() |
Halla ætlar að bjóða sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. mars 2016
Árni Páll styður Pírata
Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, gefur Pírötum stuðningsyfirlýsingu á Samfylkingar-Eygjunni. Hann segir:
Að öðru leyti er það gríðarlegt áhyggjuefni að Samfylking og Vinstri græn tapi fylgi og það fari ekki yfir á Pírata.
Samfylkingin mælist aldrei jafnlítil og nú, með 7,8 prósent fylgi, en formaðurinn er sérstaklega leiður yfir því að Píratar vaxi ekki nógu mikið.
Árni Páll hlýtur að annað tveggja að vera á útleið úr pólitík eða væntanlegur liðsmaður Pírata.
![]() |
Jafnt fylgi VG og Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 16. mars 2016
Ísland jafnlaunaland án jafnaðargeðs
Ísland er jafnlaunaland á heimsmælikvarða og hér er jafnrétti kynjanna meira en í víðri veröld. Þrátt fyrir að við skiptum launum og réttindum jafnar en þekkist á byggðu bóli örlar ekki á jafnaðargeði sem ætla skyldi að væri fylgifiskur jafnaðarþjóðfélagsins.
Öðru nær, af umræðunni að dæma er setið yfir hlut almennings sem fær skammtað skít úr hnefa frá yfirstétt sem lifir í vellystingum praktuglega.
Kannski er það einmitt málið, að kröfuharka og návígi hindrar alvarlegan framúrakstur forréttindahópa. Grimm umræða með tilheyrandi ýkjum heldur stóru málunum í jafnvægi.
![]() |
Laun verkafólks hækkað mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. mars 2016
Sterkari króna er náttúruvernd
Ofvöxt ferðaþjónustunnar þarf að hamla með sterkari krónu. Hvorki fyrirtæki né náttúra landsins stendur undir vexti síðustu ára. Ferðaþjónustan er sýnir skýr merki þenslugeggjunar, s.s. að selja ferðamönnum kranavatn.
Náttúra landsins lætur á sjá vegna átroðnings og vegakerfið í þéttbýli og dreifbýli má ekki við meiri vexti í bili.
Sterkari króna bætir kaupmátt landsmanna og skapar jafnvægi í efnahagsbúskap þjóðarinnar.
![]() |
Tryggi að krónan styrkist ekki meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. mars 2016
Hugleysi góða fólksins klætt í búning ótta
Góða fólkið magnar upp ótta í samfélaginu til að fela hugleysi sitt. Samsæriskenningar góða fólksins um alræði fjársterkra aðila á bakvið tjöldin er heimskulegur tilbúningur fólks með vitundina læsta í heimi tölvuleikja.
Birgitta Jónsdóttir og píratamenningin, sem hún stendur fyrir, elur á ótta almennings við ósýnilegt alræði sem situr að kjötkötlunum og mylur andstæðinga sína mélinu smærra. Sannleikurinn er sá að við búum í samfélagi fjölræðis þar sem völd eru ekki fasti heldur fljótandi. Margar breytur hafa áhrif á flæði valda hverju sinni, s.s. fjármagn, stofnanir, fjölmiðlar, stjórnvöld, þjóðfélagsumræða, fyrirtæki, hefðir, tíska, skoðanakannanir (sbr. að það er hlustað á Pírata í dag) og aðrir þættir sem til samans mynda fjölræðið sem við búum við.
Móðursýki Birgittu verður ekki hótinu betri þegar hún vísar í blogg þar sem segir:
Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: Þeir ætla sér að eyðileggja þig.
Þarna er sagt fullum fetum að einn þriggja bankastjóra á Íslandi hafi gerst sendisveinn Norðuráls og hótað bloggara. Jæja, krakkar, hver var það: Steinþór í Landsbanka, Höskuldur í Arionbaka eða Birna í Íslandsbanka sem hringdi í orkubloggarann og bar áfram hótun álframleiðanda um að eyðileggja hann?
Eru engin takmörk fyrir fávísi Birgittu og félaga?
![]() |
Víðtækur ótti við ríkjandi öfl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. mars 2016
Heimssýnarstaðfesta í Bretlandi
Meirihluti Breta vill úr Evrópusambandinu, segir könnun ORB. Önnur könnun, sem Telegraph birtir, sýnir andstæðinga ESB-aðildar í Bretlandi eindregnari í afstöðu sinni en þeir sem hlynntir eru áframhaldandi aðild að bandalaginu.
Þessi niðurstaða rímar við kannanir sem Heimssýn lét á sínum tíma gera vegna umræðunnar hérlendis.
Heimssýnarkannanir sýndu ítrekað að andstæðingar aðildar voru sannfærðari í afstöðu sinni en hinir sem hlynntir eru aðild. Hálfvelgja ESB-sinna, bæði hér og í Bretlandi, undirstrikar hve Evrópusambandið er lítt áhugavert, jafnvel meðal þeirra sem telja sig aðildarsinna.
![]() |
Fleiri vilja úr Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)